Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 19
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Fóstureyðing með lyfjum. Fyrstu 246 meðferðirnar á Islandi Ágúst Ingi Ágústsson1 í sérnámi í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum Kristín Jónsdóttir2 sérfræðingur í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum Jens A. Guðmundsson2 sérfræðingur í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum og innkirtlakvensjúkdómum Lykilorð: fóstureyðingar með lyfjum, meðgöngurof með lyfjum. ’Odense Universitetshospital, Óðinsvéum, Danmörku, 2 kvennasviði Landspítala Hringbraut. Rannsóknin var unnin á kvennasviði Landspítala Hringbraut. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Ágúst Ingi Ágústsson, Gynækologisk - Obstetrisk afdeling, Odense Universitetshospital, Sdr. Boulevard 29, 5000 Odense C, Danmörku aQusaau@vahoo.com Ágrip Tilgangur: Fóstureyðing með lyfjum er örugg og árangursrík meðferð og er í auknum mæli beitt sem fyrsta vali snemma á meðgöngu. I febrúar 2006 var byrjað að bjóða konum á Islandi slíka meðferð. Tilgangur rannsóknarinnar er að meta árangur af fóstureyðingum með lyfjum og kanna hvort þær séu heppilegur valkostur við aðgerðir á íslandi. Efniviður og aðferðir: Allar konur sem gengust undir fóstureyðingu með lyfjum frá febrúar 2006 til júlí 2007 og uppfylltu skilyrði (meðgöngulengd <63 dagar, n=246) voru teknar inn í rannsóknina. Safnað var upplýsingum um fjölda þeirra sem þurftu að fara í aðgerð og um aðra fylgikvilla. Niðurstöður: Hlutfall fóstureyðingar með lyfjum var 17,4% (n=246/1171) allra fóstureyðinga á kvennasviði Landspítala á rannsóknartímabilinu. Gera þurfti aðgerð í 8,9% tilfella. Sýklalyfjum var ávísað í 4,1% tilfella og fjórar konur voru lagðar inn vegna fylgikvilla án þess að gera þyrfti aðgerð (þvagfærasýking=2, blæðing=2), ein kona var lögð inn á gjörgæslu í einn sólarhring vegna óútskýrðs hita og ein kona þurfti blóðgjöf. Ályktun: Yfir 90% árangur er sambærilegur við það sem lýst hefur verið í öðrum rannsóknum (92-99%) og meðferðin reyndist örugg við okkar aðstæður. Aðeins 17,4% fóstureyðinga á tímabilinu voru með lyfjum samanborið við 50% í Svíþjóð og 46% í Danmörku. Með aukinni reynslu og almennri þekkingu um meðferðina má búast við því að hlutfallið muni hækka. Inngangur Notkun lyfja til að binda endi á þungun áður en fóstur verður lífvænlegt hófst eftir að prostaglandínafleiður voru þróaðar á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar.1 Prógesterón- andverkinn (antagonist) mífepristón (RU 486) var þróaður í Frakklandi og samþykktur til notkunar þar 1988.2 Með tilkomu mífepristóns varð fóstureyðing með lyfjum mun áhrifaríkari og öruggari en áður. í fyrstu var mífepristón notað eitt sér en með því að bæta prostaglandíni við fékkst mun betri árangur.1 Mífepristón stöðvar þungunina með því að hamla virkni prógesteróns3 en prostaglandínin mýkja leghálsinn og valda samdrætti í leginu svo innihald þess tæmist út.1 Sýnt hefur verið fram á góðan árangur að 63 daga meðgöngu (níu meðgönguvikur).2 Meðferð með mífepristón og mísóprostól (prostaglandín E2) saman hefur síðan verið notuð með öruggum hætti af milljónum kvenna um allan heim.2 Lyf eru notuð við 20% allra fóstureyðinga snemma á fyrsta þriðjungi meðgöngu í Englandi, 30% í Frakklandi, 60% í Skotlandi, 46% í Danmörku (Óðinsvé) og 50% í Svíþjóð.1'4-6 Á kvennasviði Landspítala var byrjað að nota mífepristón með mísóprostóli til fóst- ureyðinga í febrúar 2006, eftir að Lyfjanefnd og landlæknir höfðu gefið samþykki sitt til notkunar þess. Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna árangur af notkun lyfja við fóstureyðingar snemma á fyrsta þriðjungi meðgöngu (<9 meðgönguvikur) hjá konum á íslandi. Efniviður og aðferðir Eftir að leyfi landlæknis var fengið fyrir með- ferðinni var öllum konum sem sóttu um fóstur- eyðingu á kvennadeild og höfðu staðfesta meðgöngulengd s9 vikur (63 dagar) frá fyrsta degi síðustu blæðinga, og þar sem ekki fundust frábendingar fyrir notkun lyfjanna, boðið að velja milli lyfjameðferðar og legtæmingar með sogi í svæfingu (evacuatio uteri; hér eftir nefnt aðgerð) eftir ítarlega upplýsingagjöf um framkvæmd hvorrar aðferðar fyrir sig. Fengið var leyfi fyrir rannsókninni hjá Persónuvemd og Siðanefnd Landspítala. Upplýsingum um allar fóstureyðingar með lyfjum á fyrsta þriðjungi meðgöngu þá 18 mánuði sem rannsóknin náði yfir var safnað úr sjúkraskrám kvennasviðs Landspítala. Á þessu tímabili gengust 246 konur undir fóstureyðingu með lyfjum. Aldur kvennanna var á bilinu 16-45 ára (miðgildi 27 ár). Upplýsingum um meðgöngulengd, gang meðferðar, fylgikvilla og inngrip með aðgerðum var safnað. í fyrstu heimsókn fengu konurnar viðtal við félagsráðgjafa, hjúkrunarfræðing og lækni LÆKNAblaðið 2010/96 331
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.