Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.2011, Page 11

Læknablaðið - 15.11.2011, Page 11
RANNSÓKN S Lokuskipti vegna ósæðarlokuþrengsla á Islandi 2002-2006: Langtímafylgikvillar og lifun Sindri Aron Viktorsson' læknanemi, Inga Lára Ingvarsdóttir2 læknir, Kári Hreinsson3 læknir, Martin Ingi Sigurösson2 læknir, Sólveig Helgadóttir2 læknir, Þórarinn Arnórsson2 læknir, Ragnar Danielsen14 læknir, Tómas Guðbjartsson1'2 læknir ÁGRIP Inngangur: Markmiðið var að kanna langtímaárangur lokuskipta vegna ósæðarlokuþrengsla á íslandi. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin tók til 156 sjúklinga (meðalaldur 71,7 ár, 64,7% karlar) sem gengust undir ósæðarlokuskipti vegna ósæðarlokuþrengsla á Landspítala 2002-2006. Gerviloku var komið fyrir hjá 29 sjúklingum en lífrænni loku hjá 127. Skráðir voru langtímafylgikvillar og innlagnir tengdar aðgerðinni fram til 1. apríl 2010. Stuðst var við sjúkraskrár og stofunótur sérfræðinga. Einnig var farið yfir hjartaómanir við eftirfylgd, reiknuð út heildarlifun og hún borin saman við meðallifun íslendinga af sama aldri og kyni. Niðurstöður: Meðal EuroSCORE (st) fyrir aðgerð var 6,9%, hámarksþrýstingsfall yfir lokuna 74,1 mmHg og útfallsbrot vinstri slegils (EF) 57,2%. Hálfu ári eftir aðgerð mældist hámarksþrýstingsfall yfir nýju lokuna 19,8 mmHg (bil 2,5-38,0). Ómskoðun við eftirlit hjá hjartalækni vantaði hjá tæpum fjórðungi sjúklinga. Á eftirlitstímanum var rúmur fjórðungur sjúklinga lagður inn vegna vandamála sem tengdust lokunni. Tíðni endurinnlagna var 6,0/100 sjúklingaár. Algengustu ástæður endurinnlagna voru hjartabilun (1,7/100 sjúklingaár), blóðsegarek (1,6/100 sjúklingaár), blæðing (1,6/100 sjúklingaár), hjartaþelsbólga (0,7/100 sjúklingaár) og hjartadrep (0,4/100 sjúklingaár). Eins og fimm ára lifun eftir aðgerð var 89,7% og 78,2% og reyndist sambærileg við lifun íslendinga af sama aldri og kyni. Ályktun: Tíðni langtímafylgikvilla eftir ósæðarlokuskipti hér á landi er svipuð og erlendis. Langtímalifun er góð og sambærileg við lifun einstaklinga af sama kyni og aldri sem ekki gengust undir ósæðarlokuskipti. Inngangur Efniviður og aðferðir ’Læknadeild HÍ, 2hjarta- og lungnaskurðdeild, 3svæfinga- og gjörgæsludeild, "hjartadeild Landspítala. Fyrirspurnir: Tómas Guðbjartsson tomasgud@landspitali.is Barst: 23. apríl 2011, samþykkt til birtingar 7. júlí 2011 Höfundar tiltaka engin hagsmunatengsl. Frá árinu 1987 hafa verið framkvæmdar hátt í 900 ósæðarlokuskiptaaðgerðir hér á landi, oftast vegna ósæðarlokuþrengsla.1 Þessum aðgerðum hefur stöðugt fjölgað og í ljósi aukins fjölda eldra fólks á Islandi má gera ráð fyrir að aðgerðirnar verði enn fleiri á komandi árum.2 Sjúklingar með ósæðarlokuþrengsli sem gangast undir ósæðarlokuskipti hafa flestir einkenni vegna sjúk- dómsins, einkum mæði eða hjartabilun. Án aðgerðar er dánarhlutfall þessara sjúklinga allt að 56% innan tveggja ára.3 Erlendar rannsóknir benda til að þrátt fyrir háan aldur stórs hluta sjúklinganna lifi ríflega 90% þeirra af aðgerðina og fimm árum eftir aðgerð eru 75% þeirra á lífi.4 Ávinningur af ósæðarlokuskiptaaðgerð er því ótvíræður bæði hvað bætta lifun og lífsgæði varðar.4 Fylgikvillar eftir ósæðarlokuskipti eru tíðir, ekki síst snemmkomnir fylgikvillar á fyrstu dögum og vik- um eftir aðgerðina.4 Langtímafylgikvillar sem koma mánuðum eða árum eftir aðgerð eru hins vegar mun sjaldgæfari.5 Þeir eru misalvarlegir, allt frá vægum blæðingum sem oftast tengjast blóðþynningarmeðferð til lífshættulegrar hjartaþelsbólgu eða segamyndunar í lokunni.6,7 Hér á landi hefur vantað upplýsingar um árangur ósæðarlokuaðgerða. I síðasta Læknablaði birtust niður- stöður sömu höfrmda um snemmkominn árangur þess- ara aðgerða með áherslu á fylgikvilla og dánartíðni á fyrsta mánuði eftir aðgerð.8 í þeirri rannsókn var byggt á sama sjúklingaþýði en hér er sjónum beint að langtímafylgikvillum og lifun. Rannsóknin var afturskyggn og náði til 156 sjúklinga sem gengust undir ósæðarlokuskipti vegna ósæðarloku- þrengsla á Landspítala frá 1. janúar 2002 til 31. desember 2006. Efniviði rannsóknarinnar hefur verið lýst annars staðar.8 Sjúklingum sem gengust undir ósæðarlokuskipti vegna annarra ábendinga var sleppt. Samtals voru skráðar 113 breytur úr sjúkraskrám og eru þær helstu taldar upp í heimild 8. Flokkun NYHA (New York Heart Assoáation) var notuð til mats á alvarleika hjartabilunar og reiknuð var áhætta á dauða innan 30 daga frá aðgerð með EuroSCORE (bæði standard og lógistískt áhættulíkaninu). Að auki voru skráðar 13 breytur úr hjartaómskoðunum, fyrir aðgerð, viku eftir aðgerð og um það bil sex mánuðum síðar. Meðal annars var skráð hámarksþrýstingsfall yfir ósæðarlokuna, hvort leki var til staðar, útfallsbrot vinstri slegils ásamt þykkt og stærð hans í þanbili. Leitað var eftir ómskoðunarsvörum í gagnagrunni Landspítala, á Sjúkrahúsinu á Akureyri og á einkastofum hjarta- sérfræðinga. Ómskoðunarsvör fundust fyrir 156 sjúklinga (100%) fyrir aðgerð og fyrir 95 af 145 sjúklingum (65,5%) fyrir útskrift. Hins vegar fundust einungis ómskoðunarsvör fyrir 90 af þeim 140 sjúklingum (64,3%) sem voru á lífi 12 mánuðum eftir aðgerð. Hjá 34 af þeim 50 sjúklingum sem ekki fundust ómskoðunarsvör fyrir, var staðfest að ekki hefði verið gerð ómskoðun á hjarta eftir útskrift af hjartaskurðdeild. Flestir sjúklinganna höfðu þó verið undir klínísku eftirliti á rannsóknartímabilinu. LÆKNAblaðið 2011/97 591

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.