Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.2011, Qupperneq 36

Læknablaðið - 15.11.2011, Qupperneq 36
Y F I R L I T (zimelídín), MAO-hamlara (phenelzín), róandi lyf (alprazólam, díazepam), beta-blokkar (própanolól), trazódón, klónidín.28 HAM ætti því að vera fyrsta val í meðferð skelfingarkvíða.29 I þessu samhengi skal tekið sérstaklega fram að sterkar vísbendingar eru um að langtímanotkun benzodíazepín-lyfja í meðferð á skelfingarkvíða geti verið skaðleg.29'31 Þegar skoðað er nánar hvaða þættir HAM skila árangri, benda rannsóknir til þess að atferlistilraunir/berskjöldun með slökunaræfingum eða öndunar- æfingum beri mestan árangur, raunar töluvert meiri árangur en vinna með hugsanir eingöngu.32 Engar vísbendingar eru um að dáleiðsla, samskiptameðferð, nenrolinguistic programming (NLP), lausnamiðuð meðferð, sálaraflsmeðferð og streitustjórnun beri árangur við meðferð á skelfingarkvíða.29 Langtímaárangur hugrænnar atferlismeðferðar við skelfingarkvíða með eða án víðáttufælni: Allmargar rannsóknir hafa farið fram á langtímaáhrifum HAM og þar hafa samanburðarhóparnir verið lyfjameðferð, slökun eða biðlistahópur.14,28 Gould og félagar28 tóku saman langtímaáhrif HAM og lyfjameðferðar við skelfingarkvíða með eða án víðáttufælni úr 12 rannsóknum. í þeim rannsóknum voru lyfjaflokkarnir einungis þríhringalyf (imipramín) eða róandi lyf (alprazólam). Þar kom fram að þeim sem fengu lyfjameðferð fór aftur en árangur HAM hélst minnsta kosti sex mánuðum eftir að meðferð lauk. Vert er að nefna tvær rannsóknir á langtímaáhrifum meðferðar við skelfingarkvíða.33,34 Sú fyrri er rannsókn Barlow og félaga33, en þar var hlutfall hrösunar í sex mánaða eftirfylgd 18% í HAM, 17% í HAM og lyfleysu, en 40% í þunglyndislyfjameðferð (imipramín) og 48% í samþættri meðferð. I seinni rannsókninni sem framkvæmd var af van Apeldoorn og félögum34 var HAM borin saman við samþætta meðferð og SSRI-lyfjameðferð (þar sem læknir gat valið á milli eftirfarandi lyfja: paroxetín, sertralín, flúvoxemín, citalópram og flúoxetín). I þeirri rannsókn kom ekki fram neinn munur á milli hópa í 12 mánaða eftirfylgd. Hafa verður í huga þegar niðurstöður þessara tveggja rannsókna eru metnar, að þátttakendur í rannsókn Barlow og félaga voru mun fleiri og fjölþættari samanburður á milli meðferða gerður. Þegar niðurstöður rannsókna á langtímaáhrifum HAM eru teknar saman benda þær til að HAM við skelfingarkvíða með eða án víðáttufælni nýtist notendum eftir að meðferð lýkur en ennþá er óljóst hvort þunglyndislyfjameðferð dragi úr langtímaárangri HAM. Samþætt meðferð við skelfingarkvíða: Rannsóknir gefa til kynna að samþætt meðferð komi betur út við meðferðarlok en HAM eða þunglyndislyfjameðferð,35 en þegar dregið er úr lyfjameðferð virðist árangur samþættrar meðferðar minnka. Lyf virðast í sumum tilfellum trufla virkni HAM, samanber tíðnitölur hrösunar í kaflanum hér á undan. Hafa ber þó í huga nýja rannsókn van Apeldoorn og félaga34 þar sem enginn munur kom í ljós á milli HAM og samþættrar meðferðar. Afallastreituröskun Hugræn atferlismeðferð við áfallastreituröskun: Það kemur ef til vill ekki á óvart að þeir sem fá HAM við áfallastreituröskun ná marktækt meiri bata en hinir sem eru á biðlista fyrir meðferð.3,36 Auk þess hefur HAM einnig áhrif á þunglyndis- og almenn kvíðaeinkenni hjá þeim sem þjást af áfallastreituröskun.37 Nokkrar útfærslur eru til af HAM við áfallastreitu og árangur þessara aðferða er sambærilegur.36'38 Önnur meðferðarform sem rannsóknir hafa sýnt fram á að beri árangur við meðferð á áfallastreitu eru eye-movement desensitization and reprocessing (EMDR) og þunglyndislyfjameðferð. Ekki hefur tekist að sýna fram á mun á HAM og EMDR.36, 37 Höfundum er einungis kunnugt um eina rannsókn með fáum þátttakendum þar sem borin var saman árangur HAM og SSRl-lyfjameðferðar (paroxetín)39 og sýndi HAM betri árangur. Þegar áhrifastærðir úr margvíslegum slembivalsrannsóknum á þunglyndislyfjameðferð annars vegar og HAM hins vegar eru bornar saman, kemur í ljós að áhrifastærðir eru mun stærri fyrir HAM.40,41 I rannsókn Penava og félaga41 voru eftirfarandi lyfjaflokkar athugaðir: SSRI-lyf (flúoxetín), þríhringalyf (imipramín, desipramín, og amitriptylín), MAO- hamlarar (phenelzín) og róandi lyf (alprazólam). Því er veruleg þörf á frekari rannsóknum sem bera saman HAM og lyfjameðferð. Langtímaárangur hugrænnar atferlismeðferðar við áfallastreiturösk- un: Nokkur fjöldi rannsókna hefur athugað langtímaáhrif HAM við áfallastreituröskun og benda þær til að árangur haldist allt að 12 mánuðum eftir að meðferð lýkur.14,42 Samþætt meðferð við áfallastreituröskun: Hugræn atferlismeðferð og lyfjameðferð: Of fáar árangursrannsóknir hafa verið birtar sem fjalla um samþætta meðferð við áfallastreituröskun43 til að unnt sé að álykta um gagnsemi slíkrar meðferðar. Arátta og þráhyggja Hugræn atferlismeðferð við áráttu og þráhyggju: Berskjöldun með svörunarhömlun (exposure-response prevention) og HAM eru þær meðferðir sem hafa reynst hvað best við meðhöndlun áráttu og þráhyggju. Arangur þeirra er svipaður.3 Þess ber að geta að í HAM við áráttu og þráhyggju er berskjöldun með svörunarhömlun gjarnan notuð sem meginhluti af HAM og þá í formi atferlistilrauna, og því kemur ekki á óvart að meðferðirnar séu álíka áhrifaríkar.44 Með þessari aðferð er sjúklingur ber- skjaldaður gagnvart áreiti sem honum finnst óþægilegt, án þess að hann fái tækifæri til að framkvæma áráttuhegðunina sem tengist því.44 Engar haldbærar vísbendingar eru um að önnur meðferðarform, að þunglyndislyfjameðferð undanskilinni (SSRI- lyfin cítalópram, flúoxetín, flúvoxamín, paroxetín og sertralín og þríhringalyfið klómipramín), gagnist í meðferð við áráttu og þráhyggju.45 Sálgreining, dáleiðsla, smáskammtalækningar, jóga og sálaraflsmeðferð í hóp virðast ekki skila árangri.45 Langtímaárangur hugrænnar atferlismeðferðar við áráttu og þráhyggju: Yfirgripsmikil rannsókn Foa og félaga46 bendir til að langtímaárangur af HAM sé góður. Hlutfall hrösunar í þeirri rannsókn í þriggja mánaða eftirfylgd var 11% í HAM, en 45% á þunglyndislyfjameðferð (klómipramín) og 13% í HAM samhliða lyfjameðferð. í samantekt Foa og Kozak á langtímaáhrifum HAM kom fram að 24% sjúklinga hafði hrasað 29 mánuðum eftir meðferðarlok.47 Því má álykta að HAM sé gagnleg eftir að henni lýkur, hvort sem henni er beitt samhliða lyfjameðferð eða ekki. Samþætt meðferð við áráttu og þráhyggju: Hugræn atferlismeðferð og lyfjameðferð: Rannsóknir benda til að árangur samþættrar meðferðar (klómipramín) sé góður en hann sé engu betri en árangur HAM48,49 og því freistandi að álykta að lyfjameðferð bæti ef til vill litlu við HAM. Það er þó tilhneiging fagaðila að nota samþætta meðferð fyrir sjúklinga með alvarlegustu einkennin og mestu fötlunina í daglegu lífi af þeim sökum.50 Hins vegar benda rannsóknir á stærri hópum ekki til þess að samþætt meðferð sé betri en lyfjameðferð eða HAM ein og sér.48,50 616 LÆKNAblaöið 2011/97
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.