Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.2012, Side 26

Læknablaðið - 15.12.2012, Side 26
Y F I R L I T Hefur þú einhvern tfma fundið fyrir sjóveiki? .... ef já, þá hvenær? Hefur þú einhvern tima fundið fyrir sjóveiki? .... ef já, þá hvenær? Mynd 1. SpurningclUsti lagölir fyrir 500 sjómcnn, 22-66 ára gamla, sem þátt tóku í námskeiði við Slysavarnaskóla sjómanna, Sæbjörgu. tveggja og tólf ára aldurs. Eftir það minnkar viðbragðið og er óvanalegt að einstaklingar eldri en 70 ára finni fyrir einkennum hreyfiveiki.1112 Konur kvarta frekar um einkenni hreyfiveiki en karlar.13 í norskri könnun kom fram að yfir 80% kvenna á Lófóten- svæðinu sögðu að hreyfiveiki hefði áhrif á starf þeirra og leik, og einungis 50% karla kvörtuðu yfir því sama, en þess má geta að ferðalög á sjó eru snar þáttur í lífi og starfi þeirra sem þar búa.14 Þessi kynjamunur þýðir ekki að að konur þoli hreyfiáreiti verr eða svari því líkamlega á annan hátt,1516 heldur aðeins að heiðarleg svör um helstu einkenni hreyfiveikinnar geta verið kynbundin.17 Benda má á að líkamleg hreysti er engin vörn gegn hreyfiveiki, Mynd 2. Stöðu- og hreyfistjórnun (afturvirk slýring). sem sést meðal annars á því að 50-70% vel þjálfaðra og áhuga- samra geimfara þjást af henni.18 A árunum 2000-2002 var gerð könnun í Slysavarnaskóla sjó- manna á Islandi þar sem sjómenn voru spurðir um vinnu þeirra á sjó, störf um borð, almennt heilsufar og hvort þeir hefðu fundið fyrir sjóveiki og sjóriðu er í land kom. Þar kom fram að um 80% ís- lenskra sjómanna upplifa sjóveiki við störf sín um borð og sjóriðu er þeir koma í land (mynd 1). Meingerð I framhaldi af þeirri uppgötvun 19. aldar að völundarhús innra eyrans gegndi lykilhlutverki í skynjun jafnvægis, og þar með í því að viðhalda jafnvægi mannsins í uppréttri stöðu,2 komu fram kenningar sem byggðu á rannsóknum á daufdumbum, sem sýndu að hreyfiveiki kæmi ekki fram nema innra eyrað væri starfhæft.19 Þetta var seinna staðfest með dýratilraunum sem sýndu að ekki var hægt að framkalla hreyfiveiki í hundum og öpum ef innri eyru höfðu verið fjarlægð með skurðaðgerð.20 Jafnvægis- og heyrnar- taugin, sem er VIII. heilataugin (ncrvus vestibulocochlearis), flytur boð um heyrn og jafnvægi til miðtaugakerfisins. Ólíkt boðum heyrnarskynjunar sem fyrst og fremst ná til heilabarkarins og kalla þar fram skynjun hljóðs, berast boð jafnvægisskyns um allt miðtaugakerfið. Mikilvægust eru tengsl jafnvægisskyns við stöðu- stjórnun (posturnl control) sem gera okkur kleift að standa upp- rétt, tengsl við litla heila er tengjast samhæfingu hreyfinga og svo tengsl við hvelaheilann er leggur grunn að hreyfiminninu, sem geymir hin ýmsu hreyfimunstur sem nýta má til síðari saman- burðar við jafnvægiskrefjandi athafnir.21 Tvær aðrar mikilvægar boðleiðir jafnvægisupplýsinga eru frá völundarhúsi innra eyrans; annars vegar frá bogagangahluta völundarhússins til hreyfikjarna augnkattar er tryggja að halda megi skerpusjón við hreyfingu lík- amans. Hins vegar liggur boðleið frá viðtækjasetrum andar- eða kalkkristallahluta völundarhússins er skynjar aðdráttarafl jarðar og sendir boð um brautir niður í mænu (vestibulo-spinal pathways) sem viðhalda vöðvaspennu í réttivöðvum (extensor) líkamans sem Upplýsingar frá... Úrvinnsla Framkvæmd Sjón Jafnvægiskerfi eyrans Viðtökum í vöðvum, sinum, liðamótum Þrýstiviðtökum í iljum sérstaklega I heilastofni Nýtt jafnvægi - hjartsláttar - blóöþrýstings -öndunar - meltingar Leiðréttandi virkni 654 LÆKNAblaðiö 2012/98

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.