Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 47
UMRÆÐUR O G FRETTIR VIÐTAL V I Ð HEILBRIGÐISRÁÐHERRA rekið stærsta sjúkrahús landsins með öllu sem pví fylgir og þar er aðal mennta- og þjálfunarmiðstöð heilbrigðisstétta landsins. Á það hefur verið bent að með síauknum kröfum um sparnað og hraða þá líði kennsluþátturinn fyrir. Kennsla og þjálfun kalli á hægari yfirferð og meiri tíma. „Þetta er alveg rétt en ég vil fyrst segja að ég undra mig stundum á því að hversu margir sem standa utan spítalans, jafnvel talsmenn annarra sjúkrahúsa, hafa horn í síðu Landspítalans og telja hann gína yfir öllu. Landspítalinn er einstök stofnun í okkar heilbrigðiskerfi og gríðarlega mikilvægt að halda vel utan um hann. Við eigum að vera stolt af því að eiga háskólasjúkrahús sem uppfyllir með sóma þessar fjölbreyttu kröfur að vera kennslusjúkrahús, rannsóknasjúkrahús, bráðasjúkrahús og bæjarsjúkrahús fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Spítalinn þarf fyrir vikið að halda mörgum boltum á lofti, sem verður erfiðara þegar kreppir að. Landspítalinn er stærsta menntastofnun landsins og vissulega hefur niðurskurður komið niður á kennsluþætti stofnunarinnar, þannig að samdrátturinn er farinn að valda tappa í klínísku námi hjá heilbrigðistéttum. Þetta verður að passa alveg sérstaklega, ég hef af þessu áhyggjur og mun fylgjast vel með framvindunni. Við verðum að vera menn til að breyta áherslum ef þær eru beinlínis að vinna gegn markmiðum okkar." Arfleifð fyrri ríkisstjórna Einkarekstur og einkavæðing innan heilbrigðiskerfisins var eitt af meginmarkmiðum fyrri ríkisstjórna Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar. Þetta er blandaður búskap- ur sem þú tekur við. Er einkarekstur þér sérstakur þyrnir íaugum? „Við höfum langa hefð fyrir því í íslensku heilbrigðiskerfi að læknar og aðrar heilbrigðis- stéttir starfi sjálfstætt. Ég nefni sjúkraþjálfara sem dæmi. Ég hef ekkert á móti einkarekstri ef ákveðnum forsendum er fullnægt. Ég og minn flokkur höfum hins vegar margt að athuga við einkavæðingu í almannaþjónustu en gott dæmi um slíkt er tannlæknaþjónusta þar sem engir samningar hafa náðst og almenningur verður bara að greiða það verð sem upp er sett. Fyrri ríkisstjórn lagði áherslu á að einkavæða og útvista sem flestu og Heilsuverndarstöðin gamla er dapurlegt dæmi um hvernig til tókst í þeim efnum. En þegar lagt er til að ákveðin þjónusta sé einkavædd þá spyr ég þriggja spurninga: Verður þjónustan betri eða verri fyrir þann sem á að njóta hennar? Er úrræðið dýrara fyrir þann sem á að borga, það er ríkið, eða er það hagkvæmara? Og síðast en ekki síst: Verður starfsmönnum tryggð vinnuaðstaða og full réttindi samkvæmt lögum og reglugerðum? Ef svörin eru á þann veg að að þetta sé betra fyrir sjúklinginn og starfsmanninn og ódýrara fyrir ríkið þá geri ég ekki athugasemd. En það eru ekki mörg dæmi um slíkt. Það eru engin trúarbrögð að vera á móti einkarekstri en menn verða að vita hvað þeir eru að tala um." Viltu draga úr einkarekstri í heilbrigðisþjónustunni ? „Ég myndi gjaman vilja sjá hlut almanna- þjónustunnar efldan. Og koma böndum á kostnað við tannlæknaþjónustu, það er miður að hún skuli ekki vera hluti af almennri heilbrigðisþjónustu hér einsog víðast annars staðar." Áform eru uppi um að reisa einkasjúkrahús fyrir útlendinga í Mosfellsbæ og Reykjanesbæ. Hvernig samrýmist þetta hugmyndum þínum um að draga úr einkarekstri? „Ég tel nú í fyrsta lagi að hugmyndimar eða viðskiptamódelið sé ekki raunhæft. Ég á hreinlega eftir að sjá að þessar skýjaborgir verði að veruleika og að hingað flykkist útlendingar í liðskiptaaðgerðir eða fituaðgerðir eins og talað er um. En það verður væntanlega að koma í ljós. Einkasjúkrahús af þessu tagi yrði alltaf að reiða sig á bráðaþjónustu Landspítalans ef eitthvað kæmi uppá þannig að það gæti aldrei staðið algerlega utan við íslenska heilbrigðisþjónustu. Ég setti niður nefnd sem er að skoða áhrif og afleiðingar þessa, bæði hvað varðar lagalega umhverfið og einnig áhrif á rekstur okkar eigin heilbrigðiskerfis og með tilliti til mönnxmar. Ég tel að nú skipti meira máli að nýta þá aðstöðu, mannafla og búnað sem þegar er til staðar. Hér eru á milli 6-7 skurðstofur á Landspítalanum, Akureyri og Kraganum sem eru ekki fullnýttar. Við höfum verið að leita samninga við Grænlendinga, Færeyinga og Norðmenn um að veita þeim þjónustu því við höfum ekki efni á því að láta þetta standa autt og mér finnst nokkuð öfugsnúið að fara byggja nýjar skurðstofur við þessar aðstæður, hvað þá með aðkomu ríkissjóðs. Hættan í mínum augum er einnig sú að hér skapist tvöfalt kerfi þar sem þeir sem eiga peninga geti keypt sig inn á þessi sjúkrahús framhjá almenna kerfinu. Það er eitur í mínum beinum og ég mun seint stuðla að því að svo verði. Hins vegar er það ekki heilbrigðisyfirvalda að ákveða hvort hér verði opnuð einkasjúkrahús því þannig hefur verið gengið frá lögum. Þetta er eitt skýrasta dæmið um þá glímu sem við erum daglega í við arfleifð fyrri ríkisstjórna. Svokölluðum einkaframkvæmdum var gert hátt undir höfði, lagaumhverfið sniðið að þörfum markaðsaflanna - en eftir stóð að ríkið þurfti að punga út fyrir stórum hluta kostnaðar. Slíkar áherslur hugnast mér ekki, síst þegar öllu máli skiptir að tryggja aðgengi almennings að heilbrigðisþjónustu - en ekki að tryggja fjárfestum aðgang að ríkisfjárhirslunni." LÆKNAblaðið 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.