Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.2011, Qupperneq 12

Læknablaðið - 15.11.2011, Qupperneq 12
RANNSÓKN Taf la I. Niðurstöður hjartaómana fyrir aðgerð og um það bil hálfu ári síðar hjá sjúklingum sem gengust undir lokuskipti vegna ósæðarlokuþrengsla á Islandi 2002-2006. Alls fundust ómanir fyrir 63 einstaklinga á tímabilinu, þar af fundust upplýsingar um útfallsbrot Í52 tilfellum og upplýsingar um þvermál vinstri slegils í þanbili, hámarksþrýstingsfall og sleglaskiptaþykkt hjá 49 sjúklingum. Gefin eru upp meðaltöl og staðalfrávik eða fjöldi sjúklinga með % i sviga. Niðurstöður Fyrir aðgerð Viku eftir aðgerð 6 mánuðum eftir aðgerð Útfallsbrot (%) 57,2 ± 7,7 50,4 ±9,1 54,8 ± 8,6 Þvermál vinstri slegils í þanbili (cm) 5,3 ± 0,9 5,2 ± 0,8 5,2 ± 0,8 Hámarksþrýstingsfall yfir lokuna (mmHg) 74,1 ± 25,3 28,1 ± 10,1 19,8 ±7,3 Sleglaskiptaþykkt (cm) 1,4 ±0,3 1,5 ±0,3 1,3 ±0,3 Lokuleki (fjöldi, %) Á ekki við 7/152 (4,6)* 9/140(6,4)* Hliðarlokuleki (fjöldi, %) Á ekki við 0 3/140(2,1) * Vægur leki í öllum tilvikum 2,0 1 1.8 \ Blæðing Blóðsegarek Hjartaþelsbólga Hjartadrep Hjartabilun Mynd 1. Tíðni Umgtímafylgikvilla hji 156 sjúklingum sem gengust undir lokuskipti vcgnu ósæðarlokuþrengsla á íslandi 2002-2006. Tíðnitölur eru gefnar upp sem fjöldi endurinnlagna á hver 100 sjúklingaár. Fjórir sjúklingar voru skráðir nteðfleiri en einn fylgikvilla. Fylgikvillar eftir aðgerð voru ítarlega skráðir. Snemmkomnir fylgikvillar töldust þeir sem komu upp innan fjögurra vikna frá aðgerð en annars töldust þeir langtímafylgikvillar. Sjúklingum var fylgt eftir með rafrænu sjúkraskrárkerfi sjúkrahúsanna fram til 1. apríl 2010. Skráðar voru allar endurinnlagnir á sjúkrahús sem tengdust lokuaðgerðinni, lokunni sjálfri, blóðþynningu eða öðrum skyldum hjartavandamálum. Auk þess voru í samráði við hjartalækna viðkomandi sjúklinga, kannaðar endurkomunótur á einkastofum með tilliti til endurinnlagna á sjúkrahús. Leitað var sérstaklega að fylgikvillum sem tengdust ósæðarlokunni eða hjartanu, svo sem bilun í lokunni, leki í eða til hliðar við lokuna, segamyndun, blóðsegarek, blæðingar sem tengdust blóðþynningu og hjartaþelsbólgu. Tíðni fylgikvilla var skráð samkvæmt alþjóð- legum stöðlum sem notaðir hafa verið í sambærilegum erlendum rannsóknum.9 Tíðni langtímafylgikvilla er gefin upp sem fjöldi tilfella á 100 sjúklingaár, en samtals voru sjúklingaár 749 og meðaleftirlitstími 4,8 ár (bil 0-8,3). Upplýsingaskráning og lýsandi tölfræði var gerð með forritinu Excel. Við samanburð hópa var stuðst við t-próf fyrir samfelldar breytur og Fisher Exact eða Kí-kvaðrat próf fyrir hlutfallsbreytur. Heildarlifun hópsins var metin með aðferð Kaplan-Meier. Afstæð lifun (relative survival) var metin með því að reikna út væntanlega lifun hvers einstaklings sem gekkst undir aðgerð miðað við kyn, aldur og aðgerðarár. Til viðmiðunar var notuð tafla yfir væntanlega lifun íslendinga og var hún sótt á vef Hagstofunnar (www.hagstofa.is). Tölfræðiútreikningar voru gerðir í R forritinu, útgáfu 2.11.0 (The R foundation, Austria) og marktæki miðast við tvíhliða p-gildi <0,05. Áður en rannsóknin hófst fengust öll tilskilin leyfi frá Vísindasiðanefnd, Persónuvernd og framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala. Niöurstöður Af 156 sjúklingum var 101 karl (64,7%) og var meðalaldur hópsins 71,7 ár (bil 41-88). Lífrænni loku var komið fyrir í 127 sjúklingum (81,4%), þar af fengu 102 þeirra grindarlausa lífræna loku (65,4%) og 25 lífræna loku með grind (16,0%). Gerviloku var komið fyrir í 29 sjúklingum (18,6%) og voru þeir að meðaltali 16 árum yngri en þeir sem fengu lífræna loku (p<0,0001). Fjölda aðgerða og tegund af loku sem grædd var í sjúklingana er að finna í heimild númer 8. Hjá 86 sjúklingum (55,1%) var einnig gerð kransæðahjáveita, míturlokuaðgerð hjá níu sjúklingum (5,8%) og MAZE-aðgerð vegna gáttatifs hjá átta sjúklingum (5,1%). Aðrar aðgerðir samhliða ósæðarlokuskiptum voru fátíðari. Rúmlega tveir þriðju sjúklinga höfðu sögu um reykingar, 69,2% sögu um háþrýsting og 43,6% sögu um hækkaðar blóðfitur. Sjúklingar á NYHA-stigum III-IV voru 89 (57,1%) og 15 (9,6%) í flokki I. EuroSCORE (st) var að meðaltali 6,9 ± 3,0 (bil 2-18). Stærð ígræddrar loku var að meðaltali 25,6 mm (bil 21-29). Snemmkomnum fylgikvillum hefur áður verið lýst í heimild 8. Tíu sjúklingar létust innan 30 daga frá aðgerð og skurðdauði var því 6,4%. Aðeins einn sjúklingur lést á sjúkrahúsi eftir meira en 30 daga, nánar tiltekið 33 dögum frá aðgerð. Heildarlegutími var 13 dagar (miðgildi, bil 0-207) og er þá talinn með einn dagur á gjörgæslu (miðgildi, bil 0-80). I töflu I sjást niðurstöður ómskoðana fyrir aðgerð, viku eftir aðgerð og um hálfu ári eftir aðgerð. Meðalútfallsbrot og stærð vinstri slegils í lok þanbils var sambærileg fyrir og eftir aðgerð. Hámarksþrýstingsfall yfir lokuna lækkaði hins vegar, eða í 19,8 mmHg ± 7,3 úr 74,1 mmHg ± 25,3 fyrir aðgerð (p=<0,0001). Marktækur leki í nýju lokunni (greinanlegur á ómskoðun sem >1 á kvarða frá 1 til 3) greindist hjá níu sjúklingum, og voru þeir allir með lífræna loku. Hliðarlokuleki greindist með vissu hjá þremur sjúklingum en enginn þeirra þurfti að fara aftur í aðgerð. Á mynd 1 sést tíðni langtímafylgikvilla miðað við hver 100 sjúk- lingaár. I þessum tölum eru ekki teknir með sjúklingar sem létust innan mánaðar frá aðgerð. Alls voru lokutengdar endurinnlagnir 45 talsins en fjórir sjúklingar lögðust inn tvisvar eða fengu fleiri en einn fylgikvilla. Heildartíðni langtímafylgikvilla mældist því 6,01 á hver 100 sjúklingaár. Flestar endurinnlagnir voru vegna hjartabilunar (n=13, 1,7/100 sjúklingaár). Endurinnlagnir vegna blæðinga voru 12 (1,6/100 sjúklingaár); þar af 11 (1,5/100 sjúk- lingaár) vegna blæðingar í meltingarvegi og ein (0,1/100 sjúk- lingaár) vegna blæðingar í miðtaugakerfi. Tólf sjúklingar fengu blóðsegarek (1,6/100 sjúklingaár), þar af greindust fimm sjúklingar með heilablóðfall (0,7/100 sjúklingaár), aðrir fimm (0,7/100 sjúk- Iingaár) með tímabundna blóðþurrð í heila og tveir (0,1/100 sjúk- lingaár) með blóðsegarek f útlim. Hjartaþelsbólga var orsök endur- innlagnar hjá fimm sjúklingum (0,7/100 sjúklingaár) en hjartadrep 592 LÆKNAblaðið 2011/97 J
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.