Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.2008, Side 73

Læknablaðið - 15.11.2008, Side 73
Útdráttur úr Samantekt á eiginleikum lyfs (SPC) (birt í heild í Sérlyfjaskrá www.serlyfjaskra.is). Serdolect® sertindól, filmuhúðaðar töflur Hver tafla inniheldur 4,12,16 eða 20 mg. Ábendingar: Meðhöndlun á geðklofa. Af öryggisástæðum m.t.t. hjarta- og æðakerfis, á aðeins að nota sertindól fyrir sjúklinga, sem ekki þola a.m.k. eitt annað geðrofslyf. Ekki skal nota sertindól til skyndimeðferðar í bráðatilvikum Skammtan Sertindól er gefið í einum dagsskammti óháð máltíðum. Sé róandi verkun æskileg hjá sjúklingi, má gefa benzódíazepín lyf samtímis. Athugið: Taka skal hjartalínurit fyrir og meðan á meðferð með sertindóli stendur. Klínískar rannsóknir hafa sýnt að sertindól lengir QT-bilið meira en sum önnur geðrofslyf. Því skal aðeins nota sertindól fyrir sjúklinga, sem ekki þola a.m.k. eitt annað geðrofslyf. Læknir sem ávísar lyfinu skal fylgja þeim öryggisreglum sem krafist er út í ystu æsar Aðlögun skammta: í byrjun á að meðhöndla alla sjúklinga með 4 mg á sólarhring. Dagsskammtinn á að auka um 4 mg á 4-5 daga fresti, þar til kjörviðhaldsskammti 12-20 mg, er náð. Þar sem sertindól hefur hamlandi áhrif á , -viðtaka geta einkenni réttstöðuþrýstingsfalls komið fram í upphafi þegar verið er að ákvarða skammtastærðir. Sé byrjunarskammtur 8 mg eða skammtar auknir hratt, eykur það verulega hættu á réttstöðuþrýstingsfalli. Viðhaldsskammtur: Eftir svörun sjúklings má auka skammta upp í 20 mg á dag. Aðeins í undantekningartilvikum ætti að íhuga hámarksskammt 24 mg, þar sem klínískar rannsóknir hafa ekki sýnt fram á samræmi milli aukinnar verkunar og skammta umfram 20 mg og QT lenging getur aukist við efri mörk skammtabilsins. Fylgjast skal með blóðþrýstingi meðan á aðlögun skammta stendur og einnig í upphafi viðhaldsmeðferðar. Aldraðir: Rannsókn á lyfjahvörfum leiddi ekki í ljós neinn mun hjá eldri og yngri sjúklingum. Þó eru aðeins fyrirliggjandi takmarkaðar niðurstöður úr klínískum rannsóknum, fyrir sjúklinga eldri en 65 ára. Aðeins skal hefja meðhöndlun eftir að ít- arleg rannsókn á hjarta- og æðakerfinu hefur farið fram. Ráðlegt er að auka skammta hægar og nota lægri viðhaldsskammta hjá eldra fólki. Börn og unglingar yngri en 18 ára: Ekki er mælt með notkun Serdolect hjá bömum og unglingum þar sem ekki liggja fyrir upplýsingar um öryggi og virkni. Skert nýrnastarfsemi Sjúklingum með skerta nýmastarfsemi má gefa sertindól í venjuleg- um skömmtum. Lyfjahvörf sertindóls breytast ekki við blóðskilun. Skert lifrarstarfsemi Hjá sjúklingum með væga eða miðlungs skerðingu á lifrarstarfsemi er nauðsynlegt að auka skammta hægar og nota lægri viðhaldsskammta. Enduraðlögun skammta hjá sjúklingum sem hafa hætt á sertindólmeðferð. Þegar sjúklingar byrja aftur að taka sertindól, eftir að hafa verið án lyfsins í minna en eina viku, er enduraðlögun ekki nauðsynleg og má strax nota sömu skammta og áður. Sé meira en ein vika liðin frá því meðferð var hætt á að auka skammta smám saman eins og áður er lýst. Taka skal hjartalínurit áður en meðferð með sertindóli hefst að nýju. Skipt af meðferð með öðrum geðrofslyfjum: Meðferð með sertindóli má hefja samkvæmt aðlögunaráætlun jafnhliða því að hætt er meðferð með öðru geðrofslyfi til inntöku. Fyrir sjúklinga á forðalyfjum (stungulyfjum) á að hefja sertindól meðferð þegar komið er að næstu gjöf forðalyfsins. Frábendingar: Ofnæmi fyrir sertindóli eða einhverju hjálparefnanna. Ómeðhöndlaður kalíum- og/eða magnesíumskortur. Ekki skal nota sertindól hjá sjúklingum sem hafa sögu um virka hjarta- og æðasjúkdóma, hjartabilun, stækkað hjarta, hjartsláttartruflanir eða hægslátt (<50 slög á mínútu). Ennfremur á ekki að nota sertindól hjá sjúklingum sem hafa meðfætt heilkenni lengds QT-bils eða fjölskyldu- sögu um slíkt, né heldur hjá sjúklingum sem vitað er að hafa áunnið lengt QT-bil (QTc yfir 450 msek hjá körlum og 470 msek hjá konum). Sjúklingum sem nota lyf sem vitað er að lengja QT-bilið marktækt á ekki að gefa sertindól. Um er að ræða m.a.: lyf við hjartsláttartruflunum úr flokkum Ia og III (t.d. kínidín, amíódarón, sótalól, dófetilíð); ákveðin geðrofslyf (t.d. thíoridazín); ákveð- in makrólíð lyf (t.d. erýtrómýcín); ákveðin andhistamín lyf (t.d. terfenadín, astemizól); ákveðin kínólón sýklalyf (t.d. gatifloxacín, moxifloxacín). Ofangreindur listi er ekki tæmandi og er notkun annarra lyfja, sem vitað er að lengja QT-bilið marktækt (t.d. cisapríð, litíum) einnig frábending. Samtímis notkun sertindóls og lyfja sem hamla cýtókróm P450 3A ensím kröftuglega er einnig frábending. Um er að ræða m.a.: meðferð til inntöku með azól sveppalyfjum (t.d. ketókónazól, ítrakónazól); ákveðin makrólíð sýklalyf (t.d. erýtrómýcín, claritrómýcín); HIV próteasa hemla (t.d. indínavír); ákveðnir kalsíumgangalokar (t.d. diltíazem, verapamíl). Ofangreindur listi er ekki tæmandi og notkun annarra einstakra lyfja, sem vitað er að eru öflugir CYP3A ensím hemlar (t.d. címetidín) er einnig frábending. Sjúklingar með alvarlega skerta lifrarstarfsemi eiga ekki að nota sertindól. Vamaðarorð: Hjarta-og æðakerfi Klínískar rannsóknir hafa sýnt að sert- indól lengir QT-bilið meira en sum önnur geðrofslyf. Meðal QT lenging er meiri við efri mörk skammtabilsins sem mælt er með (20 - 24 mg). Lenging QT-bilsins eftir sum lyf tengist eiginleik- anum að geta valdið hjartsláttartruflunum af „Torsades de pointes-gerð" (sleglahraðtaktur sem getur verið banvænn) og skyndidauða. Hins vegar hafa klínískar og ekki klínískar rannsóknir ekki getað sýnt fram á hvort sertindól sé líklegra en önnur geðrofslyf til að valda hjartsláttartruflunum. Nauðsynlegt er að taka hjartalínurit fyrir og meðan á sertindól meðferð stendur. Sert- indól er frábending ef QTc bilið frá grunnlínu er meira en 450 msek hjá körlum eða 470 msek hjá konum. Taka skal hjartalínurit við grunnlínu, þegar náðst hefur stöðugt ástand eftir um það bil 3 vikur eða þegar skammtur er kominn upp í 16 mg og aftur eftir 3 mánaða meðferð. Meðan á viðhaldsmeðferð stendur skal taka hjartalínurit á þriggja mánaða fresti. Meðan á viðhalds- meðferð stendur skal taka hjartalínurit fyrir og eftir aukningu á skömmtum. Mælt er með því að taka hjartalínurit í hvert sinn sem samtímis notkun lyfja sem geta aukið þéttni sertindóls hefst eða skammtar þeirra eru auknir. Mælist QTc bil meira en 500 msek meðan á sertindól meðferð stendur, skal hætta meðferðinni. Hjá sjúklingum sem fá einkenni eins og hjartsláttarónot, krampa eða aðsvif, sem gætu bent til hjartsláttartruflana, á læknirinn sem ávísar lyfinu þegar að láta meta stöðuna, þar með talið að taka hjartalínurit. Best er að taka hjartalínurit að morgni og Bazett eða Fridericia formúlan hentar best við útreikninga á OTc bil. Hættan á lengingu QT bilsins eykst séu samtímis tekin lyf sem lengja QTc bilið eða lyf sem hamla umbrotum sertindóls. Hjá sjúklingum sem eiga á hættu verulega truflun á blóðsöltum, ætti að mæla kalíum- og magnesíum gildi í sermi, áður en meðferð með sertindóli hefst. Séu kalíum- og magnesíum gildi í sermi lág, skal úr því bætt áður en meðferð er haldið áfram. Mælt er með því að fylgst sé með kalíum gildum hjá sjúklingum sem fá uppköst, niðurgang, meðferð með þvagræsilyfjum sem lækka kalíum í blóði eða aðrar truflanir á blóðsöltum. Þar sem sertindól hefur hamlandi áhrif á , -viðtaka, geta einkenni stöðubundins lágþrýstings komið fram í upphafi meðferðar þegar verið er að ákvarða skammtastærðir. Geðrofslyf geta dregið úr áhrifum dópamínörva. Sertindól ætti að nota með gát hjá sjúklingum með Parkinsons sjúkdóm. Sum SSRI-lyf, eins og flúoxetín og parox- etín (öflugir CYP2D6 hemlar), geta aukið plasmaþéttni sertindóls allt að tvö- til þrefalt. Sertindól ætti því einungis að nota samhliða þessum lyfjum með ítrustu varúð og aðeins ef ávinningur er meiri en áhættan. Lægri viðhaldsskammtur af sertindóli gæti reynst nauðsynlegur og fylgjast ber vandlega með hjartalínuriti fyrir og eftir breytingar á skömmtun þessara Iyfja. Sertindól ætti að nota með varúð hjá sjúklingum sem vitað er að hafa léleg CYP2D6 umbrot. Skýrt hefur verið frá örfáum tilvikum um hækkun blóðsykurs eða versnun sykursýki sem þegar er til stað- ar meðan á meðferð með sertindóli stendur. Ráðlegt er að fylgjast klínískt með sjúklingum með sykursýki og sjúklingum með áhættuþætti fyrir þróun sykursýki. Aldraðir: Sertindól er ekki samþykkt til meðhöndlunar á geðrofi og/eða hegðunartruflunum tengdum heilabilun og ekki er mælt með notkun þess hjá öldruðum heilabiluðum sjúklingum. í slembiröðuðum, lyfleysu- stýrðum klínískum rannsóknum á heilabiluðum einstaklingum, hefur verið sýnt fram á u.þ.b. þreföldun áhættu á aukaverkunum á heilaæðar við töku sumra ekki dæmigerðra geðrofslyfja. Verkunarmáti fyrir þessa auknu áhættu er ekki þekktur. Ekki er hægt að útiloka að áhættan sé einnig aukin fyrir önnur geðrofslyf eða aðra sjúklingahópa. Gæta skal varúðar við notkun Serdolect hjá sjúklingum sem hafa áhættuþætti fyrir slag. Sertindól verður að nota með varúð hjá sjúklingum eldri en 65 ára, þar sem aukin hætta er á alvarlegum hjarta- og æðasjúkdómum. Áður en meðferð er hafin á í öllum tilvikum að framkvæma ítarlega skoðun á hjarta og blóðrásarkerfi.Skert lifrarstarfsemi. Fylgjast ber vel með sjúklingum með væga eða miðlungs skerðingu á lifrarstarfsemi. Ráðlagt er að auka skammta hægar og nota lægri viðhaldsskammta. Síðbúin hreyfitruflun: Talið er að síðbúin hreyfitruflun orsakist af ofurnæmi dópamín viðtaka í botn- hnoðasvæði heilans vegna langvinnrar hömlunar viðtakanna af völdum geðrofslyfja. Klínískar rannsóknir benda til að sertindól valdi sjaldan utanstrýtu einkennum (álíka og af lyfleysu). Samt sem áður fylgir aukin hætta á síðbúinni hreyfitruflun langtíma meðferð með geðrofslyfjum (einkum ef notaðir eru háir skammtar). Komi fram einkenni um síðbúna hreyfitruflun ætti að íhuga að lækka skammta eða að hætta meðferðinni. Krampar: Sertindól ber að nota með varúð hjá sjúklingum með sögu um krampa. lllkynja sefunarheilkenni: Samsett heilkenni, hugsanlega lífshættu- legt, sem stundum er kallað illkynja sefunarheilkenni, hefur verið lýst í tengslum við notkun geðrofslyfja. Verði vart við einkenni illkynja sefunarheilkennis á að hætta meðferð með geðrofs- lyfjum án tafar. Fráhvörf: Bráðum fráhvarfseinkennum, þar með talið ógleði, uppköst, sviti og svefnleysi, hefur verið lýst eftir að meðferð hefur verið hætt skyndilega með geðrofslyfjum. Endurkoma sjúkdómseinkenna getur einnig átt sér stað og ósjálfráðum hreyfingum (svo sem óeirð, trufluð vöðvaspenna og hreyfitregða) hefur verið lýst. Því er ráðlegt að draga hægt úr lyfjagjöf. Hjálparefni: Töflumar innihalda mjólkursykur (laktósaeinhýdrat). Sjúklingar með sjaldgæft arfgengt galaktósaóþol, Lapp laktasaskort (Lapp lactase deficiency) eða glúkósa-galaktósa vanfrásog eiga ekki að taka lyfið. Milliverkanir: Lenging á QT-bili í tengslum við sertindól meðferð getur orðið meiri ef notuð eru samtímis önnur lyf sem vitað er að lengja QT-bilið. Sam- tímis notkun slíkra lyfja er því frábending. Slíkar milliverkanir geta komið fyrir t.d. milli kínídíns og sertindóls. Auk áhrifanna á lengingu QT bilsins, dregur kínídín töluvert úr virkni CYP2D6. Sertindól er að umbrotið verulega með CYP2D6 og CYP3A ísóensímum í cýtókróm P450 kerfinu. CYP2D6 er til í ýmsum formum en ýmis geðlyf og önnur lyf hindra verkun beggja ísóensím- anna. CYP2D6: Plasmaþéttni sertindóls eykst tvö- til þrefalt hjá þeim sjúklingum sem á sama tíma taka flúoxetín eða paroxetín (öflugir CYP2D6 hemlar). Því ætti einungis að nota sertindól samhliða þessum eða öðrum CYP2D6 hemlum með mikilli varúð. Hugsanlega þarf lægri viðhaldsskammt af sertindóli og vandlega skal fylgjast með hjartalínuriti fyrir og eftir breytingar á skammti. CYP3A: Vægrar aukningar (<25%) í sertindól plasmaþéttni hefur orðið vart við samhliða notkun makrólíð sýklalyfja (t.d. erýtrómýcíns, CYP3A hemill) og kalsíumgangaloka (diltia- zem og verapamíl). Samt sem áður gætu afleiðingamar orðið mun meiri hjá einstaklingum með léleg umbrot með CYP2D6 (poor metabolizers) (þar sem brotthvarf sertindóls, bæði með CYP2DA og CYP3A, yrði fyrir áhrifum). Þar sem ekki er mögulegt að greina auðveldlega sjúklinga sem hafa léleg umbrot með CYP2D6, er samhliða gjöf CYP3A hemla og sertindóls frábend- ing, þar sem það getur leitt til vemlegrar aukningar á styrk sertindóls í blóði. Umbrot sertindóls geta aukist marktækt af völdum lyfja sem vitað er að hvata CYP ísóensímin, einkum rifampic- íni, karbamazepíni, fenýtóíni og fenóbarbítali, sem geta lækkað plasmaþéttni sertíndóls tvö- til þrefalt. Minnkuð sefandi verkun hjá sjúklingum sem taka þessi lyf eða önnur lyf sem hvata ísóensímin getur valdið því að hækka þurfi skammtana af sertindóli að efri mörkum. Meðganga og brjóstagjöf: Öryggi notkunar sertindóls á meðgöngu hefur ekki verið staðfest. Sertindól hefur ekki reynst valda fósturskaða í dýratilraunum. í rannsókn á rottum fyrir og eftir got kom í Ijós minnkuð frjósemi afkvæma er gefnir voru skammtar innan meðferðarbils fyrir menn. Því ætti ekki að nota sertindól á meðgöngu. Rannsóknir hafa ekki verið gerðar hjá konum með bam á brjósti, en gert er ráð fyrir að sertindól skiljist út í brjóstamjólk. Ef meðferð með sertindóli er talin nauðsynleg, er rétt að hugleiða hvort hætta skuli brjóstagjöf. Akstur og notkun véla: Sertindól hefur ekki róandi verkun en ráðleggja skal sjúklingum að aka ekki bifreiðum eða stjórna vélum, þar til viðbrögð þeirra við lyfinu em komin í ljós. Aukaverkanir: Aukaverkanir við sertindólmeðferð sem komu fram í klínískum rannsóknum og voru tíðari en 1% og marktækt fleiri en af lyfleysu vom (raðað eftir lækkandi tíðni): Nefslímubólga/nefstífla, truflað sáðlát, svimi, munnþurrkur, réttstöðublóðþrýstingsfall, þyngdaraukning, bjúgsöfnun, andþrengsli, náladofi, og lenging á QT-bili á hjartalínuriti. Utanstrýtu einkenni: Meðal þeirra sjúklinga sem fengu sertindól var tíðni utanstrýtu aukaverkana svipuð og hjá þeim sem fengu lyfleysu. Auk þess kom í ljós í klínískum samanburðarrannsóknum við lyfleysu, að hlutfall þeirra sjúklinga sem þurftu lyf við utanstrýtu einkennum var hið sama í báðum hópum (sertindól og lyfleysu hópum). Sumar aukaverkanimar koma fram í upphafi meðferðar og hverfa við áframhaldandi notkun, þ.m.t. stöðubundinn lágþrýstingur. Mjög algengar (>1/10): Nefslímubólga/nefstífla; Algengar fel/100 til <1/10): Þyngdaraukning, lenging á QT-bili, rauð blóðkom í þvagi, hvít blóðkom í þvagi, bjúgsöfnun, svimi, náladofi, andþrengsli, stöðubundinn lágþrýstingur, munnþurrkur, truflun á sáðláti (minnkað magn sæðisvökva); Sjaldgæfar (>1/1.000 til <1/100): "Torsades de pointes", yfirlið, krampar, hreyfitmflanir (sérstaklega síðkomnar hreyfitruflanir), blóðsykurshækkun; Mjög sjaldgæf ar (>1/10.000 til <1/1.000): Skráð hafa verið tílvik illkynja sefunarheilkennis í tengslum við sertindól. Pakkningar og verð (okt. 2008): 4 mg, 30 stk.: 8.920 kr., 100 stk.: 23.592 kr.; 12 mg, 28 stk.: 23.389 kr., 100 stk.: 64.978 kr.; 16 mg, 28 stk.: 23.389 kr., 100 stk.: 70.217 kr.; 20 mg, 28 stk.: 23.389 kr., 100 stk.: 75.457 kr. MARKAÐSLEYFISHAFI: H. Lundbeck A/S. Textinn var síðast endur- skoðaður 1. ágúst 2007. LÆKNAblaðið 2008/94 785

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.