Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 44
U M R Æ Ð U R V I Ð T A L V I Ð O G FRÉTTIR HEILBRIGÐISRÁÐHERRA Skýr framtíðarsýn er mikilvæg Eru heilbrigðismál vinsælasti málaflokkurinn í stjórnsýslunni? Metaðsókn í embætti heilbrigðisráðherra virðist benda til þess. Fjórir ráðherrar á jafnmörgum árum. Kannski segja þessi tíðu ráðherraskipti þó gagnstæða sögu en hvort heldur sem er tók Álfheiður Ingadóttir við embættinu af flokksbróður sínum Ögmundi Jónassyni í fyrrahaust í kjölfar átaka innan ríkisstjórnarinnar sem lauk með því að Ögmundur sagði sig frá setu í ráðherrastólnum. Vinstri hreyfingin - grænt framboð hefur á stefnuskrá sinni að verja og viðhalda heilbrigðis- þjónustu á vegum hins opinbera og boðar jöfnuð allra þegna til góðrar og öruggrar þjónustu. Rekstur heilbrigðiskerfisins í skugga efnahagshruns og meðfylgjandi kreppu er kannski ekki eftirsóknarvert fyrir nokkurn stjórnmálaflokk en Álfheiður segir þó jákvætt að flokkur kvenfrelsis, félagshyggju og jöfnuðar skuli vera við stjórnvölinn í slíku árferði til að verja þjónustuna eftir því sem föng eru á, fremur en að sjónarmið frjálshyggju ráði ferðinni. „Ég hefði ekki viljað sjá Sjálfstæðisflokkinn stjórna velferðarmálum á niðurskurðartímum. Það er mjög mikilvægt að hlúð sé að innviðum þjónustunnar og heilbrigðiskerfið varið fyrir ágjöf þegar svo árar sem nú. Möguleikarnir á að bæta við þjónustuna og efla hana eru kannski ekki miklir einmitt núna en það skiptir gríðarlegu máli hvernig haldið er á heilbrigðisþjónustunni á niðurskurðartímum, jafnvel meira máli en á uppsveiflutímum." Það liggur pá beinnst við að spyrja ráðherrann um forgangsröðun, og hvaða þætti þjónustunnar hún telji mikilvægast að verja. „Meginmarkmiðið er að verja grunnþjónustuna þannig að við getum tryggt öfluga og góða þjónustu með jöfnum aðgangi fyrir alla, án mismununar vegna efnahags." Sérðu leið til að viðhalda þjónustunni með núverandi niðurskurði án þess að kostnaður sjúklinga aukist? „Ég tel það alveg ljóst að áframhaldandi niðurskurður á þessu ári og því næsta muni draga úr heilbrigðisþjónustunni. Biðlistar munu lengjast og aðgengi að þjónustu verður erfiðara. Það verður ekki hægt að mæta frekari niðurskurðarkröfum án þess að skerða ákveðna þjónustu og jafnvel loka einhverjum hlutum hennar. Aðalatriðið er þó að tryggja öryggi sjúklinga og að grunnþjónustan fái Hávar að standa svo hægt sé að efla hana að nýju þegar Sigurjónsson betur árar. Það er auðvelt að varpa kostnaðinum yfir á sjúklingana og það hafa verið gerðar margar tillögur um hækkun sjúklingaskatta. Við þeim höfum við ekki orðið nema að litlu leyti og þrátt fyrir 5% heildarhækkun á komugjöldum í fjárlögum þessa árs voru komugjöld í heilsugæslunni ekki hækkuð um síðustu áramót. Öll gjöld fyrir börn innan 18 ára aldurs voru felld niður á heilsugæslunni um áramótin og einnig komugjöld á bráða- og slysadeildir sjúkrahúsanna. Þetta er stefnumarkandi ákvörðun sem sýnir áherslu okkar á að tryggja að bamafjölskyldur hafi ömggan aðgang að grunnþjónustu án tillits til efnahags. Það skiptir gríðarlega miklu máli að hafa skýra framtíðarsýn á niðurskurðartímum og flatur niðurskurður er ekki málið. Það verður að forgangsraða og leggja áherslurnar rétt þannig að við búum í haginn fyrir framtíðina." Launalækkun snertir læknana mest Álfheiður segir að heilbrigðiskerfið hafi sannarlega mátt við sjálfsskoðun og gagnrýninni yfirferð á öllum kostnaðarliðum. „Niðurskurður síðasta árs tókst í rauninni án þess að þjónustan væri skert og án þess að brysti á með fjöldauppsögnum. Þetta ár verður hins vegar erfiðara og þá er viðbúið að eitthvað verði undan að láta. Hjá því verður ekki komist. Við höfum hins vegar gefið út skýr leiðarljós fyrir stjórnendur stofnana um hvernig standa skuli að niðurskurði. I fyrsta lagi að tryggja öryggi sjúklinga. í öðm lagi að verja störfin og forðast þannig uppsagnir í lengstu lög enda dugir ekki að velta kostnaði yfir á atvinnuleysistryggingasjóð eða sveitarfélögin. í þriðja lagi að jafna kjörin með því að verja lægstu launin en lækka hlutfallslega mest hæstu launin, sem snertir læknana mest." Eru læknarnir að þínu mati hin breiðu bök í heilbrigðiskerfinu ? „Það er staðreynd að eftir að bankarnir féllu er hvergi í okkar samfélagi meiri launamunur en í heilbrigðisþjónustunni. Þar var því eftir töluverðu að slægjast. Við erum auðvitað bundin af kjarasamningum lækna en til dæmis hafa verið gerðar breytingar á vöktum lækna og teknar af ýmsar fastar greiðslur. Þá hefur verið dregið úr stjórnunarkostnaði. Allt er þetta liður í því að geta uppfyllt skilyrðin um að verja störfin og skerða ekki lægstu launin." Við þessu hafa læknar brugðist með ýmsum hætti. Nokkur hópur hefur tekið sig upp og farið til starfa 356 LÆKNAblaðið 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.