Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 27
Y F I R L I T Texti 1. Það að standa og hreyfa sig uppréttur ákvarðast af samspili og úrvinnslu upplýsinga frá ákveðnum skynfærum og miðlun þeirra til vöðva. Þessi gagnavinnsla og samhæfing fer fram í miðtaugakerfinu og kallast stöðustjórnun (postural control) mynd 2. Upplýsingarnar koma frá viðtökum í völundarhúsi innra eyrans, sjónviðtökum augna, viðtökum stöðuskyns (proprioception), en vöðvaspólur í vöðvum og viðtæki umhverfis liðamót teljast til þess og svo þrýstiviðtæki í leður- húð ilja. Viðtækin í völundarhúsi innra eyrans eru tvíþætt, annars vegar bogagangakerfið sem greinir hornhröðun hreyfinga höfuðsins í mis- munandi plönum, til dæmis eins og ef kinkað er kolli, hailað undir flatt eða höfði snúið til hægri og vinstri, en hins vegar kalkkristallakerfið sem greinir línulega hröðun hreyfinga höfuðsins og þá líkamans alls, eins og við lárétta eða lóðrétta hreyfingu. Ómeðvituð skynjun á því hver stefna aðdráttarafls jarðar er á líkamann gerist fyrir tilstuðlan kalkkristallakerfisins. Ekki hefur verið sýnt fram á að annar hvor þess- ara hluta sé mikilvægari hvað varðar meintilurð hreyfiveiki. Samspil upplýsinga frá þessum tveim viðtækjahlutum völundarhússins og tengsl þeirra við sjón og stöðuskyn er mikilvæg, og þá sérstaklega úrvinnsla þeirra í miðtaugakerfinu þar sem upplýsingarnar eru próf- aðar gagnvart fyrri hreyfireynslu sem byggist á uppréttri (lóðréttri) stöðu mannslíkamans. vinna þannig á móti aðdráttarafli jarðar og eru því líkamanum mikilvægastir í uppréttri stöðu. Síðast en ekki síst tengist jafnvæg- isskyn svæðum í heilastofni er hafa með ósjálfráða taugakerfið að gera (vestibulo-autonomic pathways), svo sem aftasta reit (area post- rema), kjörnum skreyjutaugarinnar (nervus vagus) og dreif. Þannig hafa upplýsingar frá jafnvægisviðtækjum innra eyrans, bæði bogagöngum og önd völundarhússins, yfirgripsmikla tengingu innan miðtaugakerfisins.22 Sérstaklega eru tengsl innra eyrans og ósjálfráða taugakerfisins áhugaverð, en um þá tengingu má hafa áhrif á flestar þær boðleiðir sem hafa með að gera samvægi, en samspil stöðubreytinga og blóðþrýstings er meðal annars miðlað um þetta kerfi (texti l).23 Hin síðari ár hefur skilningur vaxið á mikilvægi sjónar í meingerð hreyfiveiki í annars hreyfingarlausum einstaklingum, en slíka tegund hreyfiveiki má upplifa meðal annars í kúlubíói (cinerama), flughermum eða við tölvuleikjanotkun.24 I þeim til- fellum er talið að örvun sjónjafnvægisbrauta móti starf tauga í andarkjarnanum (nucleus vestibularis) en starfsemi þeirra tauga verður einvörðungu fyrir tilstilli starfhæfs innra eyra.25 Rétt er að geta þess að sjón er ekki nauðsynleg til að framkalla sjóveiki, því blindir eru allt eins næmir fyrir veikinni og sjáandi.26 Texti 2. Sjómaður er að gera að fiski á millidekki fiskiskips. Með viðtækjum völundarhússins skynjar hann hreyfingu skipsins og um leið sína eigin. Samtímis hreyfist nánasta umhverfi hans með honum og því skynja augu hans enga hreyfingu er hann starir á stálþilið andspænis sér. Til að auka á skynvilluna getur færiband fiskverkunarvéla villt um fyrir augunum sem þá gefa jafnvel upplýsingar um hreyfingu í gagnstæða átt við hreyfingu skipsins. Ómeðvitað leitar miðtaugakerfið eftir fyrri reynslu um sambærilegt og kallar því eftir upplýsingum frá kerfi stöðuskyns sem við sambærilegar hreyfiupplýsingar ætti að staðfesta að fætur væru á stöðugri hreyfingu. Svo er þó ekki, því sjómaðurinn stígur ölduna og því dynja á miðtaugakerfi hans ofgnótt víxlverkandi skynáreita. Ef sjómaðurinn er síðan útsettur fyrir nógu kröftugri hreyfingu nógu lengi, verður hann fyrr eða síðar sjóveikur. Tafla I. Merki hreyfiveiki (sjóveiki). f - aukin, f - minnkuð, TK = taugakerfi. MV = meltingarvegur. (EEG = electroencephalography heilarafrit) Huglæg Hlutlæg Ósjálfráða TK Ógleði Uppköst i t Hjartsláttur Kviöverkir Rop | tBlóðþrýstingur Sundl Fölvi iöndun Höfuðverkur Geispi iHreyfanleiki MV Þreyta Gleymska fMunnvatn Slappleiki 1 Einbeiting tSvitnun Áhugaleysi IVökustig (EEG) Svefnhöfgi Ýmsar kenningar um meingerð hafa komið fram. Ein gengur út á eitrunaráhrif vegna ofgnóttar hreyfiáreitis, en eins og við mat- areitrun reyni líkaminn að losa sig við eitrið með uppköstum.27 Þessi kenning tengist innri eyrunum, því sýnt hefur verið fram á að þeir sem ekki hafa starfhæf innri eyru svara eituráhrifum matareitrunar mun verr en þeir sem hafa heil innri eyru.28 Önnur kenning er sú að hreyfiveikin sé tilkomin vegna ofur- ertingar á viðtæki jafnvægisskyns innra eyrans, sem veldur því að í andarkjarna heilastofns leysist úr læðingi ofurmagn taugaboð- efnisins acetýlkólín sem dreifir sér yfir á nálæga staði eins og aftasta reit og kjarna skreyjutaugarinnar.29 Þriðja kenningin fjallar um að við stjórnun uppréttrar stöðu sé tekið tillit til innbyggðrar grunnsveiflu líkamans sem er á bilinu 0,1-0,4 Hz. Sérstaklega truflandi eru lágtíðnisveiflur sem blandast inn í grunnsveifluna og trufla stöðustjórnunina.30 Það hefur sýnt sig að hægar, lóðréttar lágtíðnihreyfingar eru verstar við fram- köllun einkenna hreyfiveiki hjá þeim sem standa eða sitja. Þetta skýrir þá vanlíðan sem margir upplifa um borð í skipum og bátum er vagga við bryggju.31 Nýlegar rannsóknir sýna að til staðar er iðraskynjun aðdráttarafls jarðar,32 en árekstur þeirrar skynjunar og aðdráttaraflsskynjunar innra eyrans skýri áhrif þessara hægu lóðréttu hreyfinga. Þess vegna líður sjóveikum betur ef þeir liggja. Að lokum er það sú kenning sem best skýrir meintilurð hreyfiveiki og um leið sjóveiki, en það er hin svokallaða skyn- árekstrakenning (sensory mismatch hypothesis). Hreyfiríka áreitið á aðfærandi (afferent) legg stöðustjórnunar kallar fram skynárekstra þegar hreyfimunstrið er borið saman við fyrri hreyfireynslu. Við það verður truflun á fráfærandi (efferent) boðum til vöðva er stjórna uppréttu stöðunni og fráfærandi boðum sem miðlað er um ósjálfráða taugakerfið (mynd 2). Með öðrum orðum er misræmi í túlkun upplýsinga stöðustjórnunar þegar þær eru bornar saman við fyrri hreyfireynslu, og það er talið gegna lykilhlutverki í fram- köllun einkenna hreyfiveiki (texti 2).33 Ekki er hægt að fjalla um meingerð sjóveiki án þess að minn- ast á ákveðinn sálrænan þátt er tengist hreyfiveiki.34'35 Þeir sem hafa ferðast eða starfað á sjó tengja vanlíðan sína oft við lykt af sjónum eða sjávarfangi eða eim véla og olíu. Þeir sem verst eru haldnir þurfa ekki annað en að sjá skip eða bát til að finna fyrir velgju.36 Abendingar þeirra er starfa á sjó eða í hreyfiríku um- hverfi um mikilvægi þess að sinna ákveðnu starfi, að hafa eitt- hvað fyrir stafni, undirstrika einnig þessa sálrænu þætti. Þannig deyfast einkenni sjóveikinnar þegar veiðarfæri eru tekin um borð LÆKNAblaðið 2012/98 655
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.