Læknablaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 55
U M R Æ Ð A
O G FRÉTTIR
VERÐLAUN
Anna Kristín Höskuldsdóttir mcS verðlaun sín. Ljósm: Inger H. Bóasson, Landspítali.
Hvatningarverðlaun Jónasar
Magnússonar 2010
Kári Hreinsson
Tómas
Guðbjartsson
Þann 19.-20. mars síðastliðinn var í 12. sinn haldið
sameiginlegt vísindaþing Skurðlæknafélags Is-
lands (SKÍ) og Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags
íslands (SGLÍ). SGLÍ átti 50 ára afmæli og nýtt
aðsóknarmet var slegið, hátt í 400 manns mættu,
læknar, hjúkrunarfræðingar og læknanemar.
Kynnt voru rúmlega 50 vísindaerindi og sjö
erlendir fyrirlesarar héldu fyrirlestra.
Einn helsti viðburður þingsins var keppni um
besta vísindaerindi unglæknis eða læknanema.
Þar öttu kappi fjórir deildarlæknar og tveir
læknanemar. Hlutskörpust var Anna Kristín
Höskuldsdóttir, læknanemi á fjórða ári, með
verkefnið Meinafræðileg eitlastigun brjóstakrabba-
meins við Landspítala 2000-2007 og hlaut því
Hvatningarverðlaun Jónasar Magnússonar pró-
fessors árið 2010.
Ágrip erinda þingsins komu út sem fylgirit með
Læknablaðinu og eru á heimasíðu blaðsins.
Læknadagar 2011
Undirbúningur er hafinn fyrir Læknadaga sem haldnir verða á Nordica Hilton 24.-28. janúar 2011.
Gengið verður frá stærstum hluta dagskrár í byrjun sumars og eru þeir sem vilja leggja til efni beðnir að senda
hugmyndir að dagskráratriðum fyrir 20. maí nk. til Margrétar Aðalsteinsdóttur, Fræðslustofnun lækna,
á netfangið magga@lis.is
Nauðsynlegt er að fram komi hvort óskað er eftir þátttöku Fræðslustofnunar við að greiða kostnað fyrir erlendan
fyrirlesara.
LÆKNAblaðið 2010/96 367