Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.2011, Qupperneq 56

Læknablaðið - 15.11.2011, Qupperneq 56
UMFJÖLLUN O G GREINAR Grunnrannsókn sem lofar góðu ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Þórunn Ásta Ólafsdóttir líffræðingur varði doktorsritgerð sína um áhrif bólusetninga á nýbura í músamódeli við læknadeild Háskóla fslands þann 23. september síðastliðinn. Heiti ritgerðarinnar er Ónæmissvör nýbura við bólusetningu - Nýir ónæmisglæðar og ónæmisvakar til vemdar gegn pneumókokka- og inflúensusjúkdómum. Verkefnið var styrkt af Háskólasjóði Eimskipafélags íslands, Vísindasjóði Landspítalans og PATH's Pneumococcal Vaccine Project, Bandaríkjunum. Leiðbeinandi við verkefnið var prófessor Ingileif Jónsdóttir. Andmælendur voru Richard Malley dósent í barnalækn- ingum við Harvard Medical School og læknir við smitsjúkdómadeild Children's Hospital í Boston, og Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla íslands og sérfræðingur í smitsjúkdómum á Landspítala. Þórunn Ásta lauk BS-gráðu í líf- fræði árið 2002 og meistaraprófi í heilbrigðisvísindum 2005. Hún starfar á ónæmisfræðideild Landspítala en stefnir á frekari vísindarannsóknir erlendis á næsta ári. „Markmið verkefnisins var að kanna áhrif bólusetninga á nýbura. Rannsóknin var gerð í músamódeli þar sem ekki er hægt að gera svona grunnrannsókn á mönnum. Eg var að kanna áhrif bólusetninga gegn tveimur alvarlegum sýklum sem herja á ungbörn, Streptococcus pneumoniae (pneumókokkar) og inflúensuveiru. Með þetta markmið í huga notaði ég mismunandi bóluefni og bætti út í þau ónæmisglæðum en þeir hafa þann tilgang að yfirvinna takmarkanir á ónæmiskerfi nýbura og svörun við bólusetningum," segir Þórunn Ásta um rannsóknarverkefnið. Músamódelið sem Þórunn Ásta notaði voru sjö daga gamlar mýs en ónæmiskerfi þeirra og nýbura manna hefur sambærilegan þroska. „Eg rannsakaði áhrif bólusetninganna með tilliti til vessabundinna og frumubundinna ónæmissvara sem eru nauðsynlegir til að vernda gegn þessum tveimur sýklum, en með því að nota músamódel get ég skoðað nákvæmlega hvaða frumugerðir og sameindir virkjast í milta, eitlum og blóði. Ómögulegt væri að gera slíkar rannsóknir í mönnum því þær takmarkast við mælingar á blóðsýnum. Annar kostur sem dýramódel eins og okkar hefur, er að við getum framkallað sýkingar og þannig metið beint verndandi áhrif bólusetninganna gegn sjúkdómnum. Á rannsóknarstofunni okkar hefur verið þróað sýkingarmódel í músum þar sem sýkt er um nef til að líkja eftir náttúrulegri sýkingu pneumókokka, og síðan er sýking í lungum og blóði metin með því að telja bakteríurnar." Færri skammtar mikilvægari Pneumókokkar eru algeng baktería í nefkoki ungbarna og er oft án einkenna, en ef hún nær sér á strik getur hún valdið eyrnabólgu, lungnabólgu, heilahimnubólgu og alvarlegum blóðsýkingum. „Það eru kannski ekki mörg börn sem deyja af völdum pneumókokka í hinum vestræna heimi, þar sem hægt er að gefa sýklalyf, en þó ber að hafa í huga að sýklalyfjaónæmum pneumókokkum fer sífellt fjölgandi. Ekki má heldur draga úr því að pneumókokkasýkingar eru mjög algengar á heimsvísu, sérstaklega hjá börnum yngri en tveggja ára og eldra fólki. í þróunarlöndunum eru pneumókokkar algeng orsök ungbarnadauða og á hverju ári deyr um ein milljón barna í heiminum af völdum þessarar bakteríu." Þórunn Ásta segir hluta rannsóknarverkefnis síns hafa beinst að því að þróa breiðvirkara bóluefni sem verndar gegn fleiri gerðum bakteríunnar en nú tíðkast. „Prótíntengt fjölsykrubóluefni gegn pneumókokkum sem notað er við ungbarnabólusetningar nú, virkar vissulega mjög vel en hefur samt ýmsar takmarkanir. Það er ekki mjög breiðvirkt og virkni þess er því breytileg eftir heimssvæðum, einnig er það mjög dýrt í framleiðslu og það þarf að gefa það í þremur skömmtum á fyrsta ári barnsins, sem gerir það að verkum að það er of dýrt fyrir flest þróunarlönd. Bakterían fyrirfinnst með 90 mismunandi hjúpgerðir. Þau bóluefni sem notuð eru nú virka á 10 eða 13 þeirra en það fer eftir bóluefnaframleiðendum. Mitt rannsóknarverkefni snerist að hluta til um að auka ónæmisvekjandi eiginleika prótíntengds fjölsykrubóluefnis með því að bæta ónæmisglæðum út í bóluefnið, þannig að hægt sé að gefa það sem fyrst eftir fæðingu og vekja vernd með færri skömmtum af því. Ég kannaði einnig virkni nýs bóluefnis á nýbura sem inniheldur vel varðveitt prótín úr bakteríunni og gæti því veitt vernd gegn öllum 90 hjúpgerðunum. Þetta bóluefni yrði ódýrara í framleiðslu en pneumókokkabóluefni sem nú eru á markaði. Kjami rannsóknarinnar snerist því annars vegar um að efla virkni þeirra bóluefna sem eru til með því að bæta út í þau ónæmisglæðum og hins vegar að finna öflugra og ódýrara bóluefni sem henta myndi nýburum." Ein bólusetning nægi Rannsókn Þórunnar Ástu á bóluefni gegn inflúensuveiru snerist um að finna bóluefni fyrir ungbörn sem eru alla jafna ekki bólusett fyrir inflúensu innan við sex mánaða aldur. „Ungböm eru þó í hættu að fá alvarlegar sýkingar af völdum inflúensuveiru. Ein af ástæðum þess að við vildum rannsaka þetta er að mikilvægt er að finna bóluefni sem er í senn öflugt og að nota megi sem minnstan skammt af bóluefninu, sérstaklega með yfirvofandi heimsfaraldur inflúensu í huga. Til að tryggja verndandi ónæmissvar barna 636 LÆKNAblaðið 2011/97
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.