Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.2011, Qupperneq 3

Læknablaðið - 15.11.2011, Qupperneq 3
Ný stjórn kjörin á aðalfundi Aðalfundur Læknafélags íslands var haldinn í Hlíðasmáranum dagana 20. og 21. október síðastliðinn. Fundurinn hófst með ávarpi Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra og síðan rak hver dagskrárliðurinn annan og lauk með veglegu hófi í Iðnó. Ráðherrann heiðraði veisluna með nærveru sinni. Á aðalfundinum var Þorbjörn Jónsson kjörinn nýr formaður LI í stað Birnu Jónsdóttur sem gegnt hefur embættinu frá 2007. Talsverðar breytingar urðu einnig í stjórn félagsins en fjórir nýir tóku sæti. Á myndinni má sjá hina nýkjörnu stjórn ásamt formanninum. Þau eru frá vinstri talið: Þórey Steinarsdóttir almennur læknir, Árdís Ármannsdóttir almennur lækmr, Steinn Jónsson lungnalæknir og formaður Læknafélags Reykjavíkur, Þorbjörn Jónsson ónæmislæknir og formaður Læknafélags íslands, Orri Þór Ormarsson barnaskurðlæknir, Salome Arnardóttir heimilislæknir, Magnús Baldvinsson röntgenlæknir og gjaldkeri, Valgerður Rúnarsdóttir fíknlæknir og varaformaður LÍ. Á myndina vantar ritara félagsins, Önnu Kr. Jóhannsdóttur heimilislækni. LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS Ragnar Jónasson (f. 1974) er búsettur í Glasgow í Skot- landi en þar lagði hann stund á framhaldsmenntun í myndlist á árunum 2006-2008. Hann hefur meðal annars sýnt verk sín í Listasafni Reykjavíkur á sýningunni Ljóslitlífun þar sem áherslan var á málverk yngri kynslóðar listamanna og nú siðast hélt hann einkasýninguna Rætur í Gallerí Ágúst. Skúlptúr og málverk eru víðast hvar til grundvallar i listsköpun Ragnars og hann er gjarnan á mörkum hins hlutbundna og abstrakt. Þar ríkir litagleði og formtúlkun sem er mjög sér á parti. Hér á forsíðu Læknablaðsins er Ijósmyndaverk sem sýnir pottaplöntu sem hefur undirgengist sérstaka myndræna úrvinnslu. Álfamöttull er algeng pottaplanta í heimahúsum, með græn og rauð lauf, og ber verkið sem er frá þessu ári, 2011, heiti hennar. Eins og sjá má í mörgum öðrum verkum listamannsins leitar hann í náttúruna, en hann leggur þar að jöfnu þá náttúru sem er finna í landslagi og þá sem er að finna i nærumhverfinu. Það að Ragnar er búsettur erlendis kann að hafa þau áhrif að hann virðist vera með hugann við eigin rætur. Þannig rifjar hann upp minningar frá heimalandinu en einnig frá æskuheimili fjölskyldunnar þar sem húsgögn og innanstokksmunir mótuðu eins konar landslag sem hann ólst upp við. Hann dvelur þó aldrei við fortíðina eina og sér, því verk hans bera iðulega með sér einhvers konar skírskotun til nútímans, ef ekki framtíðarinnar. Myndin af pottablóminu kann í sjálfu sér að vísa til einhvers sem var á heimili hans i æsku en tæknileg útfærsla hennar er framúrstefnuleg eins og sjá má. Með hliðrun og endurtekningu kemst myndin á hreyfingu og veldur sjónhverfingu. Maður horfir ósjálfrátt á myndina úr ólíkum áttum og finnst eins og laufblöðin séu í þrívídd og bærist jafnvel. Verkið er dæmigert fyrir þá leikgleði sem er að finna í verkum listamannsins. Markús Þór Andrésson Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL IOURNAL www. laeknabladid. is Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi 564 4104-564 4106 Útgefandi Læknafélag (slands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Anna Gunnarsdóttir Gunnar Guðmundsson Gylfi Óskarsson Hannes Hrafnkelsson Inga S. Þráinsdóttir Tómas Guðbjartsson Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaðurog Ijósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Dögg Árnadóttir dogg@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1700 Áskrift 9.500,- m. vsk. Lausasala 950,- m. vsk. Prentun, bókband og pökkun Oddi, umhverfisvottuð prentsmiðja Höfðabakka 3-7 110 Reykjavík © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition og Scopus. The scientific contents of the lcelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2011/97 583
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.