Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 46
U M R Æ Ð U R V I Ð T A L V I Ð O G FRÉTTIR HEILBRIGÐISRÁÐHERRA í heilsugæslunni og jafnvel af öðrum en læknum. Öflug heilsugæsla tryggir yfirsýn og heildstæðari nálgun að þjónustu við einstaklinga og fjölskyldur í nærumhverfinu. Tilvísanakerfi verður hins vegar ekki tekið upp í skyndi því til þess að það sé hægt verður að efla heilsugæsluna og aðlögunartíminn verður því nokkur eftir að ákvörðun er tekin." Ráðuneytið hefur lagt til að allir sjúklingar sem fara í aðgerð á sjúkrastofnun komi í fyrstu skoðun á göngudeild viðkomandi spítala. Til þessa hafa sjúklingar ýmist komið á göngudeild eða farið til sérfræðings út í bæ til skoðunar eftir aðgerð. Hvers vegna er þetta lagt til? „Mér skilst að lengi hafi verið reynt að framfylgja þessu irmi á Landspítala til þess að tryggja faglegt eftirlit og öryggi og ráðuneytið styður það. Eins og nú er getur verið erfiðleikum bundið að fylgjast með því hvernig sjúklingnum reiðir af meðal annars vegna þess að sjúkraskrár eru ekki samtengdar. Þetta mun einnig spara Sjúkratryggingum töluverða fjármuni, um 80 milljónir á ári, og er liður í því að draga úr sérfræðikostnaði. Því verður ekki neitað að eitt erfiðasta verkefni okkar hér í ráðuneytinu er að finna leiðir til að draga úr sérfræðikostnaði. Satt að segja hefur okkur lítið miðað hingað til. Þó brugðust sérfræðilæknar vel við og frestuðu 2% hækkun frá 1. apríl til 1. júní og þannig gefst okkur tími til að finna leiðir í góðu samstarfi við Læknafélag Islands til að ná markmiðum fjárlaga í þessu efni. Þetta eru tveir milljarðar sem þarf að skera niður. Sex milljarðar fóru í greiðslur til sérfræðinga og í rannsóknir á þeirra vegum í fyrra en eiga að verða fjórir milljarðar í ár. A síðasta ári fór þessi kostnaður um sjö hundruð milljónir fram úr áætlun og því er niðurskurðurinn meiri en ella í ár. Þetta er ekki auðvelt en verður einfaldlega að takast. Eg hef óskað eftir því bréflega að einingaverð sérfræðiþjónustu verði lækkað um 10% og einnig að dregið verði eftir föngum úr kostnaði við rannsóknir og ég hef mætt skilningi á þessu erindi." Sameining stofnana og ráðuneyta Á það hefur verið bent og tekist á um það að með auknum niðurskurði hafi álag aukist á þeim sem standa vaktina; heilbrigðisstarfsfólk er sífellt krafið um meira en ber ekki meira úr býtum, jafnvel minna. „Þetta er alveg rétt. Álagið í dag er vissulega mikið en það er hins vegar ekki nýtt þó ástæð- urnar séu aðrar því til skamms tíma hefur skortur á mannafla verið viðvarandi á heil- brigðisstofnunum. Þá vil ég einnig benda á að dregið hefur úr eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu á undanförnum mánuðum og það á sér ýmsar skýringar. Minni fjárráð eiga hér áreiðanlega hlut að máli en eftir hrunið hægði líka á samfélaginu, umferðarslysum hefur fækkað svo eitthvað sé nefnt, og þetta er reyndar ekki einsdæmi á Islandi heldur klassískt kreppueinkenni." Er ekki minnkandi eftirspurn eftir þjónustu að einhverju leyti árangur vel heppnaðra forvarna undanfarin ár og áratugi og þá skammsýnt að draga úr forvörnum á krepputímum sem koma svo í bakið á okkur síðar? „Forvarnir eru mjög mikilvægar á kreppu- tímum en þar verður að forgangsraða ekki síður en annars staðar. Það var fallið frá áformum um skimun fyrir ristilkrabbameini sem Alþingi ákvað að hrinda af stað og átti að hefjast fyrir tveimur árum. Því var slegið á frest vegna kostnaðar og eftir hrunið var ljóst að ekki fengist fjármagn til þessa verkefnis. Vinnuhópur á vegum ráðuneytisins um forgangsröðun bólusetninga og skimana mælti með því að fyrst yrði hafin yrði bólusetning ungbarna gegn pneumókokkum eða lungnabólgubakteríum og vonast ég sannarlega til þess að við getum gert það á næsta ári. Öll hin Norðurlöndin hafa tekið upp bólusetningu gegn pneumókokkum. Bóluefnið sem nota á við lungnabólgubólusetninguna er þrettángilt og með því skapast forsendur til að bólusetja með miklum árangri gegn lungnabólgu. Langtímaáhrifin verða líka mikil því þessar sömu bakteríur valda til að mynda eyrnabólgu hjá bömum og það mun ekki lítið draga úr kostnaði við lyf og læknisþjónustu ef börnin eru ónæm fyrir þessum bakteríum. í Bandaríkjunum hefur þessi bólusetning verið í gangi í 10 ár og þar eru langtímaáhrif farin að skila sér í færri dauðsföllum eldra fólks vegna lungnabólgu. Bólusetningin dregur einfaldlega úr smithættunni fyrir alla, ekki bara börnin. Þetta er því gott dæmi um forvörn sem mun skila sér mjög fljótt í meiri lífsgæðum, betri heilsu, minna álagi og kostnaði fyrir heilbrigðisþjónustuna og þjóðarbúið í heild. Svona verðum við að fara í sparnaðinn, ekki spara eyrinn og kasta krónunni, heldur horfa til lengri tíma. Ég legg mikla áherslu á eflingu lýðheilsu og forvarna og liður í því er sameining landlæknisembættisins og Lýðheilsustofnunar sem verður vonandi af um næstu áramót. Við sjáum mörg sóknarfæri í því að þarna verði til öflug stofnun á sviði lýðheilsu, eftirlits og forvarna. Ríkisstjórnin hefur einnig á stefnuskrá sinni að sameina félagsmálaráðuneyti og heilbrigðisráðuneyti í eitt velferðarráðuneyti og hin nýja sameinaða stofnun mun verða einn af hornsteinunum sem byggt verður á." Mikilvægt að verja Landspítalann Landspítalinn gegnir tvíþættu hlutverki: þar er 358 LÆKNAblaðið 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.