Læknablaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 53
UMRÆÐA O G FRÉTTIR
BRÉF TIL BLAÐSINS
5 mg af negulblómadufti sem er um 15%
negulolía.4 Það er því minna en eitt milligramm
af negulolíu í ráðlögðum dagsskammti. í hverri
töflu af Herbalifeline er einnig um eitt milligramm
og að hámarki níu milligrömm af neguldufti í
ráðlögðum dagsskammti. Ekki er mælt með þvi að
böm neyti RoseOx né Herbalifeline.
Mörg þúsund ára reynsla er af öruggri neyslu
græns tes sem heits drykkjar í Asíulöndum.
Nýlegar rannsóknir tengja eitrunarlifrarbólgu við
vörur sem innihalda seyði af grænu tei sem útbúið
er með leysi og inniheldur aukið magn af EGCG.5
Thermojetics ThermoCo inniheldur lítið magn
af vatnsseyði af grænu tei sem staðlað er miðað
við 13% styrk catechins. Það inniheldur ekki
aukið magn af EGCG og er því talið hættulaust. í
Herbalifevörum eru íðefni úr jurtaríkinu aðeins til
staðar í lágum styrk sem metinn er öruggur.
Það eru engar óskilgreindar eða ótilgreindar
jurtir í þessum vörum, eins og gefið var til
kynna í greininni í Læknablaðinu. Lækninum
sem rannsakaði málin var veittur aðgangur
að vöruupplýsingum um allar Herbalifevörur
sem seldar eru á Islandi, þar með talið
þeirra sem innihalda plöntuafurðir. Sama máli
gegnir um óháðar rannsóknir á hreinleika og
gæðum varanna. I rannsóknum hefur ekki
fundist skordýraeitur, kava eða pyrrolizidine
alkalíðar í Herbalifevörum og greinanlegur
vottur okratoxíns, aflatoxíns og þungmálma er
undir lágmarksviðmiðum. Herbalife leggur, sem
ábyrgur framleiðsluaðili, hér eftir sem hingað til
áherslu á alhliða og opið samstarf um mat á öllum
mögulegum aukaverkunum af neyslu Herbalife-
vara. Hlutlæg rannsókn á þessum tilfellum styður
það hins vegar ekki að það séu orsakatengsl á milli
nokkurrar Herbalifevöru eða íðefna þeirra við
eitrunarlifrarbólgu.
Iðefni úr plönturíkinu er að finna í Herbalife-
vörum í magni sem hættulaust er að neyta, þau
búa yfir andoxunareiginleikum og styðja við
eðlilega virkni líkamans og þau eru tilgreind
í merkingum í samræmi við öll gildandi lög.
Þessi íðefni eru ólík lyfjum, sem eru hreinsuð,
virk efnasambönd, sem gefin eru í stærri
skömmtum til þess að ná fram klínískum áhrifum.
Hins vegar innihalda vörur Herbalife fjölda
næringarefna sem styðja við heilbrigðan lífsstíl
á grundvelli jafnvægis í næringu og líkamlegri
virkni. Fyrirtækið markaðssetur hvorki vörur
sínar, né mælir með því þær séu notaðar sem lyf
við ákveðnum sjúkdómum.
Heimildir
1. Jóhannsson M, Ormarsdóttir S, Ólafsson S. Lifrarskaði
tengdur notkun á Herbalife 2010; 96:167-72.
2. Rochon J, Protiva P, Seef LB, et al. Reliability of the Roussel
Uclaf Causality Assessment Method for assessing causality
in drug-induced liver injury. Hepatology 2008; 48:1175-83.
3. Jellin JM, Gregory P, Batz F, et al. ritstjórar. Natural Medicines
Comprehensive Database. Stockton, CA: Therapeutic
Research Faculty; 2009.
4. Evrópuráðið. European Pharmacopeia 5.0, Vol. 2.
Evrópuráðið, Strassborg 2004.
5. Sarma DN, Barrett ML, Chavez ML, et al. Safety of green tea
extracts: a systematic review by the US Pharmacopeia. Drug
Saf 2008; 31: 469-84.
Svar við athugasemdum um Herbalife
í þessu hefti Læknablaðsins eru athugasemdir
frá talsmönnum Herbalife um grein okkar
„Lifrarskaði tengdur notkun á Herbalife" sem
birtist í marshefti Læknablaðsins á þessu ári.1
Við gerum eftirfarandi athugasemdir við þessa
umfjöllun.
A árunum 2007 og 2008 birtust greinar í
virtum tímaritum frá Sviss, Israel og Spáni
þar sem lýst var samanlagt 28 tilfellum af
eitrunarlifrarbólgu sem talin voru tengjast neyslu
vara frá Herbalife. I umræddri grein okkar var
lýst 5 tilfellum til viðbótar þannig að þau eru
orðin 33 talsins. í öllum þessum fjórum löndum
var beitt sambærilegum aðferðum og niðurstaðan
var sú sama, talið var líklegt að Herbalife
væri orsakavaldurinn. Talsmenn Herbalife gerðu
athugasemdir við greinarnar frá Sviss og ísrael2
sem voru að mestu leyti sams konar og hér eru
birtar en þeim athugasemdum var svarað í sama
hefti tímaritsins.
Mat á orsakatengslum áreitis (t.d. lyfs eða
fæðubótarefnis) og aukaverkana er flókið mál
og til að gera slíkt mat áreiðanlegra hafa verið
þróaðar aðferðir sem eru almennt viðurkenndar
meðal fræðimanna. Þær aðferðir sem einna mest
hafa verið notaðar eru kenndar við WHO og
RUCAM en síðarnefnda aðferðin er sérstaklega
miðuð við lifrarskaða. Eðli málsins samkvæmt
skiptir engu máli hvort hugsanlegur orsakavaldur
er lyf eða fæðubótarefni. Þessar aðferðir
byggja á gamalreyndum aðferðum við mat á
orsakatengslum sem eiga sér aldagamla sögu en
hafa þróast hratt síðustu 50 árin eða svo. Við mat
okkar á orsakatengslum Herbalife og lifrarskaða
var beitt þessum viðurkenndu aðferðum á eins
faglegan hátt og framast var unnt. Niðurstöðurnar
Magnús
Jóhannsson
læknir, prófessor í lyfjafræði
Sif Ormarsdóttir
meltingarlæknir
Sigurður
Ólafsson
meltingarlæknir
LÆKNAblaðið 2010/96 365