Læknablaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 21
FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKN
aðgerðar vegna blæðinga sem í sumum tilvikum
hefði mátt meðhöndla með endurteknum gjöfum
mísóprostóls eins og nú er víða tíðkað.1-8 I þessu
sambandi er mikilvægt að samræma verklag svo
hámarksárangur náist og með meiri reynslu má
búast við að árangur verði hærri.
Tíðni fylgikvilla var lág og sambærileg við það
sem þekkist annars staðar og því sýnt fram á að
um örugga meðferð er að ræða og fyllilega hægt
að mæla með henni fyrir konur á Islandi.
Eins og búast mátti við fóru hlutfallslega
fáar konur í fóstureyðingu með lyfjum fyrstu
mánuðina enda um nýja meðferð að ræða og
meðferðin óþekkt hér á landi fram að því. í júlí
2006 varð skyndileg aukning í fjölda þeirra sem
völdu fóstureyðingu með lyfjum og hélst það
hlutfall lítið breytt út rannsóknartímabilið. Það
hlutfall, 21,6% að meðaltali, er í lægri kantinum
miðað við þau lönd sem við berum okkur saman
við. Ein ástæða fyrir því gæti verið sú að þar sem
konur á íslandi hafa hingað til aðeins haft kost
á fóstureyðingu með aðgerð í svæfingu hafi þær
fyrirfram ákveðnar væntingar þegar þær sækja
um fóstureyðingu og hafa ekki möguleika á að
spyrja einhverja nákomna sér ráða.
Helstu kostir þess að framkvæma fóstureyðingu
með lyfjum umfram aðgerð eru ýmsir. Til dæmis
er mögulegt að framkvæma fóstureyðingu fyrr
með lyfjum en óhætt er með aðgerð og árangurinn
er þeim mun betri því fyrr sem meðferðin er
veitt. Engin hætta er á rofi á legi líkt og er með
aðgerð og komist er hjá svæfingu og mögulegum
fylgikvillum hennar. Sýkingarhætta er minni en
við aðgerð.1 Möguleiki er á að veita meðferðina
án þess að innlögn komi til og jafnvel við innlögn
njóta konurnar meira næðis og hitta færri
heilbrigðisstarfsmenn en þegar aðgerð er gerð.
Að lokum hefur fóstureyðing með lyfjum minni
kostnað í för með sér en fóstureyðing með aðgerð.
Út frá framansögðu er því stefnt að því að
sem flestar þeirra kvenna sem uppfylla skilyrði
velji fóstureyðingu með lyfjum. Rannsóknir hafa
sýnt að meirihluti kvenna sem gangast undir
fóstureyðingu með lyfjum er ánægður með
meðferðina3 og eftir því sem fleiri hafa gengist
undir þá meðferð má búast við að hlutfallið aukist.
Heimildir
1. Danielsson KG. Medicinsk abort. Svensk Förening för
Obstetrik och Gynekologi - Arbets- och Referensgrupp för
Familjeplanering. Rapport nr 54: 2006; 27-41.
2. Stewart FH, Wells ES, Flinn SK, Weitz TA. Early Medical
Abortion: Issues for Practice. UCSF Center for Reproductive
Health Research «Sc Policy: San Francisco 2001; 1-21.
3. Bjorge L, Johnsen SL, Midboe G, et al. Early pregnancy
termination with mifepristone and misoprostol in Norway.
Acta Obstet Gynecol Scand 2001; 80:1056-61.
4. Ravn P, Rasmussen Á, Knudsen UB, Kristiansen FV. An
outpatient regimen of combined oral mifepristone 400 mg
and misoprostol 400 pg for first-trimester legal medical
abortion. Acta Obstet Gynecol Scand 2005; 84:1098-102.
5. Hamoda H, Ashok PW, Flett GM, Templeton A. Home self-
administration of misoprostol for medical abortion up to 56
day's gestation. J Fam Plann Reprod Health Care 2005; 31:
189-92.
6. Say L, Kulier R, Gíilmezoglu M, Campana A. Medical versus
surgical methods for first trimester termination of pregnancy.
Cochrane Database Syst Rev 2005: CD003037.
7. Geyman JP, Oliver LM, Sullivan SD. Expectant, medical, or
surgical treatment of spontaneous abortion in first trimester
of pregnancy? A pooled quantitative literature evaluation. J
Am Board Fam Pract 1999; 12: 55-64.
8. Dansk Selskab for Obstetrik og Gynækologi: Verklagsreglur
um fóstureyðingar með lyfjum á 1. þriðjungi meðgöngu.
www.dsog.dk/hindsgavl/Ab_med_guideltrim2005.pdf
Medical abortions - experience from the first 246 treatments in lceland
Objective: Medical abortion is a safe and effective
treatment and is increasingly being used for termination
of early pregnancy. In February 2006 medical abortion
became available to women in lceland. The purpose of
this study is to assess the efficacy of medical abortion
and evaluate whether it is a suitable alternative to surgical
abortion in lceland.
Material and methods: All eligible women (pregnancy <63
days, n=246) who chose medical abortion from February
2006 until July 2007 were included in the study. Data was
collected on those who needed surgical evacuation and on
other complications.
Results: The proportion of women who had medical
abortion was 17.4% (n=246/1171). Curettage was needed
in 8.9% of cases. Antibiotics were prescribed in 4.1 % of
cases and four women were admitted for complications
without need for evacuation (urinary tract infection=2,
bleeding=2), one woman was admitted to the intensive care
unit for 24 hours because of unexplained fever and one
woman needed blood transfusion.
Conclusion: The success rate of more than 90% is
comparable to what has been reported in other studies (92-
99%) and this treatment option has proven to be safe in our
settings. in total 17.4% of women opting for abortion had
a medical abortion compared to 50% in Sweden and 46%
in Denmark. With more experience and general awareness
of the possibilities of medical abortion the ratio is likely to
increase.
Agustsson Al, Jonsdottir K, Gudmundsson JA.
Medical abortions - experience from the first 246 treatments in lceland. Icel Med J 2010; 96: 331-3.
Key words: medical abortion, induced abortion, pregnancy termination, misoprostol, mifepristone, antiprogestin, prostaglandin analog.
Correspondence: Ágúst Ingi Ágústsson, agusagu@yahoo.com
>
tr
<
D
Cfl
X
<n
_i
o
z
u
Barst: 2. september 2009, - samþykkt til birtingar: 2. mars 2010
Hagsmunatengsl: Engin
LÆKNAblaðiö 2010/96 333