Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.2011, Qupperneq 29

Læknablaðið - 15.11.2011, Qupperneq 29
RANNSÓKN gæti verið sú að svefnlyf eru oft tekin eftir þörfum, eða að um vanskráningu sé að ræða. Þrátt fyrir mögulega vanskráningu svefnlyfja við innlögn var hátt hlutfall sjúklinga með þennan gæðavísi (33,6%). Notkun róandi lyfja og svefnlyfja er mikil og er margt sem bendir til þess að þau séu ofnotuð meðal aldraðra.23 Tveir gæðavísar voru notaðir fyrir samhliða notkun þriggja eða fleiri geðlyfja. Gæðavísirinn „notkun þriggja eða fleiri geðlyfja" var skilgreindur sem notkun lyfja í flokkunum N02A, N05 og N06A. Þar sem flokkur N02A nær yfir verkjalyf, morfín, kódein og fleiri, var ákveðið að hafa einnig annan gæðavísi „notkun þriggja eða fleiri geðlyfja 2" sem tekur ekki N02A- flokkinn (ópíóíða) með. í rannsókninni sem byggði á gögnum úr lyfjagagnagrunni landlæknisembættisins var notkun margra geðlyfja samtímis metin með því að greina fjölda einstaklinga 70 ára og eldri sem leysti út þrjú eða fleiri mismunandi lyf úr flokkum N05A, N05B, N05C og N06A á þriggja mánaða tímabili á árinu 2006. Þar kom fram að hlutfall kvenna sem leysti út þrjú eða fleiri geðlyf var 8,5% og karla 4,4%.24 Hærra hlutfall kom fram í þessari rannsókn og ástæðan fyrir því gæti verið að í rannsókninni úr lyfjagagnagrunninum var verið að skoða 70 ára og eldri utan stofnana en í þessari rannsókn er um hóp 70 ára og eldri að ræða sem leggjast inn á sjúkrahús og má því gera ráð fyrir að um veikari hóp sé að ræða. I báðum rannsóknunum kemur þó fram að hlutfall kvenna á þremur eða fleiri geðlyfjum er hærra en hlutfall karla, sem er í samræmi við erlendar rannsóknir.19 Þegar fjöldi gæðavísanna (0, 1, 2-3 og 4 eða fleiri) var borinn saman við meðalfjölda lyfja, reyndist vera tölfræðilega marktækur munur, nema þegar einn gæðavísir var borinn saman við tvo til þrjá gæðavísa. Þetta stafar líklega af skörun milli gæðavísa. Til dæmis er einstaklingur á amitryptilíni með tvo gæðavísa tengda því lyfi, gæðavísana „þríhringlaga geðdeyfðarlyf" og „amitryptilín". Eftir því sem sjúklingar eru á fleiri lyfjum eru þeir líklegri tii að hafa gæðavísi. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að sjúklingar á mörgum lyfjum eru í mestri hættu á að vera á hugsanlega óviðeigandi lyfjameðferð.4'11'25 I fyrrnefndri sænskri rannsókn frá 2005 var leiðrétt fyrir aldri, menntunarstigi og fjölda lyfja en konur voru samt líklegri til þess að vera á hugsanlega óviðeigandi lyfjameðferð en karlar. Sama má segja um þessa rannsókn eftir að leiðrétt hafði verið fyrir aldri og fjölda lyfja. I þessari rannsókn kom þessi kynjamunur einnig fram, en talsvert hærra hlutfall hjá báðum kynjum var með einn eða fleiri gæðavísi. Þar sem leiðrétt var fyrir fjölda lyfja, eins og gert var í þessari rannsókn, gat meiri notkun kvenna á heilbrigðisþjónustu og að þær lýsa oftar sjúkdómseinkennum ekki að fullu, skýrt kynjamun á gæðum lyfjameðferða. Höfundar sænsku rannsóknarinnar nefna að skoða mætti kynjamuninn út frá hjúskaparstöðu og heimilisaðstæðum og telja mögulegt að mismunandi einkenni sjúkdóma milli kynja, samskiptahættir og mismunur á samskiptum sjúklings og læknis geti haft þessi áhrif.19 Rannsókn þessi, sem byggði á söfnun gagna úr sjúkraskrám, gefur vísbendingu um að skráningu lyfja við komu eða umsýslu gagna sé ábótavant. Sleppa þurfti 9,0% sjúkraskráa vegna skorts á gögnum en alls uppfylltu 22,5% sjúkraskráa ekki skilyrði rannsóknar. Þetta gæti leitt til upplýsingabjaga ef þær sjúkraskrár sem ekki var hægt að rýna voru vegna sjúklinga sem voru að einhverju leyti frábrugðnir þeim sem hægt var að safna gögnum um. Hugsast gæti að þær sjúkraskrár sem ekki tókst að rýna væru vegna sjúklinga með flóknari sjúkdóma og meiri lyfjanotkun. Það gæti leitt til vanmats á algengi á gæðabresti lyfjanotkunar þýðisins. í rannsókninni var hvorki tekið tillit til skammtastærða, vanmeðhöndlunar né meðferðarheldni, en lág meðferðarheldni er mikið vandamál meðal aldraðra og getur verið 26-59% í þessum þjóðfélagshópi.26 Enn einn veikleiki var að ekki var tekið tillit til þess að hver og einn gæðavísir getur falið í sér mismikla áhættu á rangri lyfjameðferð. Einnig er fjöldi gæðavísa að einhverju leyti oftalinn vegna skörunar á gæðavísum eins og áður hefur komið fram. Þar sem einungis lyfjaupplýsingum var safnað, var notast við lyfjamiðaða gæðavísa í þessari rannsókn. Gæðavísarnir sem valdir voru miðast allir við lyf eða lyfjasamsetningar sem mælt hefur verið með að forðast eða lágmarka í lyfjameðferð aldraðra. Gæðavísar sem meta vanmeðhöndlun með lyfjum hafa einnig verið hannaðir, en vanmeðhöndlun getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér.25-27 I þessari rannsókn var ekki tekið tillit til van- meðhöndlunar við val á gæðavísum. Einnig er rétt að benda á, eins og komið hefur fram, að notkun gæðavísa við mat á gæðum er einungis vísbending, ekki alhæfing, um að gæðabrestur geti verið til staðar.71 sumum tilvikum getur legið fyrir rökstuðningur fyrir notkun ákveðinna lyfja og lyfjasamsetninga. Þetta getur til dæmis átt við um tímabundna notkun svefnlyfja. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að gæðum í lyfjameðferð aldraðra sé ábótavant og að betur megi gera í eftirfylgd og klínískri ákvarðanatöku. Konur virðast líklegri til að vera á hugsanlega óviðeigandi lyfjameðferð. Einnig aukast líkur á hugsanlega óviðeigandi lyfjameðferð með aldri og fjölda lyfja. Gæðavísarnir voru flestir fengnir úr erlendum rannsóknum en hafa ekki verið áreiðanieikaprófaðir í heild sinni sem mælitæki. Æskilegra væri að nota áreiðanleikaprófað mælitæki ef til framhaldsrannsókna kæmi, auk þess sem slíkt auðveldaði samanburð við erlendar rannsóknir. Einnig gæti verið áhugavert að skoða gæði lyfjameðferða aldraðra í framsýnni rannsókn þar sem sjúkdómsgreiningar og einkenni eru skoðuð og tengsl lyfjameðferðar við ástæðu innlagnar metin jafnóðum. Þakkir Steinar Hugi Sigurðarson hugbúnaðarverkfræðingur fær þakkir fyrir forritun á skráningarkerfi og aðstoð við tölvuúrvinnslu. Guðrún Þengilsdóttir lyfjafræðingur fær þakkir fyrir rýningu á hluta sjúkraskráa. Einnig fær María Heimisdóttir sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs og starfsmenn hagdeildar Landspítala þakkir fyrir að greiða götu rannsóknarfólks við gagnasöfnun. LÆKNAblaðíð 2011/97 609
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.