Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 64

Læknablaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 64
UMRÆÐA O G FRÉTTI RÖNTGENLÆKNAR R Frá vinstri: Baldur F. Sigfússon, Einar H. Jónmundsson, Jón L. Sigurðsson og Kristján Sigurðsson. A myndina vantar Pedro Riba. Ágústa Andrésdóttir tók myndina. Heiðursfélagar meðal röntgenlækna Maríanna Garðarsdóttir formaður FÍR Á félagsfundi Félags íslenskra röntgenlækna (FÍR) þann 3. febrúar síðastliðinn voru fimm félagar einróma kjörnir heiðursfélagar. Þetta voru þeir Baldur F. Sigfússon, Einar H. Jónmundsson, Jón L. Sigurðsson, Kristján Sigurjónsson og Pedro Riba. Allir hafa þeir á starfstíð sinni unnið sér inn orðstír vegna vísindalegrar vinnu í myndgreiningarfræðum og/eða stuðlað að framgangi þeirra skv. 7.gr laga félagsins. Þeir hafa allir verið frumherjar í myndgreiningu á Islandi. Svo stiklað sé á stóru er Baldur sérhæfður í mammographiu og var yfirlæknir röntgendeildar Krabbameinsfélags íslands frá stofnun þess í janúar 1985. Baldur hefur verið mjög virkur í norrænu samstarfi og var til dæmis ritari 50. Norræna þingsins 1992 og svo forseti 55. Norræna þingsins árið 2002. Hann sat einnig í stjórn Stiftelsen Acta Radiologica 1989 til 1996 sem varamaður og svo aðalmaður frá 1996 og var formaður 1997-98. Hann hefur einnig verið verið mjög virkur í kennslu- og vísindastörfum sem og ritstörfum og varð dósent í geislagreiningu við læknadeild HÍ1984 og aðjúnkt frá 1997. Einar er sérhæfður á sviði æðaþræðinga og inngripa og starfaði sérstaklega við hjartarannsóknir og kransæðaþræðingar frá 1977 til 2002. Hann var einn af máttarstólpum deildarinnar við Hringbraut þar til harm lét af störfum á sjötugsafmælisdaginn 27. febrúar 2009. Einar var gjaldkeri Norræna þingsins 1982. Jón er sérhæfður í myndgreiningu tauga- kerfisins og æðaþræðingum og var yfirlæknir á Landspítala frá september 1974 til október 2000. Jón var ritari 31. Norræna þingsins sem og á 40. þinginu. Jón var stofnfélagi og aðalmaður í stjórn Nordisk Forening for Neuroradiologi og er heiðursfélagi í NFMR-Norræna félaginu. Kristján er sérhæfður í myndgreiningu sogæðakerfisins og hefur mikla reynslu af myndgreiningu stoðkerfisins. Kristján hefur lengi verið einn af máttarstólpum deildarinnar í Foss- vogi og verið mikilvirkur í kennslu, ekki síst kennslu verðandi röntgenlækna. Pedro er sérhæfður í myndgreiningu bláæða- kerfisins. Hann starfaði fyrst á Landspítala en svo á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, síðast sem forstöðulæknir. í setu sinni í stjórn FÍR stóð hann fyrir mjög öflugu fræðslustarfi. Það var því mikill heiður og ánægja að bera upp þessi nöfn til kjörs heiðursfélaga FÍR og bættust þeir í hóp þeirra heiðursfélaga sem fyrir eru en það eru Gísli Fr. Petersen, Brian Worthington, Kolbeinn Kristófersson, Ásmundur Brekkan, Henrik Linnet og Örn Smári Amaldsson. 376 LÆKNAblaðið 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.