Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 11
FRÆÐIGREINAR Eyrún Baldursdóttir1 læknanemi Lárus Jónasson2 sérfræðingur í meinafræði Magnús Gottfreðsson1-3 sérfræðingur í lyflækningum og smitsjúkdómum Lykilorð: geislagerlabólga, ígulmygla, lýðgrunduð rannsókn, greiningartöf. ’Læknadeild Háskóla íslands, 2rannsóknastofu í meinafræði, 3smitsjúkdómadeild Landspítala. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Magnús Gottfreðsson, lyflækningadeild Landspítala Fossvogi, 101 Reykjavik. magnusgo@landspitali. is RANNSÓKNIR Hin mörgu andlit geislagerlabólgu: Faraldsfræðileg rannsókn á íslandi 1984-2007 Ágrip Inngangur Inngangur: Geislagerlabólga (actinomycosis) er fátíð sýking sem orsakast af Actinomyces spp. sem lifa gistilífi í örveruflóru munnhols, melting- arvegar og æxlunarfæra kvenna. Sýklarnir geta við rof á slímhúð komist í dýpri vefi og valdið ígerðum sem torvelt er að greina og meðhöndla. Markmiðið var að kanna faraldsfræði og birtingar- mynd sýkingarinnar á Islandi. Efniviður og aðferðir: Gerð var afturvirk rannsókn á geislagerlabólgu greindri 1984-2007 á íslandi. Leitað var eftir ICD-greiningarkóðum og vefjasýnum með viðeigandi SNOMED-númerum. Klínískar upplýsingar fengust úr sjúkraskrám. Greiningarskilmerki í fimm liðum voru sett fram og þurftu sjúklingar að uppfylla tvö þeirra. Niðurstöður: Greiningarskilmerki uppfylltu 41 kona og 25 karlar, meðalaldur 45 ár. Nýgengi fyrri helming tímabilsins var 0,86/ár/100.000 en 1,17 á þeim seinni. Algengasti sýkingarstaður var höfuð og andlit (42%), grindarhol (32%), táragöng (14%), kviðarhol (11%) og brjósthol (2%). Greiningartöf var algeng, lengst liðu 8-9 ár frá fyrstu einkenn- um að greiningu (miðgildi 5 mánuðir) og var hún styttri hjá sjúklingum með sýkingu í grindar- eða kviðarholi en sýkingu í táragöngum (p=0,012). Enginn munur var á greiningartöf milli annarra hópa og enginn lést vegna sýkingarinnar. Ályktun: Þetta er fyrsta lýðgrundaða rannsóknin á geislagerlabólgu. Nýgengi eykst með hækkandi aldri og tími frá fyrstu einkennum að greiningu er oft langur. Geislagerlabólga (actinomycosis) er fágæt sýking. Hana orsaka gram-jákvæðar og loftfælnar eða smáloftsæknar bakteríur af ættkvíslinni Actinomyces spp. Á íslensku hefur sýkingin einnig verið nefnd ígulmygla. Nafngiftin actinomycosis endurspeglar það að áður var sýkillinn talinn til sveppa. Sex tegundir eru þekktar fyrir að valda geislagerlabólgu í mönnum og er A. israelii þeirra algengust. Actinomyces spp. lifa gistilífi í örveruflóru munnhols, meltingarvegar og æxlunarfæra kvertna.1 í langflestum tilvikum finnast einnig aðrar samverkandi bakteríur sem talið er að geri umhverfið hagfelldara fyrir annars máttlítinn ífarandi vöxt geislagerla.2 Undir venjulegum kringumstæðum valda geislagerlar ekki sýkingu, en við rof á slímhúð komast þeir í dýpri vefi og geta þá valdið hægfara langvinnum bólgum, djúpum ígerðum og bólguhnúðamyndun (granuloma).3 Um er að ræða þéttar fyrirferðir sem geta vaxið þvert á náttúruleg vefjamörk og myndað fistla inn í nærliggjandi hollíffæri eða til húðar. Auk þess getur sýkingin myndað meinvörp. í graftarútferð úr fistlum geta fundist brennisteinskorn (sulfur granules) en það eru þyrpingar af bakteríunni, gulhvítar að lit.3 Við smásjárskoðun má sjá að þær „geisla" í allar áttir (mynd 1). Brennisteinskorn þekkjast einnig í nókardíusýkingu (nocardiosis) og litmyglu (chromomycosis) .4 Fyrir tíð sýklalyfja var geislagerlabólga í mörtn- um algengur sjúkdómur.3 í dag er sýkingin hins Mynd 1. Vefjasýni tekið úr legi. A) Sjá má brennisteinskom og greinótta þræði geislagerlanna (Gram-litun). B) Brennisteinskorn (hematoxylin- og eosin-litun), yst á því má sjá Splendore-Hoeppli-fyrirbærið en það er próteinhjúpur sem litast eosinophitt og sést í geislagertabólgu og fleiri hægfara sýkingum. LÆKNAblaðið 2010/96 323
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.