Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.2011, Side 46

Læknablaðið - 15.11.2011, Side 46
UMFJOLLUN O G GREINAR Fjölmargar ályktanir voru samþykktar á aÖalfundinum. Um sumar voru fundarmenn samhljóða sammála. Líflegur aðalfundur Læknafélags Islands „Innistæðan fyrir útgjöldum áranna 2006 og 2007 var mjög veik og þó við komum hjólum atvinnulífsins aftur af stað og náum fullum kröftum að nýju þá munum við ekki snúa aftur til eyðslu þessara ára," sagði Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra í upphafi ræðu sinnar við setningu aðalfundar Læknafélags íslands þann 20. október síðastliðinn. Ráðherra bætti því við að honum fyndist þjóðin eiga mjög erfitt með skilja þetta. Fjárlög ársins 2012 tækju mið af þeim staðreyndum í efnahagslífinu sem blasi við, og breytingar sem verið er að gera á heilbrigðiskerfinu í gegnum fjárlögin séu hugsaðar útfrá sömu forsendum. Ráðherra kastaði ýmsum spurningum um heilbrigðisþjónustuna yfir til viðstaddra og kvað lækna verða að taka þátt í að svara þeim. „Er öll þjónusta jafnmikilvæg? Eigum við að taka upp þjónustustýringu? Er aðgengi að sérfræðilæknum of mikið? Erum við að gera réttu hlutina? Eigum við að stýra þjónustunni með verðlagningu eða með beinni tilvísun? Erum við að nýta fagþekkingu heilbrigðisstarfsfólks á sem hagkvæmastan hátt? Er raunhæft að tala 626 LÆKNAblaðiö 2011/97 um jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu alls staðar á landinu?" spurði ráðherrann og bauð ekki upp á svör en sagði að umræða um þessar spumingar yrði að fara fram. Hann sagði hina endanlegu ábyrgð á afleiðingum niðurskurðar í kerfinu liggja hjá sér sem ráðherra. „En ég get ekki tekið ákvarðanir í tómarúmi. Þið læknar verðið að þora að taka slaginn með mér og koma með tillögur. Ég ber svo ábyrgð á niðurstöðunni," sagði Guðbjartur Hannesson velferðar- ráðherra. í fyrirspurnum var því fagnað að ráðherra leitaði samráðs við lækna- stéttina en hann var einnig spurður hvemig hann hygðist bregðast við vaxandi brottflutningi sérfræðilækna til starfa erlendis og hvort eiga mætti von á því að nothæf rafræn sjúkraskrá liti dagsins ljós. Ráðherra sagði að skoða þyrfti alla þætti þess að ungir sérfræðilæknar frestuðu heimkomu eftir sémám. „Það eru ekki bara launin sem ráða úrslitum, heldur einnig aðstaðan og fagleg ögrun. Við þurfum að hyggja að þessu öllu." Hann sagði rafræna sjúkraskrá eina af meginforsendunum nútímaheilbrigðiskerfis. „Þar er þetta spurning um forgangsröðun á tímum niðurskurðar." Siðfræði erfðarannsókna Á föstudagsmorgninum var haldið málþing um siðfræði erfðarannsókna og þar höfðu framsögu Eva Nilsson Bágenholm fyrrverandi formaður sænska læknafélagsins, Magnús Karl Magnússon prófessor í lyfjafræði við læknadeild HÍ og Vilhjálmur Árnason prófessor í heimspeki. Eva kynnti siðareglur WMA og hverjar væru helstu áherslur í siðfræði við rannsóknir í læknisfræði. Hún tók þó fram að siðareglur WMA væru ekki lög eða reglur heldur tilmæli sem í áranna rás hefðu tekið breytingum en væru helsta viðmiðun við læknis- og lyfjarannsóknir um heim allan. Magnús Karl fjallaði um þær gríðar- legu framfarir og breytingar sem orðið hefðu á erfðafræðirannsóknum og hvert líklegt væri að þær stefndu á næstu árum. Hann sagði að umræða um erfðafræðirannsóknir hefði koðnað niður í kjölfar deilna um íslenska erfðagreiningu um síðustu aldamót en nú væri tímabært að taka umræðuna upp aftur, þar sem staða íslands sem viðfangsefnis erfðafræðirannsókna væri einstök og mikilvægt að ræða hvemig framtíðarskipan þessara mála yrði. „Hvergi í heiminum finnst sambærilegur L

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.