Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.2012, Page 9

Læknablaðið - 15.12.2012, Page 9
RITSTJÓRNARGREIN Þröngt á þingi á Landspítala Vilhelmína Haraldsdóttir Höfundur er læknir og framkvæmdastjóri lyflækningasviös Landspitala vilhehar@landspitali. is Landspítali er iðulega í fréttum fjölmiðla og er þá athyglinni gjarnan beint að erf- iðum aðbúnaði sjúklinga og starfsfólks. A síðustu vikum hafa æ fleiri sjúklingar á sólarhringslegudeildum ekki fengið rúm á sjúkrastofu heldur þurft að byrja innlögn sína á gangi sjúkradeilda. Þetta veldur sjúk- lingum miklu ónæði og þjáningum á erf- iðum tíma í þeirra lífi og víst er að mörgum verður ekki svefnsamt á ganginum. Starfs- fólk spítalans finnur mjög fyrir því að geta ekki sinnt sínu starfi eins vel og það vill við þessar aðstæður. Þetta ástand hefur fyrst og fremst verið bundið við sjúklinga sem leggjast inn á lyflækningadeildir Land- spítala. Það eru oft aldraðir sjúklingar með erfiða langvinna sjúkdóma. Þessum upp- lýsingum um yfirlagnir á hverri deild er haldið vel saman í Heilsugátt Landspítala. Eðlilegt er að margir spyrji af hverju þetta er svona hjá þjóð sem er þrátt fyrir allt sem á henni hefur dunið, með vel starf- andi heilbrigðiskerfi. Víst er að þetta er bæði gömul saga og ný. Vandamálið með gangainnlagnir er ekki bundið við ísland. Flest nágrannalönd okkar og sjúkrahús í þéttbýli lenda í því að álagið er toppótt og vandfundið er það sjúkrahús sem aldrei er í vandræðum með fjölda innlagðra sjúk- linga. Það sem þó gerir ástandið erfitt á Landspítala er að það hefur verið meira og minna viðvarandi í rúmt ár. Hvað veldur því að ástandið er óvenju slæmt nú? Jú, Landspítali hefur þurft að skera niður 23% af fjárheimildum síðustu fjögurra ára og eitt af ráðunum til þess að takast á við þann niðurskurð hefur verið að fækka sólarhringsrúmum en fjölga þess í stað úrræðum á dagdeildum. Þetta er í takt við þróunina í löndunum í kringum okkur. Þá er þjóðin að eldast og samhliða fjölgar langveikum. Aldraðir eru jú þeir sem nota sjúkrahúsin hvað mest. Þeir sjúkdómar sem um ræðir eru meðal annars hjarta- og æða- sjúkdómar, langvinnir lungnasjúkdómar og fjölmargir illkynja sjúkdómar. Síðast en ekki síst hefur fjölgað mjög á Landspítala sjúklingum sem hafa fengið viðurkennt færni- og heilsumat (áður vist- unarmat) til að flytja á hjúkrunarheimili en hafa enn ekki fengið pláss. Þann 1. nóvem- ber síðastliðinn biðu 50 sjúklingar með gilt mat fyrir hjúkrunarheimili á deildum og voru nær allir á lyflækningadeildum. Um miðjan síðasta áratug voru þessir einstak- lingar sem biðu á Landspítala enn fleiri, eða oft um eða yfir 100, en þá voru sólarhrings- rúm líka mun fleiri á spítalanum og hægt að mæta vandamálinu betur. í byrjun árs 2008 var reglum um vistun á hjúkrunarheimili breytt þannig að mun meiri kröfur voru gerðar til þess að öll úrræði til endurhæf- ingar og dvalar heima með heimaþjónustu væru fullreynd. Þetta gerði það að verkum að dvöl sjúklinga á hjúkrunarheimili stytt- ist og þar með biðtími eftir plássum, og ein- ungis örfáir sjúklingar biðu á Landspítala eftir hjúkrunarheimili. Nú síðustu ár hefur aftur fjölgað á biðlistanum. Velferðarráðherra gerði grein fyrir mál- inu á Alþingi í lok október og þá biðu 244 einstaklingar á landinu öllu eftir hjúkr- unarheimili, þar af voru 128 á höfuð- borgarsvæðinu og flestir þeirra, eða 102, í Reykjavík. Helmingur þeirra sem bíða í Reykjavík er á Landspítala. Einnig kom fram að plássum á hjúkrunarheimilum hefur fækkað um 109 frá árinu 2009, fyrst og fremst vegna þess að hjúkrunarheim- ilin hafa breytt fjölbýlum í einbýli, sem er skiljanlegt því þannig eru kröfur dagsins í dag, en á meðan liggja veikir sjúklingar á göngum spítalans. Þessi fækkun er aðallega á höfuðborgarsvæðinu. Landspítali fékk aukafjármagn fyrir árið 2012 til þess að reka 18 rúma hjúkrunardeild til að brúa þetta bil en það dugar hvergi nærri til að vega upp á móti þessum fjölda. Þá er reglugerð um val sjúklinga á hjúkrunarheimili þannig að innbyggð töf verður á að sjúklingur flytji á heimilið. Mikilvægt er því að uppbygging hjúkrunarheimila á höfuðborgarsvæðinu haldi áfram, því öldruðum mun fjölga hlut- fallslega á næstu árum. Þó að við gerum allt sem við getum sem samfélag til þess að aldraðir geti verið sem lengst heima, mun alltaf vera einhver hluti sem þarfnast þess að fara á hjúkrunarheimili. Það er einnig eðlileg krafa að þeir sem þurfa á hjúkrunar- heimili að halda fái einbýli en það má ekki vera á kostnað þess að sjúklingar með bráð vandamál á sviði lyflækninga þurfi að líða fyrir. Þegar Landspítali sameinast í nýjum spítala við Hringbraut verður öllum sjúk- lingum boðið upp á einbýli, en slíkt er nauðsynlegt í nútímaheilbrigðisþjónustu og flokkast á engan hátt undir lúxus. Vegna þess hve einbýli eru nú fá kemur iðulega fyrir á yfirfullri sjúkradeild að einn sjúklingur er á tvíbýli, oftast vegna smit- gátar eða að ástand sjúklings er það alvar- legt að ekki er hægt að hafa annan sjúkling á sama herbergi. Einbýli eru mannréttindi og mikilvægur þáttur í öryggi sjúklinga á spítala eins og Landspítala. Bed occupancy rate in Landspítali University Hospital, Reykjavík, lceland Vilhelmína Haraldsdóttir MD, MPA Executive Director of Internal Medicine Services Landspítali University Hospital LÆKNAblaðlö 2012/98 637

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.