Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2011, Síða 50

Læknablaðið - 15.11.2011, Síða 50
UMFJÖLLUN O G GREINAR ísland í fararbroddi um tóbaksvarnir ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Læknafélag íslands gekkst fyrir Tóbaksvarnaþingi 30. september síðastliðinn. Aðalefni þingsins var kynning þingsályktunartillögu sjö þingmanna úr öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokki, um yfirgripsmikla aðgerðaáætlun til næstu tíu ára til að draga úr neyslu tóbaks meðal þjóðarinnar. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Siv Friðleifsdóttir, Framsóknarflokki, en auk hennar eru flutningsmenn Þuríður Backman og Alfheiður Ingadóttir (VG), Ásta R. Jóhannesdóttir og Ólína Þorvarðardóttir (Sf), Eygló Harðardóttir (F) og Margrét Tryggvadóttir (Hreyfingin). Siv hélt erindi á þinginu þar sem hún reifaði helstu áherslur í greinargerð með ályktuninni en sjálf er ályktunin einföld: Alpingi ályktar að fela velferðarráðherra að vinna 10 ára aðgerðaáætlun um tóbaksvarnir þar sem einn liðurinn verði að sala á tóbaki verði takmörkuð við apótek. Tóbak aðeins selt i apótekum Aðgerðaáætlunin er sett fram í sjö meginþáttum en greinargerðin með frumvarpinu er ítarleg, á nær 11 blaðsíðum, og rakti Siv öll atriði hennar skilmerkilega en lagði sérstaka áherslu á ákveðin atriði umfram önnur. „Meginmarkmið áætlunarinnar er að koma í veg fyrir að ungmenni ánetjist tóbaki og minnka þannig nýliðun reykingamanna. Daglega ánetjast tvö ungmenni tóbaki hérlendis. Helmingur þessara rúmlegu 700 ungmenna sem ánetjast tóbaki árlega mun deyja úr tóbakstengdum sjúkdómi, takist þeim ekki að hætta. Flestir reykingamenn hefja reykingar á bamsaldri eða unglingsaldri, fyrir 20 ára aldur, og ákvörðun um að hefja reykingar er því ekki upplýst ákvörðun fullorðins einstaklings. Þar sem tóbak er ávanabindandi efni sem veldur fljótt fíkn, gildir í raun ekki frjálst val um notkun þess eftir að reykingar eru hafnar, heldur stýrir fíkn og fráhvarf neyslunni að stærstum hluta. Niðurstöður rannsókna sýna að flestir reykingamenn segjast vilja hætta, þó þeir haldi reykingum áfram. Langmikilvægast í baráttunni við tóbaksnotkun og alvarlegar afleiðingar hennar er að stöðva nýliðun tóbaksneytenda með beinskeyttum aðgerðum, þar á meðal aðgengistakmörkunum." Hinir sjö þættir aðgerðaáætlunarinnar eru: 1) sölustöðum tóbaks fækkað, aðgengi minnkað og stigu stemmt við nýjum neysluformum, 2) enn frekari takmörk við því hvar neyta má tóbaks, 3) auglýsingar fjarlægðar og sýnileiki tóbaks minnkaður, 4) efnahagslegar aðgerðir, 5) skilgreiningar og flokkun tóbaks og nikótíns að lögum, 6) eftirlit, skipulag og valdheimildir yfirvalda í tóbaksvörnum, 7) aukin fræðsla, þekking og stuðningur við tóbaksvarnir. Siv sagði að það atriði áætlunarinnar sem valdið hefði hvað mestum umræðum og deilum væri sú tillaga að sala á tóbaki verði takmörkuð við apótek. Lagt er til að í lok hins 10 ára tímabils verði einungis hægt að kaupa tóbak í apótekum gegn framvísun lyfseðils frá lækni. Þetta er í samræmi við að nikótín og tóbak verði skilgreind sem ávana- og fíkniefni í lögum og tóbak og tóbaksreykur verði flokkuð sem krabbameinsvaldandi eiturefni. Siv sagði að fremur en láta tillöguna falla á ágreiningi innan þingsins um að takmarka sölu tóbaks við apótek, þá væri lending fólgin í því að leggja til að tóbak verði einungis selt á útsölustöðum ÁTVR. Um enn frekari takmarkanir við því hvar neyta má tóbaks er lagt til að allar reykingar á almannafæri verði bannaðar. Reykingar verði þannig óheimilar á lóðum opinberra bygginga, á gangstéttum, í almenningsgörðum og á baðströndum. Þá verði reykingar undir stýri óheimilar og alfarið óheimilar í bílum þar sem eru börn undir 18 ára aldri. Einnig verði óheimilt að reykja á svölum fjölbýlishúsa og opinberra bygginga og óheimilt verði að reykja í nærveru þungaðra kvenna og barna vegna eituráhrifa óbeinna reykinga. í ályktuninni er ennfremur lögð áhersla á að hindra að nýjar tegundir tóbaks festi rætur og er þar sérstaklega vísað til munntóbaks og innlendrar framleiðslu og sölu á neftóbaki sem ungmenni nota í stórauknum mæli sem munntóbak. Tekið er fram að neysla á munntóbaki sé víðast hvar bönnuð í Evrópu og ísland á því á hættu að hverfa úr hópi forystuþjóða um tóbaksvarnir ef ekki er tekið á þessu. „Margt bendir til að Alþingi þurfi nú að huga að næstu skrefum ef ísland á ekki að dragast aftur úr öðrum forystulöndum í tóbaksvörnum," segir í greinargerð ályktunarinnar. Þá er bent á að nettókostnaður samfélagsins vegna reykinga sé um 30 milljarðar króna árlega. Áhrif reykinga á meðgöngu Danski læknirinn Steen Stender flutti erindi um rannsóknir sínar á áhrifum reykinga þungaðra kvenna á fóstur og nýbura. Stender er íslendingum að góðu kunnur frá síðasta ári en hann var ráðgjafi íslenskra stjómvalda um bann við notkun transfitusýra í matvælum. í erindi Stender kom fram að reykingar hafa herpandi áhrif á æðar naflastrengs og draga þannig úr flutningi næringarefna til fóstursins, sem veldur minni fæðingarþyngd nýbura reykjandi mæðra. Aðalefni erindis Stender var þó áhrif reykinga á framleiðslu köfnunarefnisoxíðs (NO) í slagæðaveggjum sem er ein helsta vörn æðakerfisins gegn æðakölkun. Rannsóknir Stenders á áhrifum reykinga benda eindregið til þess að reykingar dragi úr framleiðslu 630 LÆKNAblaðiö 2011/97
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.