Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2011, Síða 9

Læknablaðið - 15.11.2011, Síða 9
RITSTJÓRNARGREIN Sameinuðu þjóðirnar og ósmitnæmir sjúkdómar Gunnar Guðmundsson Höfundur er lungnalæknir á Landspítala, dósent viö læknadeild Háskóla íslands og situr í ritstjórn Læknablaðsins. ggudmund@ landspitali.is Þartn 19.-20. september 2011 héldu Sam- einuðu þjóðirnar fund í New York-borg með fulltrúum æðstu stjórnvalda aðildar- ríkjanna, þar sem tii umfjöllunar voru svokallaðir ósmitnæmir sjúkdómar (non- communicáble diseases).'• 2 Það má einnig nefna þá langvinna sjúkdóma. Gallinn við að nota það orð er að smitsjúkdómar geta líka verið langvinnir og því var fyrra orðið valið. Vaxandi athygli beinist að ósmitnæmum sjúkdómum sem auknum heilsufarsvanda vegna þess hve mjög þeir eru í sókn og herja á þjóðir heims eins og faraldur. Þessir sjúkdómar eru fyrst og fremst hjarta- og æðasjúkdómar, krabba- mein, sykursýki og langvinnir lungna- sjúkdómar. Þar til nú hafa þessir sjúk- dómar verið vanræktir af stjórnvöldum og alþjóðastofnunum. Þessir sjúkdómar herja jafnt á karla og konur og talið er að þeir séu valdir að 60%, eða 37 milljónum þeirra 57 milljóna dauðsfalla sem verða í heiminum á hverju ári.2 Aætlað er að fjögur af hverjum fimm dauðsföllum sem verða vegna ósmitnæmra sjúkdóma séu í löndum með miðlungs eða lágar þjóðartekjur. Þannig eru þessir sjúkdómar mikilvægur þáttur í að viðhalda fátækt meðal þjóða heims. Um níu milljónir þessara dauðsfalla verða fyrir 60 ára aldur. Áætlað er að koma megi í veg fyrir allt að þrjá fjórðu hluta hjartasjúkdóma, sykursýki 2 og heilaslags og 40% krabbameina.1'2 Það er hægt að gera með fyrirbyggjandi aðgerðum gegn sameiginlegum áhættuþáttum eins og reykingum, óhollu mataræði, hreyfingar- leysi og óhóflegri áfengisnotkun. Þetta er í annað skiptið sem Sameinuðu þjóðirnar halda slíkan fund um heilsufarsvandamál, en sá fyrri var árið 2001 og var um HIV- sýkingar og leiddi til betri árangurs í meðferð slíkra sjúklinga í heiminum.1 Á fundinum nú í september var samþykkt yfirlýsing um samvinnu allra þjóða í að berjast gegn ósmitnæmum sjúkdómum í nánustu framtíð. Nú er einstakt tækifæri fyrir íslensk stjórnvöld að vera í fararbroddi í heiminum í baráttunni gegn þessum sjúkdómum. Þær metnaðarfullu áætlanir sem lagðar hafa verið fram um aðgerðir í tóbaksvörnum eru dæmi um slíkt tækifæri, því reykingar og önnur tóbaksnotkun eiga ríkan þátt í mikilli og ört vaxandi útbreiðslu ósmitnæmra sjúkdóma um allan heim. Nú deyja um sex milljónir manna vegna reykinga, en talið er að sú tala hækki í sjö og hálfa milljón árið 2020, eða um 10% allra dauðfalla. Aðgerðir til að draga úr offitu, eins og að auka hreyfingu almennings, eru annað dæmi um slíkt tækifæri. Sá frábæri árangur sem náðst hefur í forvörnum gegn hjarta- og æðasjúkdómum á Islandi er fordæmi sem íslendingar geta sýnt umheiminum um hvernig hægt er að ná árangri í bar- áttunni gegn ósmitnæmum sjúkdómum. Skorað er á íslensk heilbrigðisyfirvöld að nota tækifærið til koma af stað áætlunum sem liggja fyrir um tóbaksvarnir og undir- búa áætlanir sem beinast að öðrum áhættu- þáttum ósmitnæmra sjúkdóma. Heimildir 1. un.org/en/-október 2011 2. who.int/nmh/events/un_ncd_summit2011/en/ - október 2011 The United Nations and Non-communicable diseases MD.PhD - respiratory physician, associate professor and member of the editorial board. Læknadagar 16.-20. janúar 2012 LÆKNAblaðið 2011/97 589
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.