Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.2011, Qupperneq 52

Læknablaðið - 15.11.2011, Qupperneq 52
UMFJÖLLUN O G GREINAR Flestir geta játað falskt ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Gísli H. Guðjónsson prófessor við sálfræðideild King's College í London er einn helsti sérfræðingur heimsins á sviði réttarsálfræði. Hann hefur verið í fararbroddi við rannsóknir á áreiðanleika játninga sakborninga í þekktum alvarlegum glæpamálum þar sem ákært hefur verið fyrir nauðganir, morð og hryðjuverk. Rannsóknir hans og vitnisburður hafa orðið til þess að dómum hefur verið hnekkt, lífstíðarfangar sýknaðir og aftökum aflýst. Rannsóknir Gísla á þessu sviði hafa gerbreytt yfirheyrsluaðferðum lögregluyfirvalda í Bretlandi og víðar og haft afgerandi áhrif á afstöðu dómara og dómskerfis til áreiðanleika játninga með tilliti til þeirra aðferða sem beitt er við að ná þeim fram. Gísli hlaut nýverið CBE-orðu Bretadrottningar (Commander of the British Empire) en hann er fyrsti klíníski sálfræðingurinn sem hlotnast sá heiður. Hann hefur jafnframt hlotið Professional Practice Board Lifetime Achievement Award (2010), viðurkenningu frá breska sálfræðingafélaginu, og er heiðursdoktor (2001) við læknadeild Háskóla fslands fyrir rannsóknir sínar á sviði klínískrar sálfræði og geðlækninga. Lykili að óáreiðanlegri játningu Læknablaöiö ræddi við Gísla um áreiðanleika játninga sem fengnar eru fram með yfirheyrslum á sakborningum sem hafðir eru í gæsluvarðhaldi og einangrun og hversu mikil áhrif yfirheyrsluaðferðir geta haft til að knýja fram falskar játningar. Gísli hefur einnig rannsakað áreiðanleika og gildi framburðar vitna og fórnarlamba með tilliti til aðferða og aðstæðna við yfirheyrslur og skýrslutökur. Auk samtals við Gísla er stuðst við tvær greinar sem hann hefur birt nýlega. Astæða þess að Gísli er í sviðsljósinu á fslandi þessar vikurnar er að sjálfsögðu sú að innanríkisráðherra hefur skipað rannsóknarnefnd í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Gísli segir algjörlega ótímabært fyrir sig að koma með einhverjar yfirlýsingar um það mál á þessu stigi; þar þurfi að rannsaka alla málavexti vandlega áður en kveðið er upp úr með hvort sakborningar hafi játað á sig falskar sakir eða ekki. Það mál verður því ekki til umræðu í samtali okkar en reynsla Gísla af upptöku gamalla sakamála er athyglisverð og eflaust má draga ályktanir af því. „Það kemur fyrir að mál eru tekin upp þó orðin séu 40-50 ára gömul, svo Guðmundar- og Geirfinnsmálið er ekkert einsdæmi hvað það varðar. Ég hef unnið að málum sem orðin eru á milli 30-50 ára gömul og í sumum tilfellum eru sakborningar látnir. Þegar svona gömul mál eru tekin upp í Bretlandi er það falið nefnd sem nefnist Criminal Cases Review Commission og ég hef unnið með henni að rannsókn margra mála. Það fyrsta sem maður skoðar eru kringumstæður málsins. Hvað varð til þess að sakborningar voru upphaflega handteknir? Voru þeir settir í gæsluvarðhald og/eða einangrun? Hversu lengi var þeim haldið þannig? í Bretlandi er ekki hægt að halda neinum í gæsluvarðhaldi nema í sjö daga (grunuðum hryðjuverkamönnum má þó halda í allt að 30 daga). Að halda sakborningi í gæsluvarðhaldi og einangrun í eitt til tvö ár er mjög óvenjulegt miðað við önnur lönd og eykur verulega áhættuna á fölskum játningum." í annarri greininni af tveimur eftir Gísla sem stuðst er við í þessu viðtali segir orðrétt: „Það er skoðun undirritaðs, sem tók umtalsverðan þátt í rannsókn 28 af málunum í Bretlandi (sem hæstiréttur tók upp aftur og hnekkti) og hefur rannsakað öll málin ítarlega, þar á meðal þau þar sem framganga lögreglu var óviðeigandi, að lykillinn að óáreiðanlegri játningu hafi verið getuleysi sakbornings til að standast álag vegna gæsluvarðhalds og framgangs lögreglunnar."1 Gísli rifjar upp mál sem hann rannsakaði í Noregi þar sem ungur maður hafði játað á sig morð en aðstæður gáfu tilefni til að ætla að hann hefði játað falskt. „Honum hafði verið haldið í gæsluvarðhaldi í mánuð og verið yfirheyrður mjög oft og lengi. Norskir dómstólar voru tregir til að taka niðurstöðu mína trúanlega um að pilturinn hefði játað falskt, en kviðdómur hnekkti dómnum eftir að ég gaf vitnisburð og hann var látinn laus. Málið var rannsakað að nýju og leiddi DNA-rannsókn að lokum í ljós að hann er saklaus. Þetta eina mál gerbreytti afstöðu norska réttarkerfisins til falskra játninga og norska lögreglan tók upp nýja yfirheyrslutækni (PEACE-líkanið)." Tvær þekktar yfirheyrsluaöferöir Þegar skoðað er hvernig yfirheyrslur hafa farið fram er litið til þess hversu langar þær voru, hvort sakborningur fékk að sofa á milli, hvernig spurningum var hagað og hvort yfirheyrslan var tekin upp á segulband eða myndband. í gömlum málum er upptökum ekki til að dreifa og einu heimildirnar um yfirheyrslur eru skýrslur lögreglunnar. „Það var gríðarleg framför þegar lögreglu var gert skylt að taka upp á segulband allar yfirheyrslur og viðtöl hér í Bretlandi uppúr 1986. Þetta gerbreytti öllu varðandi yfirheyrslur, tók af allan vafa um hvað var sagt í yfirheyrslum, hvernig spurningar voru orðaðar og það sem skiptir ekki minna máli, hvernig lögregla og sakborningar höguðu sér." Gísli segir að stórt framfaraskref hafi verið stigið árið 1992 í Bretlandi þegar hið svokallaða PEACE-líkan var innleitt við yfirheyrslur og lögreglumenn fengu formlega þjálfun í yfirheyrslutækni. „PEACE-líkanið byggist á því að spurningar séu ekki leiðandi, það má 632 LÆKNAblaðið 2011/97
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.