Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 60

Læknablaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 60
■ UMRÆÐAR O G FRÉTTIR HJARTABILUN Dagur hjartabilunar Evrópska hjartasjúkdómafélagið (ESC) hefur valið þann 8. maí sem alþjóðlegan dag þar sem vakin er athygli á og fræðslu miðlað til almennings og fagfólks um hjartabilun. Læknablaðið ræddi við Önnu G. Gunnarsdóttur hjúkrunarfræðing og Ingu S. Þráinsdóttur hjartalækni á göngudeild hjartabilunar á Landspítalanum við Hringbraut. Tilgangurinn var að fræðast um sjúkdóminn og sérhæfða starfsemi göngudeildar hjartabilunar á Landspítalanum. „Það hefur orðið mikil aukning í hinum vestræna heimi undanfarinn áratug á nýgengi hjartabilunar en horfur eru ekki góðar og frá greiningu alvarlegrar hjartabilunar er einungis um 50% lifun að fjórum árum liðnum og 25% lifun eftir 10 ár. Sjúkdómurinn er ein algengasta orsök sjúkrahúsinnlagna hjá 60 ára og eldri og endurinnlagnir eru innan árs hjá þriðjungi. Sýnt hefur verið fram á að um það bil 30% endurinnlagna tengjast lélegum félagslegum stuðningi," segir Inga í upphafi samtalsins. „Kostnaður sem heilbrigðiskerfi bera vegna hjartabilunar er hár og mikilvægt að lækka hann. Sérhæfðum göngudeildum fyrir sjúklinga með hjartabilun hefur því fjölgað víðast hvar í heiminum þar sem markmiðið er að draga úr innlögnum, fækka legudögum, hámarka lyfjameðferð og veita sérhæfða ráðgjöf um greiningu og meðferð," segir Anna. „Það er mikilvægt að greina hjartabilun á fyrstu stigum og hefja markvissa lyfjameðferð. Hjartaómskoðun gefur gleggsta mynd en einnig er segulómun notuð til greiningar auk fleiri rannsókna. Hjartabilun er langvinnur sjúkdómur sem á sér ýmsar orsakir, svo sem kransæðasjúkdóm, hjartsláttartruflanir, langvarandi háþrýsting, sykursýki og meðferðarúrræði önnur en lyfjameðferð eru sértæk. Markmið meðferðar miðar gjaman að því að viðhalda þeirri getu sem til staðar er hjá sjúklingnum og reyna að hægja á framgangi hjartabilunar. Sérhæfð meðferðarúrræði eru hjartadæla, gangráður/ Hávar bjargráður og hjartaskipti. Ljóst er að slík úrræði Sigurjónsson ciga ekki við hjá öllum hjartabilunarsjúklingum og eru notuð þegar slíkt er talið nauðsynlegt og mögulegt," segir Inga. Verulega skert lífsgæði Einkenni hjartabilunar eru flokkuð samkvæmt flokkunarkerfi NYHA frá stigi I-IV. „Lífsgæði sjúklinga á síðari stigum eru oft verulega skert og þörf er á nokkuð þéttu eftirliti og stuðningi. Einkenni geta versnað tímabundið og orðið mjög bráð með umtalsverðri vökvasöfnun og mæði. Ekki er endilega alltaf þörf á innlögn á sjúkrahús og göngudeild hjartabilunar hefur getað sinnt meðferð, svo sem lyfjagjöf í æð og annast eftirlit í kjölfarið," segir Anna. Göngudeildin hefur verið starfrækt frá árinu 2004 og hjúkrunarfræðingur stýrt starfseminni ásamt umsjónarlækni og öðrum hjartasérfræðingum eftir þörfum. Langflestir sjúklinga göngudeildarinnar eru í NYHA flokki III-IV. Skipulag starfseminnar miðar að því að veita sérhæfða hjartabilunarmeðferð og ein- kennaeftirlit auk þess sem þar er veitt víðtæk fræðsla um sjúkdóminn, einkenni, meðferð og ýmis réttindi sem við eiga í tengslum við Sjúkratryggingar íslands. Samvinna er við sjúkraþjálfara og næringarráðgjafa enda er slíkt nauðsynlegt fyrir þennan sjúklingahóp. Lagt er upp með 3-6 mánaða ferli fyrir sjúklinga þar sem lokið er við nauðsynlegar rannsóknir, meðferðarmarkmið sett, meðferð fínstillt og farið yfir fræðslu og félagslegar þarfir. Að þeim tíma liðnum er sjúklingur áfram í eftirliti á vegum síns læknis utan spítalans. Þó er alltaf ákveðinn hópur sjúklinga sem ekki útskrifast frá göngudeildinni, í flestum tilfellum eru það sjúklingar á stigi IV og einnig ef talið er að sjúklingur þurfi sértæk meðferðarúrræði innan tiltölulega skamms tíma. „Hjartabilunargöngudeildin sinnir sem sagt sérhæfðri uppvinnslu þeirra sjúklinga sem hugsanlega þurfa að gangast undir hjarta- skipti eða þurfa að fá ígrædda hjartadælu (HeartMatelI) eða önnur sértæk inngrip, svo sem hjartabilunargangráð (biventricular) og eða bjargráð," segir Anna. 372 LÆKNAblaðið 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.