Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2012, Síða 41

Læknablaðið - 15.12.2012, Síða 41
UMFJÖLLUN O G GREINAR [ T 'i L j 13Q III ; L J 111 J Aðstaöa til hermikemislu - Mr Plas- tic bíður í ofvæui eftir að verða bjarg- að afáhugasömum læknanemum eftir erfið veikindi. Prófessor Gavin loynt leiðir kennsluna (ADM). Prófessorarnir Gavin joynt og Charies Gomersall í hríðarkófi við Bláa Lónið þegar þeir heimsóllu ísland síðastliðið vor (ADM). gjörgæsludeildum. Á þessum námskeiðum er lögð mikil áhersla á hermikennslu. Þeir hafa ekki látið þar við sitja, heldur þróað nokkur mismunandi námskeið: Very-BASIC, ætlað læknanemum og unglæknum; BASIC, ætlað deildarlæknum sem hyggjast læra gjörgæslulækningar og skyldar greinar og reyndum gjörgæsluhjúkrunarfræðingum; BASIC for NOW (nurses on wards), ætlað hjúkrunarfræðingum á legudeildum og Paediatric BASIC fyrir barnalækna og gjörgæslulækna á fullorðinsgjörgæslum sem einnig sinna bráðveikum börnum. Þá hafa þeir þróað námskeið um öryggi sjúklinga sem heitir Basic Patient Safety og framhaldsnámskeið fyrir svæfinga- og gjörgæslulækna sem heita Not So BASIC og Beyond BASIC varðandi öndunarvélarmeðferð og meðferð við nýrnabilun sem eru viðurkennd sem framhaldsmenntun af Evrópsku gjörgæslulækningasamtökunum (ESICM) og haldin með þeirra fulltingi. Síðast en ekki síst má nefna námskeið sem þeir félagar gerðu í samvinnu við samtökin Læknar án landamæra og nefnist BASIC DHS (developing health sys- tems) fyrir heilbrigðisstarfsfólk í þróunarlöndum. Öll námskeiðin eru byggð upp líkt og ALS-námskeiðin (Advanced Life Support) varðandi endurlífgun sem margir þekkja, með lestri hnitmiðaðrar kennslubókar, fyrir- lestrum um valin efni en fyrst og fremst fjölda verklegra æfinga, í hermi, með líkönum og í umræðuhópum. Þá byggist kennsla læknanema einnig á rafrænum fyrirlestr- um og kennslumyndböndum sem stúdentar geta farið inn á þegar þeim hentar. Til að tryggja virkni á námskeiðinu þarf að taka próf bæði fyrir og eftir námskeið. LÆKNAblaðið 2012/98 669

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.