Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.2011, Qupperneq 75

Læknablaðið - 15.11.2011, Qupperneq 75
áhrif voru á frjósemi karldýra. Við skammta sem höfðu eiturverkanir á móður (5-10 föld útsetning í plasma sjúklinga) sást minnkun á líkamsþyngd fósturs og lífslíkum fósturvísis og fósturs ásamt aukningu á fósturgöllum í rottum og kanínum. í rannsóknum fyrir og eftir fæðingu sást aukning í tíðni fósturláta við skammta sem höfðu eituráhrif á móður (skammtur sem samsvarar fjórfaldri útsetningu í plasma sjúklingum). Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla: Engar rannsóknir hafa verið gerðar til að kanna áhrif lyfsins á hæfni til aksturs eða notkunar véla. Aukaverkanir: Samtals 12.091 sjúklingi var slembiraðað í lykilrannsókninni sem fólst í rannsókn á fyrirbyggjandi meðferð gegn heilaslagi og segareki í slagæðum hjá sjúklingum með gáttatif. Af þessum sjúklingum fengu 6.059 meðferð með 150 mg dabigatran etexílat tvisvar á sólarhring en 5.983 fengu 110 mg tvisvar á sólarhring. Aukaverkanir komu fram hjá samtals 22% sjúklinga með gáttatif á fyrirbyggjandi meðferð gegn heilaslagi og segareki í slagæðum (langtíma meðferð ailt að 3 ár). Algengasta aukaverkunin sem tilkynnt var um, var blæðing sem átti sér stað hjá samtals u.þ.b.16,5% sjúklinga með gáttatif á fyrirbyggjandi meðferð gegn heilaslagi og segareki í slagæðum. Þó að meiriháttar eða alvarleg blæðing hafi verið mjög sjaldgæf aukaverkun í klínískum rannsóknum getur hún komið fram og óháð staðsetningu valdið fötlun, lífshættu og jafnvel dauða. Aukaverkanir sem komu fram við fyrirbyggjandi meðferð gegn heilaslagi og segareki í siagæðum hjá sjúklingum með gáttatif: 150 me dabigatran etexilat tvisvar á dae: Algengar (i 1/100 <1/10): Blóðleysi, blóðnasir, blæðing í meltingarvegi, kviðverkir, niðurgangur, meltingartruflun, ógleði, blæðing frá þvag- og kynfærum. Sjaldgæfar (i 1/1.000, <1/100): Minnkaður blóðrauði, blóðflagnafæð, lyfjaofnæmi, útbrot, kláði, blæðing innan höfuðkúpu, margúll, blæðing, blóðhósti, blæðing frá endaþarmi, blæðing frá gyllinæð, sár í meltingarvegi, maga-og vélindabólga, vélindabakflæði, uppköst, kyngingartregða, alanínamínótransferasi hækkaður, aspartatamínótransferasi hækkaður, óeðlileg lifrarstarfsemi/ lifrarpróf óeðlileg, húðblæðingar, blóð í þvagi. Mjög sjaldgæfar(i 1/10.000, <1/1.000): Lækkuð blóðkomaskil, ofsakláði, hækkuð lifrarensím, gallrauðaaukning í blóði, blæðing í lið, blæðing á stungustað, blæðing við æðalegg, blæðing í skurðsári. Koma örsjaldan fyrir (< 1/10.000): Berkjukrampi. 110 mg dabigatran etexilat tvisvar á dae: Aigengar (i 1/100, <1/10): Blóðleysi, blóðnasir, blæðing í meltingarvegi, kviðverkir, niðurgangur, meltingartruflun, ógleði. Sjaldgæfar (>1/1.000, <1/100): Minnkaður blóðrauði, blóðflagnafæð, lyfjaofnæmi, útbrot, kláði, blæðing innan höfuðkúpu, margúll, blæðing, blóðhósti, blæðing frá endaþarmi, blæðing frá gyllinæð, sár í meltingarvegi, maga-og vélindabólga, vélindabakflæði, uppköst, kyngingartregða, alanínamínótransferasi hækkaður, aspartatamínótransferasi hækkaður, óeðlileg lifrarstarfsemi/lifrarpróf óeðlileg, húðblæðingar, blæðing frá þvag- og kynfærum, blóð í þvagi. Mjög sjaldgæfar (> 1/10.000, <1/1.000): Lækkuð blóðkornaskil, ofsakláði, hækkuð lifrarensím, gallrauðaaukning í blóði, blæðing í lið, blæðing á stungustað, blæðing við æðalegg, blæðing í skurðsári. Tiðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tiðni út frá fyrirliggjandi gögnum): Berkjukrampi. Blæðing: í lykilrannsókn sem fólst í rannsókn á fyrirbyggjandi meðferð gegn heilaslagi af völdum segareks og segareki í slagæðum sjúklinga með gáttatif var blæðingartilvikum skipt niður í meiriháttar blæðingar og hvers konar blæðingar. Af 6.015 slembiröðuðum sjúklingum sem fengu dabigatran etexílat 110 mg tvisvar á dag voru 342 (2.78%l beirra með meiriháttar blæðingu: 27(0,23%) með blæðingu innan höfuðkúpu; 134 (1,14%) með blæðingu í meltingarvegi og 23 (0,19%) með banvæna blæðingu. Minniháttar blæðineu feneu 1.566 (13,16%). Hvers konar blæðingu fengu 1.754 (14,74%). Af 6.076 slembiröðuðum sjúklingum sem fengu dabigatran etexílat 150mg tvisvar á dag voru 399 (3.32%) beirra með meiriháttar blæðineu: 38 (0,32%) með blæðingu innan höfuðkúpu; 186 (1,57%) með blæðingu í meltingarvegi og 28 (0,23%) með banvæna blæðingu. Minniháttar blæðineu fengu 1.787 (14,85%). Hvers konar blæðineu fengu 1.993 (16,56%). Af 6.022 slembiröðuðum sjúklingum sem fengu Warfarin voru 421 (3.57%) með meiriháttar blæðingu: 90 (0,76%) með blæðingu innan höfuðkúpu; 125 (1,07%) með blæðingu í meltingarvegi og 39 (0,33%) með banvæna blæðingu. Minniháttar blæðinsu fengu 1.931 (16,37%). Hvers konar blæðingu fengu 2.166 (18,37%). Skilgreint var að meiriháttar blæðing þyrfti að uppfylla eitt eða fleiri af eftirfarandi skilyrðum: Blæðing tengd minnkun á blóðrauða um a.m.k. 20 g/l eða sem leiddi til blóðgjafar á a.m.k 2 einingum af blóði eða rauðkornaþykkni. Blæðing með einkennum á svæði eða í líffaeri, sem getur haft alvarlegar afleiðingar: inni í auga, innan höfuðkúpu , í mænugöngum eða í vöðva með rýmisheilkenni (compartment syndrome), blæðing aftan skinu, blæðing í lið eða blæðing í gollurhúsi. Meiriháttar blæðingar voru skilgreindar lífshættulegar ef þær uppfylltu eitt eða fleira af eftirfarandi skilyrðum: Banvæn blæðing, blæðing innan höfuðkúpu með einkennum, minnkun á blóðrauða um a.m.k. 50 g/l, blóðgjöf á a.m.k 4 einingum af blóði eða rauðkornaþykkni, blæðing ásamt lágþrýstingi sem krafðist meðferðar með lyfjum í bláæð sem breyta samdráttarkrafti hjartans, blæðing sem krafðist inngrips með skurðaðgerð. Þátttakendur, sem var slembiraðað á dabigatran etexílat 110 mg tvisvar á sólarhring eða 150 mg tvisvar á sólarhring, voru í marktækt minni hættu á lífshættulegum blæðingum og blæðingum innan höfuðkúpu borið saman við warfarin [p < 0,05]. Báðir styrkleikar dabigatran etexílats höfðu í för með sér tölfræðilega marktækt lægri heildartíðni blæðinga. Þátttakendur, sem var slembiraðað á dabigatran etexílat 110 mg tvisvar á sólarhring, voru i marktækt minni hættu á meiriháttar blæðingum borið saman við warfarin (áhættuhlutfall 0,80 [p=0,0026j. Þátttakendur, sem var slembiraðað á dabigatran etexílat 150 mg tvisvar á sólarhring, voru í marktækt aukinni hættu á meiriháttar blæðingum í meltingarvegi borið saman við warfarin (áhættuhlutfall 1,47 [p=0,0008j. Þessi áhrif sáust fyrst og fremst hjá sjúklingum > 75 ára. Klínískur ávinningur dabigatrans með tilliti til fyrirbyggjandi meðferðar gegn heilaslagi og segareki í slagæðum og minnkuð hætta á blæðingu innan höfuðkúpu borið saman við warfarin hélst í einstökum undirhópum sjúklinga, hvort sem um er að ræða skerta nýrnastarfsemi, hærri aldur, samhliða lyfjameðferð svo sem með lyfjum sem hindra samloðun blóðflagna eða P-glýkóprótein hemlum. Þó að sumir undirhópar sjúklinga séu í aukinni hættu á meiriháttar blæðingu þegar þeir eru meðhöndlaðir með segavarnarlyfi er aukin blæðingarhætta af völdum dabigatrans vegna blæðingar í meltingarvegi, sem yfirleitt sést innan fyrstu 3-6 mánaðanna eftir að meðferð með dabigatran etexílati hefst. Hiartadreo: í RE-LY rannsókninni var heildartíðni hjartadreps fyrir dabigatran etexilat borið saman við warfarin aukin frá 0,64% (warfarin) í 0,82% (dabigatran etexílat 110 mg tvisvar á sólarhring)/ 0,81% (dabigatran etexllat 150 mg tvisvar á sólarhring). Ofskömmtun: Skammtar af dabigatran etexílati sem eru hærri en ráðlagðir skammtar valda aukinni blæðingarhættu hjá sjúklingum. Ef grunur er um ofskömmtun getur storkupróf hjálpað til við að meta blæðingarhættu. Kvarðað magnbundið dTT próf eða endurteknar mælingar dTT geta spáð fyrir um hvenær ákveðnum dabigatran gildum verði náð, einnig þegar gripið hefur verið til viðbótaraðgerða t.d. skilunar. Of mikil blóðþynning getur leitt til að gera verður hlé á meðferð með Pradaxa. Ekkert mótefni gegn dabigatrani er til. Ef um blæðingar er að ræða verður að hætta meðferð og greina uppruna blæðingarinnar. Þar sem dabigatran skilst fyrst og fremst út um nýru verður að viðhalda fullnægjandi þvagmyndun. Veita skal viðeigandi stuðningsmeðferð eftir því sem læknirinn ákveður, t.d. stöðvun blæðingar með skurðaðgerð eða meðferð til að viðhalda blóðrúmmáli. Próteinbinding er lítil og skilst því dabigatran út með blóðskilun, en í klínískum rannsóknum er lítil klínísk reynsla fyrir hendi sem sýnir notagildi þeirrar aðgerðar. Markaðsleyfishafi: Boehringer Ingelheim International GmbH, D-55216 Ingelheim am Rhein, Þýskaland. Umboðsaðili á fslandl: Vistor hf., Hörgatúni 2, 210 Garðabæ. Dagsetning síðustu samþykktar SPC sem þessi stytti texti byggir á: 01/08/2011 Sjá nánar undir Lyfjaupplýsingar á vef Lyfjastofnunar: www.lvfiastofnun.is Afgreiðslutilhögun: R, einungis afgreitt gegn lyfseðli. Pakkningar og verð (1. október 2011): Pradaxa 150 mg, 60 stk. 16.949 kr.; Pradaxa 150 mg, 180 stk. 46.510 kr. Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga: E. Sjá nánari upplýsingar á vef Lyfjagreiðslunefndar: www.lgn.is LÆKNAblaðið 2011/97 655
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.