Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 13
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR voru við útreikninga á nýgengi voru fengnar á heimasíðu Hagstofu íslands, www.hagstofa.is. Samanburður á greiningartöf eftir sýkingarstað (þrír hópar) var gerður í SPSS með Kruskal- Wallis prófi, en samanburður milli tveggja hópa var gerður með Mann-Whitney prófi. Miðað var við tvíhliða p-gildi <0,05 til að munur teldist marktækur. Niðurstöður Alls 90 sjúkraskrár voru skoðaðar. Þar af töldust 24 tilfelli ekki tæk í rannsóknina vegna skorts á upplýsingum eða vegna þess að þau uppfylltu ekki greiningarskilmerki (mynd 2). Eftir stóðu 66 gild viðföng, 41 kona og 25 karlar og var meðalaldur þeirra 45 ár. Skiptingu í aldurshópa má sjá á mynd 3. Fjölmennasti aldurshópurinn var 35-54 ára. Skiptingu sýkinga eftir staðsetningu má sjá í töflu I. Sýkinguna var oftast að finna á hálsi og andliti (42%), í grindarholi (32%), táragöngum (14%), kviðarholi (11%) og loks brjóstholi (2%). I töflu I er einnig sýndur meðalaldur og kynjaskipting eftir sýkingarstað. Hæsti meðalaldurinn var hjá einstaklingum með táragangasýkingar. Allir sjúklingar með geislagerlabólgu í grindarholi voru konur. Nýgengi geislagerlabólgu var reiknað fyrir tvö 12 ára tímabil og reyndist svipað á þeim báðum. Á árunum 1984-1995 reyndist það vera 0,86/100.000 íslendinga á ári, en hækkaði í 1,17 á seinna tímabilinu, 1996-2007. Á seinna tímabilinu greindust átta af níu sjúklingum með sýkingu í táragöngum. Einnig var skoðað aldursbundið nýgengi sem eykst með hækkandi aldri, séu bæði tímabilin skoðuð saman (mynd 4). Ríflega helmingur (52%), eða 33 einstaklingar af 64 sem unnt var að meta, höfðu fengið ranga eða ófullnægjandi greiningu áður en til réttrar greiningar kom. Algengast var að læknar teldu að um krabbamein væri að ræða. í öllum tilfellum tengdum kviðarholi grunaði lækna í upphafi annað en geislagerlabólgu. í táragöngum var um ranga/ ónákvæma greiningu að ræða í 88% tilfella. Hjá 50 sjúklingum leið verulegur tími frá fyrstu einkennum að greiningu (miðgildi 5 mánuðir). í 14 tilfellum var engin töf auk þess sem upplýsingar þar að lútandi vantaði í tveimur tilfellum. Stysta tímabilið var 15 dagar, hjá sjúklingum með sýkingu í kviðarholi, en lengst hjá þeim sem voru sýktir í hálsi eða á andliti (8-9 ár). Á mynd 5 er tímalengd frá einkennum að greiningu skoðuð eftir mismunandi sýkingarstöðum. Greiningartöf var mislöng eftir hópum (p=0,034, Kruskal- Wallis próf). Ekki var munur á greiningartöf milli 40% 36% 30% ? 25% | 20% | 15% 10% 5% 0% Mynd 3. Hlutfallsleg skipting rannsóknarhópsins í aldurshópa. Tölurnar ofan við súlurnar vísa ífjölda einstaklinga í hverjwn aldurshópi. 0-15 ára 16-34 ára 35-54 ára 55-74 ára 75 ára og eldri Aldurshópar 0-15 éra 16-34 ára 35-54 óra 55-74 éra 75éraogeldri AMurshófMr —•—1984-1995 -■— 1996-2007 b*öi tirrabiin Mynd 4. Aldursbundið nýgengi ífimm aldurshópum skoðað yfir allt rannsóknartímabilið og á tveimur 12 ára tímabilum. Nýgengifyrirfyrri helminginn er sýnt með blárri línu, en bleikri línufyrir seinni helminginn. Gula línan sýnir aldursbundið nýgengifyrir tímabilið í heild sinni. 15 til 30 d 2til4mán 4+til6mán 6+til12mán 1+W2ár 2+bl 4 ár Sároglengur Greiningartöf (timabil) ■Gnndartiol ■ Kviðartiol DBrjósthol ■Táragðng ■Háls og andlit sjúklinga sem fengu sýkingu á höfði eða hálsi borið saman við kviðar- eða grindarhol (p=0,315, Mann-Whitney próf), eða táragöngum borið saman við sýkingar á höfði eða hálsi (p=0,086), en sýkingar í kviðar- eða grindarholi greindust marktækt fyrr en sýkingar í táragöngum (p=0,012 með Bonferroni-leiðréttingu). Um helmingur sjúklinga fékk upphafsmeðferð með sýklalyfi í æð (meðallengd meðferðar 13 dagar, miðgildi 11 dagar). Um 92% sjúklinga fengu sýklalyf um munn, að meðaltali í tæplega fjóra mánuði (meðaltal 107 dagar, miðgildi 42 dagar). Mynd 5. Samband milli greiningartafar og sýkingarstaðar. LÆKNAblaðið 2010/96 325
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.