Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 12
Efniviður og aðferðir FRÆÐIGREINAR Irannsóknir Mynd 2. Flæðiritið sýnir hvernig lokafjöldinn, 66 sjúklingar, varfenginn. í rauðu kössunum er fjöldi þeirra sem ekki voru teknir með í rannsóknina. í næst efslu línunni má sjá að 21 vefjasýni var ekki gilt í rannsóknina. Um var að ræða hálskirtla eða Actinomyces sem aðeins sást á yfirborði slímhúðar. Neðsti rauði kassinn stendur fyrir 24 tiifelli sem ekki töldust giid í rannsóknina, þar af uppfyiltu 11 ekki greiningarskilmerki, 12 voru ranglega skráð og í einu tilfelli fundusl engar upplýsingar í sjúkragögnum um téða sýkingu. vegar mjög sjaldgæf sem helst í hendur við aukna sýklalyfjanotkun, en sýkillinn er mjög næmur fyrir mörgum tegundum sýklalyfja.5 í Hollandi og Þýskalandi á sjöunda áratug síðustu aldar var nýgengi 1 tilfelli /100.000 íbúa á ári1 en 0,33 tilfelli á hverja 100.000 íbúa í Cleveland í Bandaríkjunum á níunda áratugnum.3 Af öllum staðsetningum geislagerlabólgu er háls og andlit algengust, eða 32-55%.6-7 f um 15% tilvika kemur sýkingin fram í brjóstholi'-5 en að- eins oftar í kviðarholi eða í 20-30% tilfella.1-6 Æ fleiri tilfelli af geislagerlabólgu í kviðarholi má rekja til útbreiðslu frá legi í framhaldi af lykkju- notkun.1 Það skýrir hvers vegna sýkingar í grind- ar- og kviðarholi virðast færast í vöxt á meðan sjúkdómurinn er á undanhaldi annars staðar.8 Aðrir sýkingarstaðir en þeir sem hér hafa verið nefndir eru sjaldgæfir. Þó ber að nefna sýkingar í miðtaugakerfi sérstaklega, en þær eru afar skæðar og eru jafnan tilkomnar vegna meinvarps eða út- breiðslu frá hálsi og andliti/ Á íslandi hefur sex sjúkratilfellum geislagerla- bólgu verið lýst.10-12 í ljósi þess að faraldsfræði sýkingarinnar hefur ekki verið rannsökuð hér á landi var ákveðið að kanna sjúkdóminn nánar með tilliti til faraldsfræði, klínískra einkenna, staðsetningar, meðferðar og afdrifa. Tafla I. Staðsetning sýkingar auk kynjaskiptingar og meðalaldurs. Einstaklingar % eftir staðsetningu Meðalaldur Staðsetning % af heild Konur Karlar Ár Háls og andlit 42% (28) 43% (12) 57% (16) 39 Táragöng 14% (9) 67% (6) 33% (3) 61 Brjósthol 2% (1) - 100% (1) 52 Kviðarhol 11% (7) 29% (2) 71 % (5) 48 Grindarhol 32% (21) 100% (21) - 44 Samtals 100% (66) - - 45 Sjúkratilfelli og skilgreiningar Leyfi fengust frá Vísindasiðanefnd og Persónu- vernd auk þess sem lækningaforstjórar á Land- spítala, Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, sjúkra- húsinu og heilsugæslustöðinni á Akranesi og Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði gáfu leyfi til að leita mætti í gagnagrunnum stofnananna. Leitað var afturvirkt eftir tölvuskráðum grein- ingarkóðum fyrir geislagerlabólgu (ICD-10 A42 og ICD-9 B39) á Landspítala, Akureyri, Akranesi og á ísafirði tímabilið 1984-2007. Á ísafirði var einungis hægt að leita tölvutækt til ársins 1994. Einnig var leitað eftir vefjasýnum með tölvuskráðum SNOMED-númerum (DOlll og E1070) hjá meinafræðideildum Landspítala og Akureyrar og á vefjarannsóknarstofunni Glæsibæ. Greiningartöf var skilgreind sem tíminn sem leið frá fyrstu einkennum þar til rétt greining fékkst. Klíntskar upplýsingar og vefjameinafræði Klínískar upplýsingar voru fengnar úr sjúkra- skrám sjúklinga auk þess sem haft var samband við um 20 lækna á stofum ef upplýsingar vantaði. Sýkingum var skipt niður eftir staðsetningu: a) á höfði og hálsi, b) í táragöngum, c) brjóstholi, d) kviðarholi og e) grindarholi. Sýkingar í tára- göngum voru ekki flokkaðar með sýkingum á höfði og hálsi þar sem þessir hópar voru um margt ólíkir. Öll vefjasýni voru yfirfarin til að staðfesta vefjameinafræðilega greiningu. Greiningarskilmerki Höfundar mótuðu greiningarskilmerki í fimm liðum fyrir þessa rannsókn og þurftu sjúklingar að uppfylla tvö þeirra. Nauðsynlegt var að það fyrsta sem hér er talið upp væri uppfyllt sem og eitt af hinum fjórum. 1. Nauðsynlegur þáttur. Smásjárskoðun eða ræktun sem sýnir fram á geislagerla í sýni sem tekið er innan við slímhúðarvarnir. 2. Auk þess einn af fjórum eftirfarandi þáttum: a) Klínísk einkenni, annaðhvort a) frá því líffæri sem sýnið er tekið úr, eða b) almenn einkenni um sýkingu ef engar aðrar skýringar eru líklegri. b) Myndrænar breytingar er benda til ífarandi sýkingar, fistilmyndunar eða ígerðar, eða sambærilegar breyt- ingar sem lýst er við rannsókn (exploration) eða aðgerð. c) Bólgubreytingar samkvæmt blóðrannsóknum sem ekki eiga sér aðrar skýringar. d) Aðskotahlutur á sýkingarstað. Úrvirinsla og tölfræði Upplýsingar um mannfjöldatölur sem notaðar 324 LÆKNAblaðið 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.