Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2010, Síða 26

Læknablaðið - 15.07.2010, Síða 26
FRÆÐIGREINAR SJÚKRATILFELLI Mynd 4 a, b. (a) Mynd afneöri útlimum tekin ífebrúar 2008, tæplega fjórum vikum eftir innlögn vegna rnikls bjúgs á útlimum (sjá texta). Þráttfyrir kröftuga þvagræsilyfjameðferð er bjúgur enn til staðar, sérstaklega áfótleggjum. Einnig sjást stasabreytingar áfótum. (b) Mynd tekin ári eftir aðgerð. Bjúgur er nánast horfinn afútlimum en stasabreytingar á húð enn áberandi á fótleggjum. mismunagreiningar eru því margar. Má þar nefna hjartabilun vegna hjartavöðvasjúkdóms eða lokuleka, hjartaþröng (cardiac tamponade) Mynd 5. Mynd lir aðgerð sem sýnir hart og þykknað gollurshús í tangarkjaftinum. Fyrir miðri mynd er hægri slegill hjartans. og þrýstiloftbrjóst.11 Hjá okkar sjúklingi var Kussmaulsteikn til staðar með pulsus paradoxus sem þó sést oftar hjá sjúklingum með hjartaþröng en trefjagollurshús.3 Lífeðlisfræði Gollurshús er þunnur en sterkur sekkur, samsettur úr tveimur lögum; háluhjúp (pericardium visceralis) sem liggur þétt að yfirborði hjartans, og trefjasekk (pericardium parietalis) sem er utar. Undir eðlilegum kringumstæðum kemur gollurshúsið í veg fyrir núning við hreyfingar hjartans og getur gefið eftir í hlébili. Þetta gerir báðum sleglum kleift að þenjast út og fyllast. Við trefjagollurshús hindrar stíft gollurshúsið að sleglarnir geti þanist út og að hjartað fyllist með eðlilegum hætti. Þetta veldur því að dæluvirkni hjartans skerðist.5'12'13 Við eðlilegar aðstæður minnkar innöndun þrýst- ing í brjóstholi, lungnablóðrásinni og sleglum hjartans. Sá þrýstingsmunur sem er á milli vinstri hluta hjartans og lungnabláæðanna breytir hins vegar ekki því að þrýstingurinn fellur jafnt á báðum stöðum. Hjá sjúklingi með trefjagollurshús verða engar öndunartengdar breytingar á þrýst- ingi í sleglum, en það sama á ekki við um lungna- blóðrásina. Við innöndun lækkar því þrýstingur í lungnabláæðum en helst óbreyttur í vinstri slegli. Það veldur því að minna rúmmál streymir um míturlokuna og yfir til vinstri slegils í hlébili. Þar sem sleglamir eru nú háðir hvor öðrum eykst að sama skapi rúmmál hægri slegils. Við þetta flyst sleglaskilveggur meira til vinstri og flæðishraði í hlébili í lifrarbláæðum og yfir þríblöðkulokuna eykst við innöndun. Við útöndun verður hins vegar aftur aukið innstreymi inn í vinstri slegil en minnkað til þess hægri.13'16 Greining Á venjulegri röntgenmynd af brjóstholi sjást kalkanir í gollurshúsi hjá um þriðjungi sjúklinga. Þessar kalkanir em sterk vísbending um trefjagollurshús, svo fremi sem einkenni hægri hjartabilunar eru til staðar.3 Á tvívíddar hjartaómun sést oft þykknað gollurshús, óeðlileg hreyfing á sleglaskilvegg og bakveggur vinstri slegils er flatur í hlébili. Vinstri gátt er iðulega stækkuð, öndunartengdar breytingar á stærð slegla áberandi og neðri holæð (vena cava inferior) er þanin. Með M-tækniómun er dæmigert að sjá merki um hindrun á innflæði í vinstri slegli í hlébili. Sést þetta best sem brattur E-F halli á hreyfiómriti míturlokunnar. Einnig sést snemma í hlébili snögg fram- og afturhreyfing á sleglaskilvegg sem svarar til svokallaðs „pericardial knock" á 478 LÆKNAblaðiö 2010/96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.