Læknablaðið - 15.11.2011, Page 25
RANNSÓKN
Vísbendingar um gæði lyfjameðferða
aldraðra við innlögn á Landspítala
María Sif Sigurðardóttir1 lyfjafræðingur, Aðalsteinn Guðmundsson2 læknir, Þórunn K. Guðmundsdóttir3 lyfjafræðingur, Anna Birna Almarsdóttir1’4
lyfjafræðingur
ÁGRIP
Tilgangur: Algengi sjúkdóma eykst með hækkandi aldri og lyfjanotkun aldraðra er margföld í samanburði við yngri aidurshópa. Lyf geta minnkað einkenni
sjúkdóma, bætt horfur og lífsgæði, en þau geta einnig leitt til lyfjatengdra vandamála sem eru tíðari og alvarlegri hjá öldruðum. Markmið rannsóknarinnar var
að athuga vísbendingar um gæði lyfjameðferða aldraðra við innlögn á Landspítala.
Efniviður og aðferðir: Afturskyggn skoðun var gerð á sjúkraskrám 70 ára og eldri sem lögðust fyrirvaralaust inn á lyflækningasvið I og
bráðaöldrunarlækningadeild Landspítala árið 2007. í úrtaki uppfylltu 913 sjúkraskrár skilyrði til úrvinnslu. Við mat á gæðum lyfjameðferða var stuðst við 15
lyfjamiðaða gæðavísa.
Niðurstöður: Meðalaldur var 80,9 ár og hlutfall kvenna 54,5%. Meðalfjöldi lyfja við innlögn var 7,0 hjá konum en 6,5 hjá körlum (p=0,047). Hlutfall innlagna
með einn eða fleiri gæðavísi var 48,4%. Konur voru líklegri til að hafa gæðavísi en karlar (konur 56,2%, karlar 39,9%). Likurnar jukust einnig með hækkandi
aldri og fjölda lyfja.
Ályktanir: Gæðum lyfjameðferða aldraðra við innlögn á sjúkrahús virðist vera ábótavant í mörgum tilvikum. Nákvæmari mynd af umfangi vandans gæti
fengist með framskyggnri rannsókn þar sem tengsl lyfjameðferða við einkenni og ástæðu innlagnar yrðu metin jafnóðum. Einnig væri mikilvægt að kanna
gæði lyfjameðferða utan sjúkrahúsa. Þannig fengist betri heildarmynd af gæðum lyfjameðferða aldraðra sem gæti nýst í umbótastarfi.
'Lyfjafræðideild HÍ,
2lyflækningasviði
Landspitala,
3sjúkrahúsapóteki
Landspítala,
4rannsóknastofnun um
lyfjamál, HÍ.
Verkefnið var unnið við
skjalasafn Landspítala
og lyfjafræðideild
Háskóla Islands.
Fyrirspurnir:
Anna Birna
Almarsdóttir,
annaba@hi.is
Barst: 3. maí 2011,
samþykkt til birtingar
11. október 2011
Höfundar tiltaka engin
hagsmunatengsl.
Inngangur
Öldruðum fjölgar hratt um allan heim.1' 2 Framfarir
í læknisfræði og þróun nýrra lyfja hafa stuðlað að
auknum lífslíkum1 og æ fleiri ná háum aldri. Áttræðum
og eldri fjölgar nú um 4,0% á hverju ári. Árið 2050
er búist við því að um það bil einn af hverjum fimm
þeirra sem eru 60 ára og eldri verði 80 ára eða eldri.3
Þar sem algengi langvinnra sjúkdóma eykst með
aldri fjölgar ábendingum fyrir lyfjameðferð hjá öldr-
uðum. Þrátt fyrir að lyf séu oft lífsnauðsynleg geta
þau einnig leitt til lyfjatengdra vandamála sem eru
tíðari og alvarlegri hjá öldruðum en þeim sem yngri
eru. Ástæður þess eru meðal annars lífeðlisfræðilegar
breytingar sem verða með aldrinum, aukin tíðni
langvinnra sjúkdóma, fjöllyfjanotkun og óviðeigandi
lyfjameðferð (inappropriate dnig therapy).4 Einnig getur
reynst erfitt að segja fyrir um verkun lyfja hjá þessum
hópum þar sem aldraðir, og þá sérstaklega háaldraðir
og fjölveikir, hafa í mörgum tilvikum verið útilokaðir frá
þátttöku í klínískum lyfjarannsóknum.1'5 Vegna þessara
þátta er mikilvægt að fylgjast með og meta öryggi og
gæði lyfjameðferða hjá þessum þjóðfélagshópi.
Gæðavísar hafa verið þróaðir til þess að meta gæði
lyfjameðferða. Þeir eru skýrt skilgreindir og mælanlegir
þannig að nota má þá sem undirstöðueiningar í mati á
lyfjameðferð.6 Gæðavísar geta mælt tíðni atvika, svo sem
ávísun ákveðinna lyfja, lyfjasamsetninga eða tilvik þar
sem viðeigandi meðferð er ekki veitt. Gæðavísar gefa
ekki ótvíræð svör og eru oft einungis vísbending um
gæðabrest.6'7 Við val gæðavísa er yfirleitt fleira en eitt
atriði tekið og þannig búið til safn af gæðavísum sem
veitir heildarmynd af því ferli sem verið er að skoða.
Mikilvægt er að valdir séu þættir sem hafa forspárgildi
um gæði og tengjast útkomu eða afleiðingu sem gefur
færi á umbótavinnu.7
Lyfjamiðaðir gæðavísar eru oft valdir eftir þeim
lyfjum og lyfjasamsetningum sem ætti að forðast í
lyfjameðferð aldraðra.8- 9 Óviðeigandi lyfjameðferð
felur í sér notkun lyfja sem eru mjög líkleg til að geta
valdið aukaverkunum eða skaðlegum milliverkunum.
Að auki eru tilvik þar sem upplýsingar skortir um
öryggi á sama tíma og annar öruggari valkostur
er í boði.4 Þar sem röng lyfjameðferð getur haft
neikvæð áhrif á heilsu og aukið efnahagslega byrði
á sjúklingum og samfélögum þá er þetta mikilvægt
lýðheilsuverkefni.10
Nokkur skimunartæki hafa verið útbúin til þess
að aðstoða lækna sem ávísa lyfjum og lyfjafræðinga
til að bera kennsl á hugsanlega óviðeigandi lyfjaávís-
un {potentially inappropriate drug prescribing) og eru
skilmerki Beers einn þekktasti og mest notaði mæli-
kvarðinn í greininni.11-14 Sökum þess að margar rann-
sóknir á lyfjaávísunum aldraðra nota mismunandi
mælitæki, eða samsetningu af mælitækjum, til þess að
meta gæði, er erfitt að bera rannsóknir saman. Flestar
benda þó í sömu átt: óviðeigandi lyfjaávísanir eru
mikið vandamál á sviði heilbrigðisþjónustu aldraðra.15
Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar sem benda
til þess að óviðeigandi lyfjanotkun sé algengari meðal
LÆKNAblaðið 2011/97 605