Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.2011, Side 48

Læknablaðið - 15.11.2011, Side 48
UMFJÖLLUN O G GREINAR Fjölmargir gestir voru á fundi Læknafélags Rei/kjavíkur um nýjan Landspítala og hver með sína skoðun á málinu. Ljósmynd Þorsteinn Gunnarsson/KOM Um byggingu nýs Landspítala Opinn fundur Læknafélags Reykjavíkur Steinn Jónsson formaður Læknafélags Reykjavíkur s teinnj@landspitali. is Mikil umræða hefur orðið að undan- förnu um byggingu nýs Landspítala. Málið hefur verið í undirbúningi frá sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík árið 2000. Tilgangurinn með framkvæmdinni er að stórbæta aðstöðu fyrir sjúklinga og starfsfólk á mikilvægustu heilbrigðisstofnun landsins, hagræða í rekstri og búa í haginn fyrir komandi kynslóðir. Hér er um að ræða stærsta fjárfest- ingarverkefni sem þjóðfélagið stendur frammi fyrir um þessar mrrndir. Kostn- aður fyrsta áfanga gæti orðið 80-100 milljarðar króna ef háskólabyggingar eru taldar með. Það er því ekki að undra þótt margir vilji tjá sig um málið og skoðanir séu skiptar um ýmsa þætti þess. Eftir að deiliskipulagstillaga fyrir Landspítala við Hringbraut var kynnt hafa virtir arkitektar og skipu- lagsfræðingar gagnrýnt þau áform sem fyrir liggja. Þeir telja að það bygg- ingamagn sem um ræðir rúmist illa á lóðinni sunnan gamla Landspítalans. Þá rími spítalabyggingarnar ekki við lágreista byggðina í Þingholtunum. Spítalinn verði í miðju íbúðahverfi og augljóst sé að jafn stór vinnustaður muni skapa vandamál við aðgengi og umferð um svæðið. Svo virðist sem litið hafi verið framhjá þessum staðreyndum í forsendum staðarvalsins en þess í stað lögð höfuðáhersla á nálægð við Háskóla íslands. Aðkoma lækna að lykilákvörðunum málsins hefur verið takmörkuð til þessa. Læknar hafa þó líklega mesta þekkingu á því hvað til þarf til þess að hanna góðan spítala. Margir læknar hafa bent á að núverandi tillaga geri ráð fyrir fremur lágum byggingum með talsverðri fjarlægð milli deilda. Legudeildir í gamla Landspítalanum verða áfram notaðar eftir byggingu fyrsta áfanga. Þannig verður starfsemin dreifð í mörgum húsum með umferð um tengiganga sem skapar óhagræði fyrir sjúklinga og starfsfólk. Læknar hafa bent á að skynsamlegra væri að byggja hærri hús til að stytta fjarlægðir innan spítalans og gera hann þannig notendavænni. Meðal lækna er ekki um það deilt að sameining Landspítalans á einum stað sé mikið hagsmunamál fyrir heilbrigðisþjónustuna í landinu. Nýr spítali sem uppfyllir nútímakröfur um húsnæði og aðstöðu fyrir sjúklinga og starfsfólk mun auka möguleika á því að veita hér áfram bestu heilbrigisþjónustu sem völ er á um langa framtíð. Einmitt þess vegna er svo mikið í húfi að vel takist til. Læknar vilja leggja sitt af mörkum til þess að hagkvæmasti og besti kosturinn verði fyrir valinu og hönnunin taki fyrst og fremst mið af þörfum sjúklinga og starfsfólks. Læknafélag Reykjavíkur ákvað því að halda opinn fund um málið á Grand Hótel í Reykjavík fimmtudaginn 6. október, í þeim tilgangi að efla umræður um málið. Á fundinum voru flutt fimm framsöguerindi. Jóhannes Gunnarsson læknisfræðilegur verkefnastjóri bygg- ingarnefndar skýrði forsendur samein- ingarinnar og þann ávinning sem af henni mundi hljótast. Helgi Már Halldórsson arkitekt kynnti verðlauna- tillögu SPITAL-hópsins sem gengur út frá því að spítalabyggingamar verði hluti af framtíðarborgarmynd Reykjavíkur og tengist Háskóla íslands 628 LÆKNAblaðið 2011/97

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.