Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 9
Hjördís Þórey Þorgeirsdóttir hjordist@landspitali. is Höfundur er í sérnámi í geðlækningum, geðsviði Landspítala. The medical profession's lessons from the economic collapse Physician, Resident of psychiatry, lceland University Hospital RITSTJÓRNARGREINAR Lærdómur lækna af efnahagshruni Samtímis því að sjálfskoðun íslensku þjóðarinnar liggur fyrir með skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hefur náttúra íslands tekið að gjósa ösku yfir þjóðirnar sem vöruðu okkur við hruninu og þær sem síðar hafa boðið fram hjálparhönd. Það liggur við að þörf sé á afsökunarbeiðni fyrir hönd íslenskra náttúruafla, þeirra sömu og framgöngu svokallaðra útrásarvíkinga var gjarnan lfkt við. Vonandi tekur umheimurinn þessari samlíkingu þjóðarinnar við náttúru sína ekki of bókstaflega og telur að við séum enn að „dissa" umheiminn, að við höfum ekkert lært. Með tilkomu skýrslunnar eru skjalfest hin fjölmörgu feilspor, fjallað er um mistök ráðamanna, embættismanna og eftirlitsstofnanna, en einnig um íslenska menningu og hlutverk þjóðarinnar. Ljóst er að yfirvöld brugðust, hitt er ekki síður mikilvægt að almenningur stóð sig ekki heldur sem skyldi, það er í hlutverki sínu að veita yfirvöldum aðhald. í nýrri aðalnámsskrá grunnskólanna stendur til að bæta inn svokallaðri lýðræðismenntun. Spurningin er hvort við hin þyrftum endurmenntun í lýðræðisþátttöku, til að gera okkur hæfari þátttakendur í nýju og betra samfélagi. Það er að minnsta kosti vert að líta í eigin barm og spyrja sig hvaða lærdóm maður sjálfur skuli draga af efnahagshruni landsins. Að mati þjóðfundar Islendinga eru ein mikil- vægustu gildi í framtíðarsamfélaginu ábyrgð og lýðræði. Nauðsynlegt er að túlka þýðingu þessara gilda í eigin veruleika. í tilfelli lækna felst það ef til vill í aukinni þátttöku í þjóðfélagsumræðu, að veita ráðamönnum aukið aðhald, sérstaklega í heilbrigðis- og félagsmálum. Það er þó ekki síður mikilvægt að skoða nærumhverfið, vinnustaði okkar, standa vaktina og vera virkir þátttakendur þar. Mikilvægt er fyrir stjórnendur að huga að því hvað felst í gildum eins og lýðræði og það er fagnaðarefni að boðuð hefur verið minni miðstýring á stærsta vinnustað lækna. Við sem ekki erum stjórnendur þurfum að valdeflast og átta okkur á eigin mikilvægi sem þátttakenda í gangvirki vinnustaðanna, líkt og almenningur er mikilvægasta afl lýðræðisríkis. Fagmennska var það gildi sem tróndi efst eftir þjóðfund lækna. I því felst meðal annars að kunna sín fræði og stunda starf sitt í samræmi við þau. En hver er ábyrgð lækna gagnvart eigin gildi ef kringumstæður skerða möguleika til að stunda starf sitt af fagmennsku? Getum við yppt öxlum og bent upp á við? Hlýtur það ekki að vera hluti af ábyrgð læknis að standa vörð um sín gildi, til dæmis með því að gera stjórnendum viðvart stefni í óefni og vinna að því að koma kringumstæðum eða breytingum í réttan farveg. Ef það reynist til ógerningur hlýtur læknirinn að spyrja sig hvort honum sé stætt á að starfa áfram við hin tilteknu skilyrði. Þeirri spurningu svöruðu 65 læknar Landspítala neitandi nú á dögunum. Með því stóðu þeir vaktina og breyttu í samræmi við gildi hins nýja Islands. Þeir höfnuðu samtímis aðferðum í aðdraganda breytinganna sem ekki voru í anda áðurnefndra gilda, svo sem skorti á samvinnu og aukinni miðstýringu, sem fólst í tilskipun um sama vaktafyrirkomulag til allra starfseininga, jafnvel þótt það hentaði illa og leiddi ekki til fyrirsjáanlegra úrbóta. Það veigamesta var þó að hið nýja fyrirkomulag stóðst ekki lög. Að standa vaktina kostaði þor og krafðist samstöðu, eiginleikar sem ekki voru fyrir- ferðarmiklir í sjálfsmynd læknastéttarinnar en hafa nú fengið uppreisn æru. Við búum yfir því sem þarf til að standa vörð um gildi okkar. Almennir læknar og kandídatar eru um 200 talsins, fimmtungur lækna á Islandi. Þessi hópur hefur vaxið á síðustu árum með auknu framboði sérnáms. Áhrif stéttarinnar og mótun starfsskilyrða hafa þó ekki þróast í samræmi við það. Almennir læknar og kandídatar eru „sérfræðingar" í sínum störfum og eru best fallnir til að þróa og bæta þau, til þess hafa þeir þó haft lítið svigrúm. Því hefur vinnuskilyrðum læknanna um allangt skeið verið ábótavant. Vinnuálag er víða hættulega mikið, aðlögunartími nýrra lækna enginn, verkferli lítt mótuð og sífellt falla á hópinn fleiri verk sem eðlilegra væri að aðrar stéttir sinntu, svo sem ritarastörf, blóðtökur, og ekg-mælingar, enda er ekki til skilgreining á verksviði þeirra. Umsjónardeildarlæknum hefur fyrst og fremst verið falið að sinna vaktamálum og hafa haft takmarkaða möguleika til að láta til sín taka í víðara samhengi. Staða deildarlækna í læknaráði hefur ekki verið nýtt til fullnustu fyrr en í ár. Orsökin er oft tímaskortur, þannig hefur vandinn hindrað lausn vandans, svokallað „catch 22". Með þeim sáttmála sem undirritaður var vegna deilunnar um vaktakerfi er búið að skapa vettvang til að snúa þessu við. Skoða á vinnu- og verkferla og gera nauðsynlegar úrbætur. Þetta er vonandi byrjunin á eðlilegri þróun á störfum þessa mikilvæga starfshóps sem er öllum í hag, spítala, læknum og sjúklingum. Því fögnum við. LÆKNAblaðið 2010/96 321
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.