Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.2012, Side 29

Læknablaðið - 15.12.2012, Side 29
Y F I R L I T öflugastar í hreyfiríku umhverfi. Þetta gerist með því að virkjaðar eru millitaugar sem annars eru óvirkar. Þessi virkjun og aðlög- un tekur þrjá til fjóra daga og þekkja sjómenn þennan tíma vel, enda segja þeir að það sé einmitt sá tími sem það taki að aðlagast hreyfingum og starfi um borð í skipi. Svipaðar niðurstöður hafa fengist við rannsóknir á sjálfboðaliðum í rannsóknarstofuum- hverfi, sem útsettir hafa verið fyrir endurtekinni og eins hreyfingu í ákveðinn tíma. Eftir þrjá til fjóra daga á hröð aðlögun sér stað sem gerir þá ónæma fyrir þessari ákveðnu hreyfingu. Til marks um þessa aðlögun má benda á að þegar sjómenn koma í land og hverfa úr hreyfiríku umhverfinu um borð í skipinu og takast á við hreyfisnautt umhverfi í landi kalla þær breytingar ekki síður á einkenni sem við köllum sjóriðu, mal d'embarquement. Svo rammt getur kveðið að þessum einkennum að menn treysti sér ekki til að aka bíl fyrsta daginn í landi. Aðlögunin að landumhverfi tekur að sama skapi þrjá til fjóra daga. Ef tími á landi milli sjóferða er skemmri en þrír dagar viðhelst hreyfiríka aðlögunin, en ef hann er lengri en þrír dagar þarf að aðlagast hinu hreyfiríka umhverfi á ný. Þetta upplifa sjómenn sem skipta með sér skipsplássi. Tvennt hefur verið athugað sérstaklega þegar kemur að þjálfun og aðlögun en það er „biofeedback" þjálfun og afnæming (desensi- tization). í hinu fyrrnefnda er reynt að ná tökum á lífmælanlegum þáttum eins og öndun, hjartslætti, blóðþrýstingi og húðleiðni, sem vex þegar viðkomandi svitnar við staðlaðar hreyfiríkar aðstæður. Þessi þjálfun hefur góð áhrif á fyrrnefnda líkamlega þætti en nær ekki að draga úr vanlíðan og hræðslu í raunverulegum aðstæð- um.4! Hvað afnæmingu varðar hefur hún einvörðungu reynst vel við þjálfun flugmanna í að höndla truflandi hreyfiríkar aðstæður í flugi.46 Lyfjameðferð Óhætt er að segja að nánast öll efni og lyf sem framleidd hafa verið, hafi verið reynd til að koma í veg fyrir, draga úr einkenn- um eða lækna sjóveiki. Engin lyf lækna sjóveiki, fá hafa reynst árangursrík við meðhöndlun á sjóveiki og þá aðeins með því að draga úr einkennum, en mörg þeirra hafa þá aukaverkun að slæva miðtaugakerfið og þar með þær taugabrautir er flytja árekstrar- áreitin sem framkalla veikina. Það felur í sér tvíþættan vanda, þau sljóvga viðkomandi og draga því úr færni þeirra til að leysa úr viðfangsefnum líðandi stundar. Hins vegar geta þau dregið úr hæfni manna tii að aðlagast hinu hreyfiríka umhverfi og draga því aðlögunina á langinn, þó svo sýnt hafi verið fram á hið gagn- stæða.47-48 Þar sem ógleði og uppköst eru mest truflandi einkennin hafa lyf er draga úr ógleði og uppköstum (antiemetics) sérstaklega verið prófuð. Flest þessara lyfja, svo sem zofran og emend, hafa enga virkni við að draga úr einkennum sjóveiki, að öllum líkind- um vegna þess að þau verka á aðrar boðleiðir ógleði og uppkasta en þau sem gera gagn.49 Það eru lyf í eftirfarandi flokkum sem hafa viðurkennda virkni við hreyfiveiki. Andkólínvirk lyf Þekktustu lyfin í þessum flokki eru atrópín og skópólamín en þau eru alkalóíðar unnir úr belladonna-plöntunni. Verkun þeirra til að draga úr einkennum hreyfiveiki hefur lengi verið þekkt, en af Tafla II. Lyf við sjóveiki (ferðaveiki). Stjömumerkt* lyf hafa þekkta virkni gegn sjóveiki (ferðaveiki). Lyfjaflokkur Lyf Lyfjaheiti Andkólínvirk lyf Skópólamín Soopoderm' (múskarínviðtaka-blokkarar) (hyoscine) Andhistamin (histamin H1 -viðtakablokkarar) Difenhydramin Benylan', Anautin' Clemastin Tavegyl Alimemazine Vallergan* Prometazin Phenergan*, Atosil* Meclozin Postafen* Cetirizin Histasin Loratadin Clarityn, Lóritín Ebasitn Kestin Fexofenadin Allegra, Telfast Desloratadin Aerius Adrenvirk lyf Dextroamfetamin Dexedrine', Adderal* þeim er skópólamín það lyf sem best hefur reynst.50 Skópólamín fer yfir blóð-heila þröskuldinn og ráðast lyfhrifin af þeim ákveðna andkólínvirka þætti sem fylgir lyfinu og kemur í veg fyrir músk- arín-svörun í frumum líkamans. Eitt handhægasta lyfjaformið er skópólamín forðaplástur (scopoderm, transdermscope) sem tryggir langvarandi (72 tíma) frásog í blóðbraut, um húð og því óháð þarmahreyfingum, ógleði eða uppköstum.51 Af þeim sem notað hafa þetta lyf hafa allt að 60% kvartað um munnþurrk, en höfgi og syfja eru mun sjaldgæfari en við notkun á andhistamín-lyfjum. Sjóntruflanir vegna þokusýnar geta átt sér stað. Til að draga úr þessu er mikilvægt að notendur plástursins þvoi sér um hendur eftir að hafa sett plásturinn á, svo koma megi í veg fyrir að lyfið berist frá höndum til augna. Að auki er mikilvægt að átta sig á því að skópólamín verður að nota með varúð hjá þeim sem eru með gláku eða stækkun á blöðruhálskirtli þar sem frárennslisvanda- mál frá framhólfi augna eða þvagblöðru geta komið upp. Afar sjaldgæfar aukaverkanir þekktar af notkun skópólamíns eru of- skynjanir, rugl og minnistruflanir, en þess ber að geta að öll þessi einkenni geta einnig átt við um sjóveiki. Til að ná hámarksárangri með notkun skópólamínplásturs er mikilvægt að hann sé settur á 6-12 tímum fyrir sjóferð. Andhistamín Fyrsta kynslóð Hl-blokkandi andhistamína getur bæði haft örv- andi og slævandi verkun á miðtaugakerfið. Örvandi verkun þess- ara lyfja tengist oftast ofskömmtun, en er líka þekkt við venjulega skömmtun. Slævandi verkun er hins vegar meginreglan við notk- un þessara lyfja þótt breytilegt sé hvað varðar lyf og einstaklinga. Nýrri Hl-blokkandi andhistamín, svo sem cetirizín, lóratadín og fexófenadín, hafa ekki slævandi verkan á miðtaugakerfið vegna þess að þau fara ekki urn blóð-heila þröskuldinn sem gerir að þau gagnast ekki við sjóveiki. Verkun andhistamínlyfja á hreyfiveiki er óljós, en af lyfjum í flokki Hl-blokkandi andhistamína af fyrstu kynslóð voru áhrif á hreyfiveiki snemma ljós, þá sérstaklega prómetazíns og difenhydramíns, en þessi lyf hafa andkólínvirk áhrif að auki, sérstaklega prómetazín sem hefur góða virkni gegn sjóveiki. Prómetazín er skráð á íslandi sem fenergan sem er bæði LÆKNAblaðið 2012/98 657

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.