Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.2010, Page 13

Læknablaðið - 15.07.2010, Page 13
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR Sjúkraskrár Ur sjúkraskrám sjúklinga fengust upplýsingar um hvenær meðferð hófst, í flestum tilfellum hversu lengi hún stóð og gegn hverju var afnæmt. Ekki lágu fyrir nákvæmar upplýsingar um hvaða efni voru notuð við afnæminguna. Árangursmat Spumingalisti var lagður fyrir þátttakendur þar sem spurt var um fyrra heilsufar, ættarsögu um ofnæmi eða astma meðal fyrstu gráðu ættingja, það er böm, foreldrar eða systkini, ofnæmislyfjanotkun, ofnæmiseinkenni og einstaka áhættuþætti astma og ofnæmis. Jafnframt var sérstök áhersla lögð á hugsanlegar hliðarverkanir meðferðarinnar. Við mat á virkni meðferðarinnar var lögð áhersla á einkenni ofnæmis. Þátttakendur svöruðu spumingum með einkunnagjöf á sjónrænum skala (visual analog scale) þar sem 0 táknaði engin einkenni, og 10 verstu mögulegu einkenni sem þátttakandi hafði haft fyrir meðferð. Þátttakendur sögðu einnig til um hvort þeir álitu sig vera einkennalausa, betri, óbreytta eða verri. Við mat á árangri var tekið mið af tveimur tímapunktum; I. strax að meðferð lokinni og II. við eftirfylgd þegar þátttakendur svöruðu spum- ingalista. Húðpróf Þátttakendur voru húðprófaðir með pikkprófi fyrir vallarfoxgrasi (Phleum Pratense), birki (Betula Verrucosa), köttum og rykmaurum (Dermatophagoides farinae, Dermatophagoides pteronyssinus). Allir ofnæmisvakar voru af gerðinni Soluprick og fengnir frá ALK-Abelló® í Horsholm, Danmörku. Stærð þinu (wheel) og roða (flare) var mælt í millimetrum (mm). Auk þess var svörun við jákvæðu (histamín) og neikvæðu (burðarefni án ofnæmisvaka) viðmiði mæld. Svörun a3 mm var metin sem jákvæð, en <3 mm neikvætt). Tölfræði Auk hefðbundinna tölfræðilegra útreikninga var tvíhliða Wilcoxons t-prófi beitt. Kí-kvaðrat próf var notað við samanburðarmat á hópum. Allar niðurstöður þar sem p-gildi var minna en 0,05 voru álitnar marktækar. Notast var við SPSS tölfræðiforritið. Rannsóknin var gerð í samræmi við ákvæði Helsinkisáttmálans um vísindarannsóknir á mönnum og samþykkt af Vísindasiðanefnd og Persónuvernd. Niðurstöður Á 30 ára tímabili (1977-2006) hófu 289 einstak- Mynd 1. Flæðirit sem lýsir hvernig lokafjöldi sjúklinga, 128, varfenginn. í rauðu kössunum er fjöldi þeirra sem ekki tók þátt í rannsókninni. (n=i38) (n=84) (n=39) Landspítala. Tölur í sviga tákna fjölda í hverjum hópi. 1977-1981 1982-1986 1987-1991 1992-1996 1997-2001 2002-2006 (n=123) (n=31) (n=31l (n=30) (n=0) (n=74) Vallarfoxgras Birki Kettir Rykmaur Annað* ’Hundar, hestar, geitungastungur. Mynd 3. Fjöldi (sýnt sem hluti afheild (%)) sem hóf afnæmismeðferð á göngu- deild astma og ofnæmis á Landspítala á hverju 5 ára tímabilifrá 1977-2006. Tölur innan sviga tákna fjölda einstaklinga. Mynd 4. Fjöldi afnæmdra gegn mismunandi ofnæmisvökum. lingar, 164 karlar og 125 konur, afnæmingu á göngudeild astma og ofnæmis, fyrst á Vífilsstöðum sem síðar varð hluti Landspítala. Skiptingu í aldurshópa má sjá á mynd 2. Fjölmennasti aldurshópurinn var 11-20 ára. í töflu I koma fram lýðfræðilegar upplýsingar um þátttakendur í rannsókninni. LÆKNAblaðið 2010/96 465

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.