Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 24
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR Æskilegt að hjartalæknlr sendl heimlllslækni læknabréf Fjölgar ferðum til heimilislækna Fækkar ferðum til hjartalækna 13 Meiri fyrirhöfn fyrir mig Meiri kostnaðar fyrir mig Almenn ánægja Mynd 1. Viðhorf hjartasjúklinga (%) til tilvísanakerfis til sérfræðinga í hjartasjúkdómum. lýði hér á landi síðan árið 1984. I byrjun árs 2006 sögðu sérfræðingar í hjarta-sjúkdómum upp samningi þeim er þeir höfðu haft við Tryggingastofnun ríkisins (TR).18 Sjúklingar þurftu því að greiða fullt gjald fyrir þjónustu þeirra. í kjölfarið var ákveðið að TR endurgreiddi sjúklingum hlut TR að því tilskildu að þeim hefði verið vísað með formlegri tilvísun heimilislæknis til sérfræðings í hjartasjúkdómum. Reglugerð þess eðlis tók gildi 1. apríl 2006.18 Af þessu tilefni var hannað sérstakt tilvísanablað í sjúkraskrárforritinu Sögu (sem er notað fyrir heilsugæsluna á landsvísu) með reitum fyrir sjúkrasögu, lyfjanotkun, helstu sjúkdómsgreiningar og úrlausnir. Hluti þessara breyta er skráður með kerfisbundnum hætti fyrir rafræna úrvinnslu. Hér gafst því einstakt tækifæri til að rannsaka nánar áhrif af ákvarðanatökum af þessu tagi. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf sjúklinga til nýtilkomins tilvísanakerfis frá heimilislæknum til sérfræðinga í hjarta- sjúkdómum sem og að kanna hvort þessi breyting hafi leitt til faglegs ávinnings sem felst í auknu upplýsingaflæði milli heimilislækna og hjartalækna. Efniviður og aðferðir Árið 2007 var gerð rannsókn á tilvísunum til sérfræðinga í hjartasjúkdómum á Heilsu- gæslustöðinni Efstaleiti í Reykjavík. Stöðin þjónar um 11.000 íbúum sem mynduðu mögulegan markhóp fyrir tilvísun til hjartalækna. Allir starfandi sérfræðingar í hjartasjúkdómum á landinu mynduðu þann markhóp sem heimilislæknar gátu vísað til. Sjö heimilislæknar störfuðu á heilsugæslustöðinni Efstaleiti. Aflað var upplýsinga úr sjúkraskrám stöðvarinnar og með spurningalistum til sjúklinga sem vísað hafði verið til hjartalækna (hér eftir nefndir hjartasjúklingar) og allra starfandi heimilislækna á landinu. Þessi hluti rannsóknarinnar nær til úrvinnslu úr sjúkraskrám og spurningalistum til sjúklinga. Á tímabilinu 1. júní 2006 til 1. apríl 2007 fengu alls 344 einstaklingar tilvísun til sérfræðinga í hjartasjúkdómum frá heimilislæknum í Efstaleiti og mynda þann hóp sem skoðaður var með tilliti til samskipta, fjölda tilvísana og svarbréfa. Við eftirgrennslan árið 2007 náðist ekki í 20 þeirra (látnir, brottfluttir eða aðrar ástæður). Því var 324 boðið að taka þátt í spurningalistakönnun um viðhorf þeirra og reynslu af tilvísanakerfinu. Af þeim samþykktu 245 að fá senda spurningalista sem var síðan sendur til sjúklinga í september 2007, en þá var liðið rúmt ár frá því að ákvæði um tilvísun tók gildi. Svör bárust frá 209 þeirra (85% heimtur, 65% af öllum). Spurt var um kyn, aldur, hjúskaparstöðu, menntun, atvinnustöðu, búsetu og fjölskyldutekjur. Einnig var spurt um fjölda heimsókna til heimilislæknis, mat á eigin heilsu, viðhorf sjúklinga til tilvísanakerfis frá heimilislæknum til sérfræðinga í hjartasjúkdóm- um, kostnað, fyrirhöfn, ástæður, fjölda heimsókna til sérfræðinga í hjartasjúkdómum og hvort fólk hafi farið til þeirra án tilvísana. Úr sjúkraskrám voru sóttar upplýsingar fyrir árin 2005 til 2007 varðandi heildarfjölda samskipta skjólstæðings við heilsugæsluna, fjölda viðtala hjá heimilislækni, fjölda símtala og fjölda lyfjabeiðna. Einnig var skráður fjöldi tilvísana til sérfræðinga í hjartasjúkdómum og fjöldi læknabréfa sem borist höfðu frá sérfræðingum í hjartasjúkdómum. Tölfræðilegir útreikningar voru gerðir í Excel og SPSS. Notað var Kí- kvaðrat próf við tölfræðilegan samanburð á flokkunarbreytum og Stúdents-t próf við samanburð á samfelldum breytum. Marktækur munur var skilgreindur sem p<0,05. Fengin voru tilskilin leyfi hjá Persónuvernd (S3723/2008 og Tilvísun 2008010050) og yfirlækni Heilsugæslunnar í Efstaleiti. Rartnsóknin var kynnt Vísindasiðanefnd sem mat hana utan lagaramma nefndarinnar (bréf dagsett 2. maí 2007). Niðurstöður Mynd 1 sýnir hluta af svörum sjúklinga varðandi viðhorf þeirra til tilvísanakerfisins. Eins og sjá má á myndinni leggja sjúklingar áherslu á að hjartalæknar sendi heimilislækni læknabréf (89%, 95% öryggisbil 85,1- 93,5). Fjörutíu og einn af hundraði töldu að það fjölgaði ferðum þeirra til heimilislækna (95% öryggisbil 34,0-47,6). 336 LÆKNAblaðið 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.