Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2010, Síða 45

Læknablaðið - 15.07.2010, Síða 45
UMRÆÐA 0 G FRÉTTIR HAGRÆÐING: AF LÆKNADÖGUM hefur þurft á sömu þjónustu sama starfsfólks að halda og sá sem útskrifaðist! Þetta fyrirkomulag verður að teljast einstætt. Það var víst þróað þegar tilteknum deildum Kópavogshælisins fyrir þroskahamlaða var lokað á sínum tíma. Kleppi hefur hins vegar ekki verið lokað og stendur ekki til að loka þar, heldur reyna fremur að efla virka endurhæfingu fyrir einstaklinga með geðrofssjúkdóma. Á mannamáli þýðir þetta að segja þarf upp tveim starfsmönnum á Kleppi eða hagræða sem því nemur fyrir hverja þrjá sjúklinga sem útskrifast af Kleppi í húsnæði á vegum Straumhvarfaverkefnisins. Það var þó aldrei yfirlýst markmið verkefnisins að skera niður á geðsviði, en væntanlega hafa ekki fengist nægar fjárveitingar í góðærisfjárlögum áranna 2006 og 2007 til að standa undir verkefninu og því gripið til þessa örþrifaráðs. Þetta fráleita fyrirkomulag hefur eftir því sem ég best veit verið tekið upp við alla sitjandi ráðherra félagsmála og heilbrigðismála frá því það var handsalað af Siv Friðleifsdóttur, þáverandi heilbrigðisráðherra, og Magnúsi Stefánssyni, þáverandi félagsmálaráðherra, veturinn 2006 til 2007, en án árangurs. Sú upphæð sem þegar hefur tapast varanlega úr rekstrargrunni geðsviðs vegna Straumhvarfaverkefnisins er nálægt 60 milljónum, en á eftir að hækka og nema um 100 milljónum að lokum. Enginn hefur þó greint frá þessari skerðingu opinberlega enn. Það vekur einnig athygli okkar yfirlækna á geðsviði að spamaðarkrafa á sviðinu var talsvert meiri en á öðrum klínískum sviðum Landspítala á síðasta ári. Sviðið hefur verið rekið á pari í mörg ár. Því miður virðist fylgja slíkri hagstjórn svokallaður rússneskur bónus sem felst í því að hagstjómarverðlaunin em meiri niðurskurður en hjá sviðum sem ekki hafa haldið sig innan fjárheimilda. Þetta er þó engin nýlunda á Landspítala. Með öðmm orðum hefur verið hagfellt fyrir einstök svið í gegnum árin að útkomuspá ársins sé slök til að spamaðarkrafa verði lægri en hjá sviðum sem hafa sýnt meiri ábyrgð í rekstri. Á geðsviði hefur verið hagrætt á ýmsa vegu á síðustu árum. Nýverið var felld niður bundin vakt deildarlækna á Kleppi og bakvakt sett inn í staðinn. Opnunartími bráðamóttöku geðsviðs við Hringbraut var styttur um um það bil helming 1. apríl síðastliðinn, úr 15 tímum á sólarhring á virkum dögum í 7 tíma og um helgar frá 9 klukkustundum í 4. Neyðarþjónusta er þó veitt allan sólarhringinn. Kreppan leiddi til betri mönn- unar hjúkrunarfræðinga í dagvinnu og minni starfsmannaveltu þeirra, sjúkraliða og ófaglærðra starfsmanna. Einnig hefur tilvist vamarteymis þjálfaðra starfsmanna á bráðamóttökudeildum á Hringbraut sparað talsvert í mönnunarmódelum bráðamóttökudeildanna. f sumar verður í fyrsta sinn í heilan áratug reynt að spara með því að loka einni bráðamóttökudeild af þremur (32A, 32C og 33C) í þrjár vikur að sumarlagi, frá 8. júlí til 3. ágúst. Starfsfólk mun leggja sig fram um að tryggja þeim innlögn sem nauðsynlega þurfa á henni að halda. Einhverjir munu þó þurfa að flytjast á fíknideild 33A og á Klepp fyrir sumarlokun til að þessi áætlun geti gengið eftir. Lyfjakostnaður geðsviðs var 58,9 milljónir árið 2009 (tæp 2% af heildarkostnaði sviðsins). Hann lækkaði að krónutölu um 17% milli ára. Með verðbólguleiðréttingu er þar um tæplega 30% spamað að ræða. Þessi góði árangur hefur náðst með minni notkun dýrra lyfja, meðal annars 41% minna af dýrasta lyfinu sem leiddi til 22% minni kostnaðar við innkaup á því, en einnig hefur það sparað talsvert fyrir geðsviðið að hætta að hafa dagsjúklinga á bráðamóttökudeildum. Við úttekt Odds Ingimarssonar læknis á rannsóknarkostnaði á móttökudeildum sviðsins reyndist hann langmestur á deildum þar sem venjan var að gera tilteknar blóðrannsóknir á öllum sem lögðust inn, en lægstur þar sem klínískt mat var notað til að stýra rannsóknum. Ákveðið var í kjölfarið að deildir létu klínískt mat fremur en reglur ráða komurannsóknum. Millifærslukostnaður geðsviðs vegna rannsókna varð að lokum 32,1 milljón krónur sem samsvarar raunlækkun upp á 8% þegar leiðrétt er fyrir hækkun gjaldskrár. Þótt um sé að ræða litlar upphæðir á geðsviði, geta sambærilegar breytingar sjálfsagt numið háum upphæðum á sviðum þar sem mikið er um þjónusturannsóknir. Geðsvið hefur í vaxandi mæli veitt almenningi bráðaþjónustu, á göngudeildum og úti í heilsu- gæslunni síðasta áratug. Þessi hluti þjónustunnar er mjög hagkvæmur og hefur vaxið. Þar LÆKNAblaðið 2010/96 497

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.