Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 12
RANNSÓKN Tafla I Algengi sykursýki 2 (SS2) i körlum og konum sem bjuggu i Reykjavik 1967, skoðað eftirbúsetu fyrstu 20 æviárin ísveit eða sjávarþorpi og ÍReykjavik (borg) frá fæðingu. 17.811 einstaklingar fæddir 1907-1935 tóku þátt í rann- sókninni á árunum 1967-1991 og var aigengið skoðað eftir aldursbilum við komu, en meðalalgengi á sykursýki 2 ihópnum var 3,6%. Búseta Sveit Sjávarþorp Borg KARLAR Fjöldi án SS2 2415 2840 2990 Fjöldi meö SS2 72 132 150 Aldur í árum (±) 53,7 (8,7) 52,2 (8,5) 51,2 (8,3) Aldursbil 34-79 33-78 33-78 % SS2 greind við komu 61,5 66,7 58,5 Algengi SS2 % (n) 3,0 (72) 4,6 (132) 5,0 (150) „ á aldrinum <55 2,3 2,8 3,6 „ á aldrinum 55-64 2,8 6,6 6,5 „ á aldrinum 65+ 7,3 11,5 11,6 KONUR Fjöldi án SS2 2635 3078 3227 Fjöldi meö SS2 73 90 109 Aldur í árum (±) 54,2 (9,1) 53,5 (8,9) 52,3 (8,9) Aldursbil 33-81 33-80 33-80 % SS2 greind við komu 52,1 42,7 40,2 Algengi SS2 % (n) 2,8 (73) 2,9 (90) 3,4 (109) „ á aldrinum <55 1,2 1,5 1,5 „ á aldrinum 55-64 3,4 3,9 5,5 „ á aldrinum 65+ 7,9 7,8 9,8 og æðasjúkdómum á íslandi. í desember 1966 voru 30.795 karlar og konur, fædd 1907-1935, skráð íbúar í Reykjavík og nágrenni. Valið var 27.281 manna slembiúrtak úr þessum hópi og boðið til þátt- töku í rannsókninni en afgangurinn hafður sem viðmið. Rann- sóknarþýðinu var skipt í 6 hópa sem rannsakaðir voru í 6 áföngum eins og lýst hefur verið í fyrri greinum.23'24 Alls þáðu 19.381 boð um þátttöku, eða 71%. í núverandi rannsókn eru notuð gögn úr fyrstu 5 áföngum Reykjavíkurrannsóknarinnar sem safnað var á árunum 1967 til 1991. Þátttakendur greindu frá búsetustöðum frá fæðingu, þar sem þeir höfðu dvalið í 5 ár eða lengur. Þótt allir þátttakendur byggju í Reykjavík og nágrenni 1967, voru 64% þeirra fædd annars staðar og höfðu búið að meðaltali í 20 ár (staðalfrávik 8 ár og fjórðungsmörk 15-24 ár) utan Reykjavíkur áður en þeir fluttu á höfuðborgarsvæð- ið. Öll sveitarfélög utan Reykjavíkur og nágrennis voru flokkuð ýmist sem sveit eða sjávarþorp með hliðsjón af korti Landmælinga íslands um hreppa-, sýslu- og kjördæmaskiptingu frá 1974. Alls var 245 sveitarfélögum skipt í fjóra flokka: Reykjavík og nágrenni, sjávarþorp, sveit og loks blandaða sveita- og sjávarbyggð eins og þegar hefur verið lýst ítarlega á öðrum vettvangi.22 í greiningu okkar á tengslum búsetu við algengi sykursýki 2 undanskildum við 1061 þátttakanda, sem bjuggu á svæðum sem flokkuð höfðu verið sem blönduð sveita- og sjávarbyggð. Rannsóknarhópurinn samanstóð því af 17.811 körlum og konum (meðalaldur 53 ár, ald- ursbil 33-81) og af þeim bjuggu 5195 (29%) í sveit að meðaltali í 20 ár áður en þau fluttu á höfuðborgarsvæðið, 6140 (35%) bjuggu í sjávarþorpum fyrstu 20 ár ævinnar en 6476 (36%) í Reykjavík frá fæðingu. Mynd 1. Algengi sykursýki 2 í körluni (n) og konum (b) sem bjuggu í Rei/kjavík 1967, flokkað eflir aidursbili við konm í Reykjavíkurrannsókninn og búsetu fyrslu 20 dr ævimmr, í sveit (29%), í sjnvarþorpi (35%) eða í Reykjavík (36%) frd fæðingu. Sykursýki 2 var greind samkvæmt skilmerkjum Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar, WHO, frá 199925, sem eru ýmist fast- andi glúkósi í sermi a7 mmol/1 við komu, frásögn um sykursýki samkvæmt spurningalista og/eða notkun sykurlækkandi lyfja. Blóðsýni voru tekin að morgni eftir næturlanga föstu. Eftirtalin efni voru mæld í sermi: heildarkólesteról, HDL-kólesteról, þríglýs- eríð og glúkósi. Efnin voru mæld á COBAS Mira efnagreini og notuð prófefni frá Roche Diagnostics samkvæmt leiðbeiningum frá framleiðanda. Blóðþrýstingur var mældur með kvikasilfursblóðþrýstings- mæli (mercurtj sphygmomanometer) og meðaltal tveggja mælinga notað. Hæð og þyngd var ákvörðuð og líkamsþyngdarstuðull (ibody mass index, BMI) reiknaður sem kg/m2. Þátttakendur svöruðu við komu spurningum um hversu oft þeir stunduðu miðlungs eða mikla líkamsrækt í frístundum. Svör voru flokkuð í aldrei, sjaldan, stöku sinnum, miðlungs eða oft. Við skiptum svörunum í tvíhliða breytu, það er í stöku sinnum til oft og aldrei eða sjaldan. Önnur spurning um þátttöku í íþróttum á aldrinum 20-29 ára var einnig skoðuð. Svör við menntun voru einnig flokkuð sem tvíhliða breyta: menntun upp að framhaldsskóla eða minna og framhaldsmennt- un og viðbótarmenntun eftir það. Þátttakendur svöruðu ítarlegum spurningalistum um heilsufar og félagslega stöðu við komu í rannsóknina. Þeir sem luku ekki við spurningalistann eða skiluðu ófullkomnum mælingum voru ekki teknir með. Þátttakendur sem greindu frá tilkomu sykursýki fyrir 40 ára aldurinn voru ekki heldur teknir með til að útiloka þá sem mögulega höfðu greinst með sykursýki af tegund 1. Gerður var samanburður á grunnmælingum þátttakenda eftir kyni og búsetu fyrstu 20 æviárin með því að nota ýmist línulega eða logistíska aðhvarfsgreiningu með aldursaðlögun. Breytur með skekkta dreifingu voru yfirfærðar á log-skala. Poisson-aðhvarfs- líkan (regression model) var notað til að meta hlutfallslega áhættu (relative risk, RR) á að fá sykursýki 2. Við útreikninga á hlutfalls- legri áhættu var leiðrétt fyrir aldri, líkamsþyngdarstuðli, þríglýs- eríðum, slagbilsþrýstingi, reykingum, menntun, hreyfingu í frí- stundum og aðkomu í áfanga rannsóknarinnar á mismunandi tíma. Tölfræðileg marktækni var ákvörðuð með tvíhliða t-prófi 640 LÆKNAblaðið 2012/98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.