Læknablaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 37
FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKNIR
blóðhags. Örvunarpróf eru sfðan notuð þegar
við á svo sem insúlínþolpróf til að meta skort á
kortisóli og vaxtarhormóni (GH). Að vissu marki
er möguleiki að styðjast við synacthen próf til að
meta kortisólskort við SH.21 Örvunarprófin eru
sérhæfðar rannsóknir gerðar af sérfræðingum í
innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum. Þá er einnig
mælt með segulómun af höfði meðal annars til
að útiloka æxli. Algengast er að segulómun sýni
tóman tyrkjasöðul, einkum ef SH greinist seint12,
i6, 17 en j bráðafasanum getur segulómmyndin
verið eðlileg. Megin mismunagreiningar við
SH eru blóðþurrð í kirtilæxli (adenoma) í
heiladingli sem hefur ekki áður gefið einkenni og
bólga í heiladingli (lymphocytic hypophysitis).
Mikilvægt er að greina á milli SH og blóðþurrðar
í kirtilæxli þar sem meðferð við kirtilæxli getur
verið aðgerð með brottnámi æxlisins þar sem
þrýstingi á svæðinu er létt.12-22 Heiladingulsbólga
er sjálfsofnæmissjúkdómur og er mun algengari
hjá konum en körlum. Meirihluti kvenna sem
fær sjúkdóminn fær hann á meðgöngu eða
eftir fæðingu. Engin tengsl eru við blóðtap og
blóðþrýstingsfall í fæðingu. Sjúkdómurinn hefur
áhrif á starfsemi heiladinguls og getur valdið
heiladingulsbilun.23-25
Meðferð
Meðferð beinist fyrst og fremst að uppbótarmeð-
ferð þeirra hormónaöxla sem eru skertir eins og
við heiladingulsbilun af öðrum toga. Mikilvægt
er að veita meðferð við ACTH skorti þar sem
afleiðandi kortisólskortur getur komið fram í
bráðaástandi eins og við kortisólkrísu sem er
lífshættuleg. Ef thyreótrópöxull er skertur er
mikilvægt að leiðrétta kortisólskort áður en
skjaldkirtilshormónameðferð hefst til að hindra
kortisólkrísu.26-27
Sjúkratilfelli
Greint er frá 38 ára konu sem var almennt hraust.
Hún var með vanstarfsemi á skjaldkirtli þar sem
áður hafði verið framkvæmt brottnám á skjaldkirtli
vegna kirtilæxlis og kvoðulausnarblöðru (colloid
cyst) og var á uppbótameðferð með levo-
thyroxinum. Hún var með sóra húðsjúkdóm og
tók lyf vegna brjóstsviða (rapebrazolum).
Hún var frumbyrja sem hafði átt eðlilega
meðgöngu og fæðing var framkölluð vegna
lengdrar meðgöngu eftir 41 viku og sex daga
meðgöngu. Framgangur fæðingar var eðlilegur.
Á þriðja stigi fæðingar sat fylgjan föst en var
losuð á fæðingarstofu. Áætluð heildarblæðing í
fæðingurtni var 600-700 ml. Daginn eftir fæðingu
Tafla I. Blóðrannsóknir við komu á slysa- og bráðadeild Landspitala.
Blóðrannsókn Niðurstöður Viðmiðunarmörk
Hbg 107 g/L 118-152 g/L
Na* 131 mmól/L 137-145 mmól/L
K» 4,0 mmól/L 3,5-5,0 mmól/L
TSH <0,01 mU/L 0,3-4,2 mU/L
(T4 20,3 pmól /L 12-22 pmól/L
Kortisól <1 nmól/L 200-700 nmól/L
mældist blóðrauði 76 g/L og fékk hún tvær
einingar af rauðkornaþykkni. Strax á fyrsta degi
eftir fæðinguna var hún þreytt, orkulítil, hafði
minnkaða matarlyst og átti í erfiðleikum með
brjóstagjöf þar sem mjólk kom ekki fram. Konan
útskrifaðist heim á þriðja degi eftir fæðinguna
en var endurinnlögð daginn eftir vegna óróleika
hjá barni og vandamála með brjóstagjöf þar sem
mjólkurframleiðsla var ekki hafin. Hún reyndi
brjóstagjöf í þrjár vikur með aðstoð ljósmæðra
en án árangurs og hætti þá með barnið á brjósti.
Einkenni ágerðust, hún megraðist og orkuleysi
jókst. Hún hafði kviðverki, ógleði, niðurgang og
kastaði upp. Hún fann fyrir miklu máttleysi og
hafði vöðva- og liðverki. Sem dæmi fór hún með
barnið í göngutúr en þurfti aðstoð til að komast
heim vegna orkuleysis og lýsti erfiðleikum við
að bera barnið upp stiga. Hún leitaði ítrekað til
lækna á heilsugæslu og kvennadeild Landspítala
fyrstu átta vikurnar eftir fæðinguna vegna
þessara einkenna. Við skoðun hjá læknum
á kvennadeild þremur vikum eftir fæðingu
voru teknar blóðprufur og meðal annars mæld
skjaldkirtilspróf sem sýndu lækkun á TSH 0,12
mU/L og vægt lækkað fT411,3 pmól/L. Blóðsykur
var lækkaður 3,5 mmól/L. Henni var ráðlagt að
auka skammt skjaldkirtilshormóna þar sem hún
hafði tekið lyfin óreglulega í kringum fæðinguna.
Tveimur mánuðum eftir fæðingu leitaði hún á
slysa- og bráðadeild Landspítala vegna versnandi
ástands, hún var örmagna, hafði lést um 20 kíló
auk fyrrgreindra einkenna.
Skoðun
Við komu á slysa- og bráðadeild mældist
blóðþrýstingur 95/50 mmHg og púls 65/mín í
liggjandi líkamsstöðu og blóðþrýstingur 103/71
mmHg og púls 109/mín í standandi líkamsstöðu.
Líkamshiti mældist 36,8°C og súrefnismettun
var 100% án súrefnis. Hún var mjög máttvana
en skoðun að öðru leyti án athugasemda. Eftir
skoðun var konan send á kvennadeild og reyndist
kvenskoðun eðlileg. Einnig var fengið viðtal
hjá geðlækni sem útilokaði þunglyndi og aðra
geðsjúkdóma sem orsök einkenna.
LÆKNAblaöið 2010/96 349