Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.2012, Page 14

Læknablaðið - 15.12.2012, Page 14
RANNSÓKN Sveit Sjávarþorp Mynd 2. Algengi sykursýki 2 íkörlum (48%) og kottum, sem bjuggu í Reykjavík i967, skipt eftir búsetu í mismunandi landshlutum fyrstu 20 ár ævinnar; aöiagaö er fyrir kyni og aldri (60 ára). Láréttu Hnurnar sýna aölagað meöalalgengi þeirra sem ólust upp í sveit (2,7%) og sjávarþorpi (5%). Vikmörk eru sýndfyrir liverja súlu (95% CI) og fjöldinn að baki þeirra er þessi: Úr sveit (heildarfjöldi 5195): Vestur- og Norðveslurland (1640), Norðurland (1002), Austurland (290), Suðurland (2263). Úr sjávarþorpum (heildarfjöldi 6140): Vestur- og Norðvesturland (1918), Norðurland (1233), Austurland (935), Suðurland (743), Reykjanes (1311). Búsettir í Reykjavtk frá fæðingu (6476). ólust upp í sveit voru heldur eldri að meðaltali en einstaklingar í hinum hópunum tveimur. Gildi þríglýseríða, líkamsþyngdarstuð- uls og slagbilsþrýstings voru heldur hærri í körlum sem bjuggu í Reykjavík og nágrenni frá fæðingu en þeirra sem komu úr sveit, og reykingar voru algengari bæði meðal karla og kvenna sem bjuggu þar frá fæðingu. Menntunarstig var áþekkt í öllum búsetuhópum og voru yfir 20% karla með framhaldsmenntun. Konur voru með talsvert lægra menntunarstig en karlar, sérstaklega þær sem bjuggu við sjávarsíðuna fyrstu 20 ár ævinnar, en í þeim hópi voru 6% með framhaldsmenntun miðað við 10,8% kvenna sem bjuggu á höfuðborgarsvæðinu frá fæðingu. Lífsskilyrði voru vissulega ólík eftir héruðum landsins á fyrri hluta 20. aldar og því var ákveðið að kanna algengi sykursýki 2 eftir búsetu á mismunandi landssvæðum til sjávar og sveita eins og sýnt er á mynd 2. Ekki var skipt hér eftir kynjum, en leiðrétt fyrir aldri og kyni. Áberandi munur fannst á algengi sykursýki 2 meðal fólks sem ólst upp í sveit á austanverðu landinu miðað við þá sem bjuggu í sveit á Suðurlandi fyrstu 20 ár ævinnar. Munurinn á algengi sykursýki 2 eftir búsetu við sjávarsíðuna á mismunandi landsvæðum er ekki eins mikill, þótt algengi væri lægra meðal fólks frá Reykjanesi, Vesturlandi og Vestfjörðum en þeirra sem komu frá sjávarsíðunni norðan-, austan- og sunnanlands, þar sem algengið var nánast það sama og meðal þeirra sem bjuggu í Reykjavík og nágrenni frá fæðingu. Umræða Helstu niðurstöður voru þær að karlar sem ólust upp í sveit voru í 43% lægri áhættu á að fá sykursýki 2 síðar á ævinni miðað við að hafa búið í Reykjavík og nágrenni frá fæðingu. Konur sem ólust upp í sveit voru í 26% lægri áhættu á að fá sykursýki 2 síðar á ævinni miðað við jafnöldrur sem bjuggu í Reykjavík frá fæðingu. Enginn áhættumunur greindist meðal karla sem bjuggu fyrstu 20 árin í sjávarþorpi miðað við í Reykjavík, en meðal kvenna var algengið nánast það sama meðal þeirra sem ólust upp í sjávarþorpi og í sveit og var umtalsvert lægra en þeirra sem bjuggu í Reykjavík frá fæðingu, þótt munurinn næði ekki tölfræðilegri marktækni. Mögulega var aðbúnaður karla sem bjuggu í sjávarþorpum áþekk- ur því sem gerðist í Reykjavík, meðan karlar í sveit á sama tíma bjuggu við annan kost. Aðbúnaður kvenna í sveit og við sjávar- síðuna virðist samkvæmt þessum tilgátum hafa verið svipaður. Engar sambærilegar erlendar rannsóknir á langtímaáhrifum búsetu í uppvexti á algengi sykursýki 2 hafa fundist. Flestar rann- sóknir á algengi eru þverskurðarrannsóknir þar sem skoðað er algengi á sama tíma í borg og dreifbýli og hafa þær sýnt að víða í Norður-Ameríkuu, Ástralíu3-4 og Evrópu5 er algengi sykursýki hærra í dreifbýli, en á svæðum í Suðaustur-Asíu6'8 er þessu öfugt farið. Þennan mun má að líkindum rekja til gjörólíks aðbúnaðar fólks í dreifbýli í iðnaðarsamfélögum og í þeim löndum sem enn stunda landbúnað að gömlum sið. Þegar algengi var kannað með tilliti til búsetu í mismunandi landshlutum reyndist það lægst meðal einstaklinga sem ólust upp í sveit á austanverðu landinu. Við skoðuðum einnig algengi eftir landshlutum með því að sameina hópa sem höfðu búið í sveit og við sjávarsíðuna og reyndist algengi sykursýki vera lægst meðal einstaklinga sem komu frá Vesturlandi og Vestfjörðum. Nær- tækustu skýringarnar á þessum mun eru mismunur á umhverfis- aðstæðum og afkomu einstaklinga á umræddum landsvæðum á þeim tíma sem þátttakendur í rannsókninni voru að alast upp. Erfðafræðilegar upplýsingar um svæðisbundna einangrun innan landsvæða á árunum 1910-1935 liggja einnig fyrir.26 Mismunandi erfðaeiginleikar gætu skýrt að hluta mögulegt viðnám gegn myndun sykursýki 2 eða aukna áhættu af erfðafræðilegum grunni og væri áhugavert að kanna það nánar. Munurinn á grunnmæligildum þátttakenda í búsetuhópunum á miðjum aldri var ekki nægilega mikill til að skýra þennan mikla mun á algengi sykursýki milli búsetuhópa. Hlutfallsleg áhætta var til dæmis nánast sú sama eftir að leiðrétt hefur verið fyrir gildum á þríglýseríðum, líkamsþyngdarstuðli og slagbilsþrýstingi og til viðbótar reykingum, menntun, hreyfingu í frístundum og aðkomu í rannsóknina á mismunandi tíma. Menntunarstig var svipað meðal karla í öllum hópum, sem bendir til að lítill munur sé á þjóðfélagsstöðu milli búsetuhópa. Ásókn í frekari menntun kann að hafa verið einn af hvötunum til búsetuflutninga, þótt eftirsókn eftir ábatasamri vinnu hafi einnig verið mikilvægur þáttur. Mismunandi fæðuframboð og neysluvenjur er annar mikil- vægur þáttur sem kann að skýra þennan mun á algengi sykursýki 2 milli búsetuhópa. Mikilvægustu upplýsingar sem við höfum um mismunandi neysluvenjur til sveita og sjávar er rannsókn Mann- eldisráðs íslands sem var gerð árið 1939-1940,20 á tíma þegar stór hluti af rannsóknarhópnum var að flytja á höfuðborgarsvæðið. Mestur var munurinn á neyslu mjólkur og mjólkurafurða, en neysla þeirra var tvöfalt meiri á sveitaheimilum heldur en við sjávarsíðuna og í Reykjavík. Meira kjötmeti og slátur en minni fiskur var á borðum fólks til sveita en í Reykjavík. Hlutfall fitu var einnig hærra í sveitum og hitaeiningafjöldi meiri á sveitaheimilum en í Reykjavík (meðalhitaeiningar karla voru 3553 á dag miðað 642 LÆKNAblaðið 2012/98

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.