Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.2012, Side 25

Læknablaðið - 15.12.2012, Side 25
Y F I R L I T Sjóveiki Hannes Petersen12 læknir ÁGRIP Með yfirlitsgrein þessari er reynt að varpa Ijósi á sjóveiki, orsakir hennar, einkenni og meðferðarúrræði. Sjóveiki kemur fram þegar skynjun okkar á staðsetningu og hreyfingu líkamans er óraunveruleg eða ófyrirsjáanleg. Þrátt fyrir framfarir í hönnun og smíði skipa og annarra farartækja herjar hreyfiveiki á farþega og starfsmenn sem um borð eru. Könnun, gerð í Slysavarnaskóla sjómanna, þar sem sjómenn voru inntir eftir vinnu á sjó og hvort þeir hafi fundið fyrir sjóveiki og sjóriðu, sýndi að um 80% íslenskra sjómanna upplifa sjóveiki við störf og sjóriðu þegar í land er komið. Einkenni sjóveiki eru margvísleg en best þekktu og þau sem flestir tengja sjóveiki eru ógleði og uppköst, enda eru þau mest truflandi, um leið og þau undirstrika veikleika og vanmátt þeirra er í hlut eiga. Einkennin eru tilkomin vegna skynárekstar sjónar, jafnvægis- og stöðuskyns en þáttur jafnvægis er mikilvægastur, sérstaklega tengslin við starf ósjálfráða tauga- kerfisins sem miðlar boðum ógleði og uppkasta. Engin lyf lækna sjóveiki, fá hafa reynst árangursrík við meðhöndlun á sjóveiki og þá aðeins með því að draga úr einkennum, en mörg þeirra hafa þá aukaverkun að slæva miðtaugakerfið og þar með taugabrautir sem flytja árekstraráreitin, en það tefur bata sem felst i aðlögun að hinu hreyfiríka umhverfi. „Það eru til þrjár manngerðir, þeir lifandi, þeir dauðu og þeir sjóveiku." Anacharsis', grískur heimspekingur, 6. öld f Kr. Inngangur 'Læknadeiid Háskóia Hreyfiveiki, á ensku motion sickness eða kinetosis, er isiands, zháls-, nef- og ástand þar sem sjúkdómseinkenni koma fram þeear eyrnadeild Landspítala. einstaklingur er á ferð eða á hreyfingu í farartæki, svo sem bílveiki eða flugveiki, eða þegar umhverfið veldur henni, eins og á við um sjóveiki (nauseum mares). Það var fyrst árið 1881 að Irwin kynnti hugtakið hreyfiveiki og lýsti því þannig: Seasickness, or motion sickness, as it might be more correctly named - for not only does it occur on lakes and even on rivers, but, as is well known, a sickness identical in kind may be indu- ced by various other motions than that of turbulent water - is essentially a disturbance of the organs of equilibration.2 Hreyfiveiki hefur fylgt manninum frá örófi og hafa læknavísindin allt frá tímum Hippókratesar haft áhuga á vandamálinu enda einkennin óþægileg í hæsta máta eins og orð Cicerós bera með sér: „Heldur léti ég drepa mig en að verða sjóveikur einu sinni enn."6 Nátengd sjóveikinni er sjóriðan (mal de debarque?nent) sem þeir upplifa er lengi hafa dvalið í hreyfiríku um- hverfi eins og vænta má um borð í skipi á hafi úti og koma síðan í land og þurfa skyndilega að aðlagast því hreyfisnauða umhverfi sem þar er. Fyrirspurnir: Hannes Petersen hpet@hi.is Greinin barst 30. ágúst 2012, samþykkt til birtingar 12. nóvember 2012. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Með nútímatækni og útþrá mannsins hafa komið til ný vandamál svo sem geimveiki (space sickness),3 óþægindi við leik í tölvum4 og við þjálfun í flughermum5 sem kalla mætti sýndarveruleikaveiki (virtual environment sickness) en í því tilviki er sá grundvallarmunur að viðkomandi einstaklingur er hreyfingarlaus. í þessari grein verður orðið sjóveiki oft notað þó svo umfjöllun geti átt við um allar tegundir hreyfiveiki. Sjúk- dómseinkenni sjóveiki eru margvísleg, eins og sjá má í töflu I en best þekktu einkennin og þau sem flestir tengja sjóveiki eru ógleði og uppköst, enda eru þau mest trufl- andi, um leið og þau undirstrika veikieika og vanmátt þeirra er í hlut eiga og skýra nafngiftina „naupathia". Önnur truflandi einkenni eru til dæmis fölvi og kald- sviti, svimi og sundl, höfgi og höfuðverkur, minnisleysi og rugl en allt eru þetta einkenni sem draga verulega úr starfshæfni manna og gera þá ófæra til verka og jafnvel ósjálfbjarga. Þrátt fyrir þetta hefur ferðalögum manns- ins og störfum hans á sjó ekki fækkað og því er óhætt að segja að hreyfiveikin sé fyrst og fremst veiki þeirra er ferðast og því oft réttilega verið kölluð ferðaveiki. Algengi Allir heilbrigðir menn verða hreyfiveikir ef hreyf- ingin sem þeir útsetja sig fyrir er nógu kröftug og/ eða varir nógu lengi. Vert er að athuga að munur er á sjóveikinæmum og þeim sem eru það ekki, en það gerir aðgreiningu þessara hópa mögulega.7 Þegar sjóveiki- næmir eru kannaðir kemur í ljós að þrennt ræður við- kvæmni þeirra, en það er áreitiþröskuldur, aðlögun og þol. Þeir þurfa minna hreyfiáreiti til þess að kalla fram einkenni, þeir eru lengur að laga sig að hreyfiáreitinu og eru fyrri til að tapa aðlöguninni sé hreyfiáreitið ekki viðvarandi.8 Erfðir eru taldar ráða og er marktæk fylgni sjóveikinæmi meðal eineggja tvíbura, samanborið við tvíeggja tvíbura.9-10 Mikilvægt er að átta sig á að ekki er um eiginleg veikindi að ræða, heldur er réttara að segja að sjóveiki sé eðlileg svörun heilbrigðs einstaklings við óeðlilegu „veiku" umhverfi, eins og þegar veður eru verst á hafi úti. Talið er að allt að 90% þeirra er stunda sjósókn verði einhvern tíma sjóveikir.6 Þeir sem yngri eru fá frekar einkenni en þeir eldri og er viðbragðið talið mest milli LÆKNAblaðið 2012/98 653

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.