Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.2011, Qupperneq 42

Læknablaðið - 15.11.2011, Qupperneq 42
LÆKNAFÉLAG ÍSLANDS Mér finnst gaman að slást „Þessi ár mín sem formaður Læknafélags íslands urðu einfaldlega allt öðruvísi en ég bjóst við," segir Birna Jónsdóttir sem hætti formennsku á aðalfundi félagsins 20.-21 október. Bima var kjörin formaður LÍ á aðalfundi haustið 2007 og hefur því gegnt formennskunni í fjögur ár. Hún varð jafnframt fyrsta konan til að gegna embættinu. ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Sérgrein Birnu er röngtenlækningar og hún hefur starfað sem sérfræðingur og starfsmannastjóri Röntgen Domus, sem hún stofnaði í félagi við aðra röntgenlækna fyrir 20 árum. Aður hafði hún starfað sem sérfræðingur á röntgendeild Landakotsspítala. „Ég var búin að sitja í stjórn LÍ í sex ár sem gjaldkeri og þar að auki höfðu nánustu samstarfsmenn mínir verið í stjórn félagsins um árabil þar á undan, þannig að ég hafði fylgst náið með félaginu og starfsemi þess var í mínum huga í föstum skorðum og nokkuð skýr. Svo fengum við þetta blessaða hrun svo ég náði tæpu ári þar sem allt var eins og ég hafði búist við. Hrunið gerbreytti öllu hér sem annars staðar. Læknafélagið er málsvari lækna gagnvart stjómsýslunni og framkvæmdavaldinu. Hvort tveggja var í rúst eftir hrunið. Mér hefur þótt einstaklega sorglegt að horfa upp á þessa vanmáttugu íslensku stjórnsýslu. Úrræðaleysi og skortur á fagmennsku eru helstu einkennin sem blasa við manni í stjórnsýslunni." Birna segir þetta eiga sér skýringar í stefnuleysi stjórnmálamanna í heilbrigðismálum og rifjar upp að fyrir alþingiskosningarnar vorið 2009 hafi hún farið á kosningafundi allra stjórnmálaflokka og borið upp spurninguna: Hver er stefna þíns flokks í heilbrigðismálum? Fátt hafi orðið um svör. „Ég átti von á því að Samfylkingin yrði ráðandi afl eftir þessar kosningar og lagði mig því sérstaklega fram við að lesa stefnuskrá flokksins, og þá gerði ég mér grein fyrir því að orðið heilbrigðismál var ekki lengur til. Það hét núna Velferð. Og það var ekki hægt að tala við frambjóðendurna um heilbrigðismál. Við fengum bara eitthvað velferðarkjaftæði í hausinn. Niðurskurður í heilbrigðismálum hefur síðan verið falinn innan þessa óljósa hugtaks: velferðarmál," segir hún. Kjarabaráttan Birna segir að sér hafi fljótt orðið ljóst eftir hrunið hversu mikilvægt félagið var læknum og að stjórn félagsins hafi orðið að bregðast hratt við breyttum aðstæðum í þjóðfélaginu. „Stjóm LÍ er sá vettvangur sem læknar leita til með áhyggjur sínar og óöryggi, bæði sem einstaklingar og starfsmenn. Læknahópurinn íslenski fylltist óöryggi, sem eðlilegt var; ráðningarsamningum stórra hópa lækna var sagt upp um áramótin 2008-2009. Strax um vorið 2009, þegar breytingar á kjörum lækna tóku gildi, gerðum við okkur grein fyrir því að við myndum missa þá úr landi. Þetta gekk eftir og hefur litað alla okkar vinnu síðan. Við sáum strax að við þyrftum að halda vel utan um töluna yfir lækna í landinu svo við hefðum óhrekjanleg gögn í höndunum um fækkunina. Þessu varð að koma ráðamönnum í skilning um, til að þeim væri ljós sérstaða læknastéttarinnar þegar kæmi að gerð nýrra kjarasamninga. Samningurinn yrði að taka mið af því að læknaskortur er staðreynd í þessu landi. Ég tel þetta hafa tekist með samningnum sem undirritaður var og samþykktur af læknum núna í september. Ég er mjög sátt við samninginn og mjög ánægð með hversu mikill meirihluti lækna samþykkti hann." Kjarabaráttan eftir hrunið hefur tekið á sig ýmsar myndir og stjórn LÍ á stundum verið á þönum við að slökkva elda sem blossa upp á óvæntum stöðum. Birna rifjar upp að Álfheiður Ingadóttir, sem gegndi embætti heilbrigðisráðherra um hríð, hafi haft þá yfirlýstu stefnu að lækka laun lækna. Á móti því hafi þurft að berjast. „Vorið 2010 var svo skipulega gengið fram á stærsta vinnustað landsins, Landspítalanum, við að breyta ráðningarkjörum ungra lækna og þeir gengu út. Ég átti ekki von á því fyrir fjórum árum að ég yrði í svona harðri vörn fyrir stéttina. Lögbundið hlutverk LÍ er að standa vörð um kjarasamninga. Það hefur verið meginverkefni stjórnar LI þessi þrjú ár sem liðin eru frá hruni. Mér hefur svo sem ekki leiðst þetta, mér finnst gaman að slást. Mér fallast ekki hendur þó ég fái verkefni af þessu tagi í fangið. En svarið við upphaflegu spurningunni er að ég átti alls ekki von á svona harðri baráttu við stjórnvöld þegar ég tók að mér formennskuna fyrir fjórum árum." Virðing og skilningur Birna segir að eitt af meginatriðunum í starfi hennar sem formanns hafi verið að þjappa læknum saman um sameiginlega, hagsmuni þeirra. „Mér er í fersku minni hin harðvítuga deila um tilvísanakerfið í tíð Sighvats Björgvinssonar heilbrigðisráðherra, sem atti læknahópum saman og tætti félagið. Ég segi að 90% af hagsmunum lækna séu sameiginlegir, og við skulum því ekki láta deilur um 10% sundra okkur. Þetta hefur ekki verið neitt erfitt því satt best að segja finnst mér ríkja miklu meiri gagnkvæm virðing og skilningur á milli lækna í ólíkum sérgreinum heldur en sumir vilja láta í veðri vaka. Ég upplifi ekki innbyrðis átök innan læknastéttarinnar í heild. Mér finnst einfaldlega að þessi rúmlega 1000 manna læknahópur hér á íslandi sjái sig í einu liði. Þetta kom mér reyndar ekkert á 622 LÆKNAblaðið 2011/97
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.