Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.2011, Page 57

Læknablaðið - 15.11.2011, Page 57
UMFJÖLLUN O G GREINAR undir níu ára aldri sem er bólusett í fyrsta skipti gegn inflúensu þarf að bólusetja það tvisvar með fjögurra vikna millibili. Þar sem endurhanna þarf inflúensubóluefni á hverju ári er oft knappur tími fyrir endurteknar bólusetningar áður en inflúensufaraldur gerir vart við sig. Rannsóknin snerist því að talsverðu leyti um að finna rétt hlutfall bóluefnis og ónæmisglæðis til að ein nýburabólusetning myndi nægja til að veita vemdandi svar gegn inflúensu. Heildarniðurstaða verkefnisins er að nýburabólusetningar gegn pneumókokkum og inflúensuveiru eru raunhæfur kostur hvað músamódelið varðar," segir Þórunn Asta. „Eflaust er enn töluvert i að nýburabólusetningar gegn þessum sýklum verði kannaðar í mönnum og erfitt að yfirfæra niðurstöðumar beint úr músum í menn. En þetta lofar mjög góðu. Ónæmissvörun í nýburum er mjög Th2- sveigð, sem þýðir að ónæmissvörunin er ekki mjög góð gagnvart veirusýkingum, en þar viljum við helst sjá Thl- eða Thl7-svörun. Ég gat hins vegar haft skammtasparandi áhrif með því að gefa ónæmisglæði með bóluefninu og náði jafnframt að sveigja ónæmissvar nýburamúsanna í veirudrepandi átt. Einnig náðum við að draga verulega úr pneumókokkasýkingum eftir einungis eina nýburabólusetningu með prótíntengdu fjölsykrubóluefni og öflugum ónæmisglæði. Niðurstöðurnar gáfu því til kynna að með réttum hlutföllum af bóluefni og ónæmisglæði mætti ná fram verndandi ónæmissvari með nýburabólusetningum." Þórunn Ásta segir rannsóknir á ónæmisglæðum hafa aukist mjög seinustu ár. „Þetta er flokkur efna sem ýtir undir ónæmissvörun og hefur skammtasparandi áhrif. Ekki eru hins vegar komin leyfi fyrir því að nota nema mjög fáa ónæmisglæða í mönnum og enn vantar ónæmisglæða á markað „þíið væri mikill áfangi ef hægt væri að bólusetja börn íþróunarlöndunum með einni bólusetningu strax við fæðingu," segir Þórunn Ásta Ólafsdóttir nýbakaður doktor. sem nýst gætu við nýburabólusetningar." Hún segir að hluti rannsóknarinnar hafi snúist um að finna leið til að bólusetja ungbörn fyrr en tíðkast í dag og um leið að komast af með eina bólusetningu í stað fleiri yfir lengra tímabil. „Fyrir ástandið í þróunarlöndunum er þetta mjög mikilvægt því þar fá mæður og nýburar kannski ekki heilbrigðisþjónustu nema rétt í kringum fæðinguna. I heiminum deyja árlega um 3,6 milljónir barna á fyrstu fjórum vikunum eftir fæðingu. Þriðjungur þeirra deyr af völdum sýkinga. Það væri því mikill áfangi að geta bólusett börnin með einni bólusetningu strax við fæðingu. Rannsóknir hafa líka sýnt að ef börn bera pneumókokkabakteríuna í nefkoki á þeim tíma sem þau eru bólusett með prótíntengdu fjölsykrubóluefni, dregur það úr virkni bóluefnisins. Þar er önnur ástæða þess hversu mikilvægt er að geta bólusett þau sem fyrst eftir fæðingu." LÆKNAblaðið 2011/97 637 L

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.