Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2011, Síða 47

Læknablaðið - 15.11.2011, Síða 47
UMFJÖLLUN O G GREINAR Guðbjartur Hannesson velferðarráðlterra óskaði eftir samráði við lækna um forgangsrööun í niðurskurði fjárveitinga til Iteilbrigðismála. hópur við íslensku þjóðina þar sem til eru jafnmiklar erfðafræðilegar upplýsingar um einstaklingana og hér. Hvemig við förum með þessar upplýsingar við rannsóknir í framtíðinni þarf að ræða málefnalega og af ábyrgð." Vilhjálmur Árnason ræddi hagsmuni einstaklingsins við rannsóknir og hvernig þær geta bæði gagnast einstaklingnum og skaðað hann. Hann ræddi hvernig hin ítarlega erfðafræðiþekking á íslensku þjóðinni gæti gagnast við skimanir fyrir ýmsum alvarlegum sjúkdómum, þar sem ekki þyrfti að kalla alla til skimunar heldur einungis þá sem væru í skilgreindum áhættuhópi. „Við vitum í rauninni hverjir eru í áhættu og hverjir ekki. Hins vegar getur alltaf gerst að einstaklingur sem ekki er í áhættuhópnum fái sjúkdóminn engu að síður og eftir á mætti segja að skimun hefði getað hindrað frekari framgang hans." Þá ræddi hann einnig hvernig erfðafræðilegar upplýsingar til einstaklings gætu bæði aukið og minnkað lífsgæði hans eftir ástæðum hverju sinni. „Þetta þarf því að athuga vandlega og ræða til hlítar áður en afdrifaríkar ákvarðanir eru teknar." Nýr formaður Síðast en ekki síst fór fram formanns- kjör á aðalfundinum og voru tveir í framboði; Ragnar Jónsson og Þor- björn Jónsson. Báðir héldu þeir snöfurmannlegar framboðsræður en Þorbjörn fór með sigur af hólmi í atkvæðagreiðslu. Birna Jónsdóttir fráfarandi formaður tilkynnti um úrslit kosninganna og óskaði nýjum formanni velfarnaðar í embættinu. Fjórir nýir buðu sig fram til stjórnarsetu og jafnmargir hurfu úr stjórn, þannig að þar var sjálfkjörið. í stjórn Læknafélags Islands sitja nú auk formannsins, Þórey Steinarsdóttir, Árdís Ármannsdóttir, Steinn Jónsson, Orri Þór Ormarsson, Salome Arnardóttir, Magnús Baldvinsson féhirðir, Valgerður Rúnarsdóttir varaformaður og Anna Kr. Jóhannsdóttir ritari. Fjölmargar ályktanir voru samþykktar á fundinum. Þar er meðal annars lýst yfir stuðningi við að byggður verði nýr sameinaður Landspítali á einum stað, skorað er á stjórnvöld að skilgreina hvaða heilbrigðisþjónusta falli undir sj úkratryggingahugtak almannatrygginga og skorað er á stjórnvöld að gera íslenskt heilbrigðiskerfi á ný að fýsilegum starfsvettvangi fyrir lækna. Þá samþykkti fundurinn tvær ályktanir um tóbaksvarnir. Allar ályktanir fundarins má lesa í heild á heimasíðu Læknafélags Islands, www.lis.is. LÆKNAblaðið 2011/97 627
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.