Læknablaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 15
FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKNIR
byrjunarstigi, þær voru nánast allar einkenna-
lausar og því minna veikar en sjúklingar í öðrum
rannsóknum um geislagerlabólgu í legi20-21 sem
gjarnan höfðu töluverð einkenni.
Umdeilt er hvort geislagerlar séu hluti af
eðlilegri bakteríuflóru í leggöngum og hvort
lykkjan hafi þar áhrif á.22'23 Deilt hefur verið um
hvort fjarlægja þurfi lykkju hjá einkennalausum
sjúklingi með jákvæða ræktun eða gefa sýklalyf.21'
24 Hins vegar er ráðlegt að fjarlægja lykkju hjá
konum þegar bólgubrey tingar og brennisteinskorn
finnast í útskafi. í tveimur tilvikum í þessari
rannsókn var lykkjan látin vera þrátt fyrir jákvæða
vefjagreiningu og fengu konurnar báðar veruleg
einkenni mörgum mánuðum síðar. Mikilvægt er
að gleyma ekki að fjarlægja lykkju hjá konum sem
komnar eru yfir tíðahvörf.10
Kynjahlutfall rannsóknarhópsins var þveröfugt
við það sem búast mátti við eða einn karl á móti
1,6 konum. I öðrum rannsóknum hafa karlmenn
verið í þó nokkrum meirihluta.3'6'7 Skýringin felst í
því hversu margar konur komu inn í rannsóknina
með geislagerlabólgu í grindarholi. Einnig voru
fleiri konur með sýkingu í táragöngum en karlar
og er það í samræmi við niðurstöður annarra.25
Á rannsóknartímabilinu greindust að meðaltali
2,8 tilfelli á ári. Árlegt nýgengi er því 1,02 á hverja
100.000 íslendinga og hefur það haldist fremur
stöðugt á rannsóknartímabilinu. Nýgengið er
nánast það sama og í Hollandi og Þýskalandi
á sjöunda áratugnum1 en þó nokkuð hærra en
mældist í samantekt BennhofP í Ohio-fylki í
Bandaríkjunum tímabilið 1973 til 1982 þar sem
nýgengið var 0,33 á hverja 100.000 íbúa. Ástæðuna
fyrir þessum mun má útskýra með því að
Bennhoff tók saman tilfelli geislagerlabólgu sem
öll höfðu tengst sjúkrahúsum. Höfðu 20% tilfella
ekki farið í gegnum sjúkrahús heldur eingöngu
lækna á stofum eða göngudeildum. Því má ætla
að sýkingar í rannsókn Bennhofs hafi í heild verið
lengra gengnar en í okkar rannsókn. I rannsókn
hans voru þó ekki öll tilfelli staðfest með ræktun
eða vefjaskoðun.3
Þegar litið er á allt rannsóknartímabilið kemur
í ljós að aldursbundið nýgengi eykst lítillega
með hækkandi aldri. Líkleg skýring er að þá fari
tannheilsa versnandi, konur hafa verið lengur
með lykkjuna, líkur á sarpbólgu í ristli aukast, auk
fleiri þátta sem auka líkur á að rof verði á slímhúð
og sjúkdómurinn nái sér á strik.
Athygli vekur að ríflega helmingur (52%)
sjúklinga fengu „aðrar og ónákvæmar greiningar"
áður en rétt greining lá fyrir. Algengast var að
læknar teldu að um krabbamein væri að ræða.
Þessum greiningum var varpað fram meðan á
greiningarferlinu stóð en þær höfðu hvorki í för
með sér ótímabæra krabbameinsmeðferð né komu
sér illa fyrir sjúklinga. Þær endurspegla hins
vegar hversu ósértæk einkenni geislagerlabólgu
eru, enda var greiningartöf algeng og alls voru 11
sjúklingar lengur en ár með einkenni áður en þeir
fengu rétta greiningu. Mikilvægt er að læknar séu
vakandi fyrir þessari sjaldgæfu sýkingu svo að
greining dragist ekki enn frekar.
Þegar kemur að meðferð er mælt með sýkla-
lyfjameðferð, oftast penicillíni, í háum skömmtum
í æð í 2-6 vikur og um munn í 6-12 mánuði að
meðaltali. Mælt er með bæði lyfjagjöf og aðgerð.1
Hvað okkar niðurstöður varðar var meðferð
oft umsvifaminni en mælt er með.1 í fyrsta lagi
fengu aðeins 50% sjúklinga sýklalyf í æð en 92%
fengu sýklalyf um munn. í öðru lagi voru lyf
gefin í styttri tíma, að meðaltali 13 daga í æð og
um munn í 107 daga. Meðferð geislagerlabólgu
í táragöngum kann að lúta öðrum lögmálum
en sýkingar annars staðar. Þegar litið er til þess
sem og niðurstöðu um lyfjagjöf í okkar rannsókn
má varpa fram þeirri spurningu hvort viðtekin
viðmið um meðferð við geislagerlabólgu séu ef til
vill of róttæk og ósveigjanleg.
Greining geislagerlabólgu er oft torveld, en
hana er ekki hægt að greina eingöngu út frá
klínískum einkennum. Sýna þarf fram á að
geislagerlar séu til staðar með ræktun eða
smásjárskoðun á sýni sem tekið er á bólgusvæði,
innan við slímhúðarvarnir. Ræktun getur verið
bæði flókin og tímafrek.26 í aðeins 50% tilvika
ber ræktun árangur3 og stundum kemur enginn
vöxtur fram eða aðrar bakteríur ræktast með
og kæfa vöxt Actinomyces.3- 6 Smásjárskoðun
er næmari aðferð til greiningar en ræktun.26 í
smásjárskoðun er leitað að brennisteinskornum
(mynd 1) og rýnt í vefjaviðbrögð. Til að útiloka
aðrar orsakir og sýna fram á greinótta þræði
bakteríunnar má nota sérlitanir, til dæmis
Gramslitun, silfurlitun eða Giemsalitun (mynd 1).
Geislagerlabólga er sjaldgæfur sjúkdómur
sem erfitt er að greina. í þessari rannsókn hefur
faraldsfræði sjúkdómsins verið lýst hér á landi
á 24 ára tímabili. Tíðni sýkinga í grindarholi
fer vaxandi og tengist vafalítið lykkjunotkun.
Fjöldi sjúklinga með sýkingu í táragöngum kom
verulega á óvart en þær voru 14% af heildinni.
Mikilvægt er að hafa þessa sýkingu í huga
hjá sjúklingum með hægvaxandi, staðbundin
sýkingareinkenni, sérstaklega ef svörun við
hefðbundinni sýklalyfjameðferð er ófullnægjandi.
LÆKNAblaðið 2010/96 327