Læknablaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 23
FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKNIR
Tilvísanir til hjartalækna.
Viðhorf hjartasjúklinga og samskipti lækna
Steinar
Björnsson1’2
í sérnámi í heimilislækningum
Jóhann Ág.
Sigurðsson23
heimilislæknir
Alma Eir
Svavarsdóttir1
heimilislæknir
Gunnar Helgi
Guðmundsson1
heimilislæknir
Lykilorð: tilvísanir, tilvísanakerfi,
heimilislæknar, samskipti lækna.
’Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins,
Efstaleiti,
2heimilislæknisfræði/
læknadeild HÍ,
3Þróunarstofu
heimilislækninga
Þönglabakka 1, Reykjavík.
Fyrirspurnir og
bréfaskipti:
Steinar Björnsson,
heilsugæslunni Efstaleiti 3,
103 Reykjavík.
steinarbjorns@gmail. com
Ágrip
Inngangur: Árið 2006 varð greiðsluþátttaka
sjúkratrygginga háð tilvísun heimilislækna til
hjartalækna. Tilgangur þessarar rannsóknar var
að kanna viðhorf sjúklinga til þessa tilvísanakerfis
og hvort breytingin hafi leitt til aukinna samskipta
í formi tilvísana og læknabréfa.
Efniviður og aðferðir: Árið 2007 var gerð rann-
sókn á tilvísunum frá heimilislæknum Heilsu-
gæslurtnar Efstaleiti, Reykjavík, til sérfræðinga í
hjartasjúkdómum. Skoðað var samskiptaform alls
344 einstaklinga sem fengu tilvísun til hjartalækna
á tímabilinu 1. júní 2006 til 1. apríl 2007. Þar af
samþykktu 245 að taka þátt í viðhorfskönnun
um aðdraganda tilvísunar, viðhorf til þessa
fyrirkomulags, kostnaðar og fyrirhafnar. Svör
bárust frá 209 (85%). Úr sjúkraskrá stöðvarinnar
voru jafnframt fengnar upplýsingar um fjölda
samskipta hjartasjúklinga við heilsugæslustöðina
og fjöldi læknabréfa á tímabilinu 2005 til 2007.
Niðurstöður: Meðalaldur sjúklinga var 72 ár
og kynjahlutfall jafnt. Níutíu prósent (95%
öryggisbil 85,7-93,9) töldu að tilvísanir leiddu til
meiri fyrirhafnar og eða auka kostnað. Áttatíu
og níu prósent (95% öryggisbil 85,1- 93,5) töldu
að hjartalæknir ætti að senda heimilislækni
læknabréf.
Heildarfjöldi læknabréfa frá hjartalæknum á
stofu til heimilislæknanna jókst úr 43 árið 2005 í
326 yfir allt árið 2007.
Ályktanir: Niðurstöður benda til þess að tilkoma
tilvísanakerfis hafi vakið óánægju meðal sjúklinga.
Tilvísanakerfi leiðir hins vegar til faglegs ávinnings
með gagnkvæmri miðlun þekkingar fagaðila um
sjúklinga sína sem er í samræmi við óskir þeirra
sjálfra og líklegt til að auka gæði þjónustunnar.
Inngangur
Enda þótt heilbrigðisþjónusta hafi tekið gríð-
arlegum breytingum á síðustu áratugum ber
flestum fræði- og áhrifamönnum á sviði heil-
brigðismála saman um að frumheilsugæslan
(primary health care) sé enn aðalburðarásinn í
heilbrigðisþjónustunni, þar sem fyrstu samskipti
læknis og sjúklings fara að jafnaði fram.1' 2
Ennfremur hafa rannsóknir sýnt að heilsugæslan
getur sinnt um 90% allra vandamála sem fólk
leitar með til heilbrigðisþjónustunnar og gegna
heimilislæknar þar lykilhlutverki.3"6 Þeir eru
jafnframt faglegir ráðgjafar sjúklinga sirtna um
hvert skuli leita utan heilsugæslunnar þegar
það á við.2' 3' 7' 8 I slíkum tilvikum vísa þeir
skjólstæðingum sínum til sérgreinalækna til
frekari greiningar eða úrvinnslu. Tilvísunum er
gjarnan fylgt úr hlaði með faglegum upplýsingum
úr fyrri sögu og síðan ætlast til þess að
viðkomandi sérgreinalæknir svari viðkomandi
starfsfélaga með greinargerð um athuganir sínar
og niðurstöður. Samskiptum af þessu tagi hefur
víða verið komið í ákveðinn farveg sem í daglegu
tali nefnist tilvísanakerfi. Sérgreinalæknar fá þá
greiðslu frá sjúkratryggingum ríkisins fyrir unnið
verk og læknabréf til heimilislæknis. Tilgangur
tilvísanakerfis getur einnig verið að draga úr
kostnaði og stytta biðtíma til sérgreinalækna.
Frá faglegu og fjárhagslegu sjónarmiði heil-
brigðisyfirvalda hefur tilvísanakerfi tengt
greiðsluþátttöku sjúkratrygginga verið notað til
að efla faglega vinnu og til að stýra slíku flæði.9'10
í mörgum nágrannalanda okkar er almenn
tilvísanaskylda, þar sem sjúklingum er vísað frá
heimilislækni til viðkomandi sérgreinalæknis og
sérgreinalæknir sendir síðan sérfræðiálit sitt til
baka. Misjafnt er hvernig slíkum kerfum er tekið
af leikum sem lærðum.1114 Almennt má segja að
þar sem framboð á sérgreinalæknum er gott og
biðtími stuttur er oftar óánægja með tilvísanakerfi
og þar virðist slíkt fyrirkomulag síður draga úr
kostnaði eins og til er ætlast.11'13-14 Fagleg staða
heimilislækna er talin sterkari þar sem tilvísanir
eru notaðar.3'7'11
Ailt frá upphafi almannatrygginga árið 1936
voru þar ákvæði um tilvísanir lækna.10,15 Árið 1984
urðu þáttaskil á þessum ákvæðum en þá var með
lögum felld úr gildi sú krafa að greiðsluþátttaka
sjúkrasamlags til samlagsmanna skyldi háð til-
vísun!6 Ákvæðið gilti í eitt ár til reynslu, en var
síðan framlengt. Endanleg niðurfelling tilvísana
var síðan samþykkt með lögum árið 1989.10-17
Eiginlegt tilvísanakerfi hefur því ekki verið við
LÆKNAblaðið 2010/96 335