Læknablaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 11
FRÆÐIGREINAR
Eyrún
Baldursdóttir1
læknanemi
Lárus
Jónasson2
sérfræðingur í meinafræði
Magnús
Gottfreðsson1-3
sérfræðingur í lyflækningum
og smitsjúkdómum
Lykilorð: geislagerlabólga,
ígulmygla, lýðgrunduð rannsókn,
greiningartöf.
’Læknadeild Háskóla
íslands, 2rannsóknastofu
í meinafræði,
3smitsjúkdómadeild
Landspítala.
Fyrirspurnir og bréfaskipti:
Magnús Gottfreðsson,
lyflækningadeild
Landspítala Fossvogi,
101 Reykjavik.
magnusgo@landspitali. is
RANNSÓKNIR
Hin mörgu andlit geislagerlabólgu:
Faraldsfræðileg rannsókn
á íslandi 1984-2007
Ágrip
Inngangur
Inngangur: Geislagerlabólga (actinomycosis) er
fátíð sýking sem orsakast af Actinomyces spp.
sem lifa gistilífi í örveruflóru munnhols, melting-
arvegar og æxlunarfæra kvenna. Sýklarnir geta
við rof á slímhúð komist í dýpri vefi og valdið
ígerðum sem torvelt er að greina og meðhöndla.
Markmiðið var að kanna faraldsfræði og birtingar-
mynd sýkingarinnar á Islandi.
Efniviður og aðferðir: Gerð var afturvirk
rannsókn á geislagerlabólgu greindri 1984-2007 á
íslandi. Leitað var eftir ICD-greiningarkóðum og
vefjasýnum með viðeigandi SNOMED-númerum.
Klínískar upplýsingar fengust úr sjúkraskrám.
Greiningarskilmerki í fimm liðum voru sett fram
og þurftu sjúklingar að uppfylla tvö þeirra.
Niðurstöður: Greiningarskilmerki uppfylltu 41
kona og 25 karlar, meðalaldur 45 ár. Nýgengi fyrri
helming tímabilsins var 0,86/ár/100.000 en 1,17 á
þeim seinni. Algengasti sýkingarstaður var höfuð
og andlit (42%), grindarhol (32%), táragöng (14%),
kviðarhol (11%) og brjósthol (2%). Greiningartöf
var algeng, lengst liðu 8-9 ár frá fyrstu einkenn-
um að greiningu (miðgildi 5 mánuðir) og var hún
styttri hjá sjúklingum með sýkingu í grindar- eða
kviðarholi en sýkingu í táragöngum (p=0,012).
Enginn munur var á greiningartöf milli annarra
hópa og enginn lést vegna sýkingarinnar.
Ályktun: Þetta er fyrsta lýðgrundaða rannsóknin
á geislagerlabólgu. Nýgengi eykst með hækkandi
aldri og tími frá fyrstu einkennum að greiningu er
oft langur.
Geislagerlabólga (actinomycosis) er fágæt sýking.
Hana orsaka gram-jákvæðar og loftfælnar
eða smáloftsæknar bakteríur af ættkvíslinni
Actinomyces spp. Á íslensku hefur sýkingin einnig
verið nefnd ígulmygla. Nafngiftin actinomycosis
endurspeglar það að áður var sýkillinn talinn
til sveppa. Sex tegundir eru þekktar fyrir að
valda geislagerlabólgu í mönnum og er A. israelii
þeirra algengust. Actinomyces spp. lifa gistilífi
í örveruflóru munnhols, meltingarvegar og
æxlunarfæra kvertna.1 í langflestum tilvikum
finnast einnig aðrar samverkandi bakteríur sem
talið er að geri umhverfið hagfelldara fyrir
annars máttlítinn ífarandi vöxt geislagerla.2 Undir
venjulegum kringumstæðum valda geislagerlar
ekki sýkingu, en við rof á slímhúð komast þeir í
dýpri vefi og geta þá valdið hægfara langvinnum
bólgum, djúpum ígerðum og bólguhnúðamyndun
(granuloma).3 Um er að ræða þéttar fyrirferðir
sem geta vaxið þvert á náttúruleg vefjamörk
og myndað fistla inn í nærliggjandi hollíffæri
eða til húðar. Auk þess getur sýkingin myndað
meinvörp. í graftarútferð úr fistlum geta fundist
brennisteinskorn (sulfur granules) en það eru
þyrpingar af bakteríunni, gulhvítar að lit.3 Við
smásjárskoðun má sjá að þær „geisla" í allar
áttir (mynd 1). Brennisteinskorn þekkjast einnig
í nókardíusýkingu (nocardiosis) og litmyglu
(chromomycosis) .4
Fyrir tíð sýklalyfja var geislagerlabólga í mörtn-
um algengur sjúkdómur.3 í dag er sýkingin hins
Mynd 1. Vefjasýni tekið úr legi. A) Sjá má brennisteinskom og greinótta þræði geislagerlanna (Gram-litun).
B) Brennisteinskorn (hematoxylin- og eosin-litun), yst á því má sjá Splendore-Hoeppli-fyrirbærið en það er próteinhjúpur
sem litast eosinophitt og sést í geislagertabólgu og fleiri hægfara sýkingum.
LÆKNAblaðið 2010/96 323