Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.2012, Page 46

Læknablaðið - 15.12.2012, Page 46
UMFJÖLLUN O G GREINAR Greiningar fyrr og nú Óttar Guðmundsson geölæknir ottarg@landspitali.is Nú á vordögum gaf ég út bókina Hetjur og hugarvíl sem fjallar um geðgreiningar í íslendingasögum. Þessi bók er öðrum þræði hugsuð sem ádeila á greiningaræði nútímageðlækninga þar sem hægt er að finna nafn og sjúkdómsnúmer bæði á raunverulega sjúkdóma og atferli sem for- feðurnir töldu fullkomlega eðlilegt. Síðustu vikur hef ég fylgt bókinni eftir með uppistandi í Landnámssetrinu í Borg- arnesi þar sem ég fjalla um geðveiki og greiningarviðmið í Egilssögu við góðar undirtektir. Margir eru þeir sem vilja fá geðgrein- ingu og engar refjar. Þetta sannreyndi ég þegar ég vann á göngudeild geðdeildar. Um tíma var eitt helsta meðferðarúrræði bráðamóttökunnar að senda fólk í svo- kölluð greiningarviðtöl. Sumum fannst það jafngilda úrlausn að standa í langri greiningarbiðröð. Þeir fáu sem voru metnir alheilbrigðir í þessu ferli urðu fyrir miklum vonbrigðum. Þetta átti sérstaklega vel við um þá sem komu til að fá ADHD-greiningu. Þeir brugðust venjulega reiðir við og sögðust mundu leita réttar sins (til að fá greiningu) annars staðar. Margir leituðu til deildarinnar vegna alls konar tilvistarvanda, ástarsorgar, hjónabandsvanda, kvíða, síþreytu, almennrar óhamingju og vansældar, próf- kvíða, svefnleysis, heilsukvíða, námserfið- leika, tölvugláps, mótlætis eða áfalla. En hver svo sem einkennin voru fengu þau flest hver nýtt nafn og númer í heimi geðlækninga. Einn sjúklinga minna sagði einu sinni að góð greining væri gulli betri og til margra hluta nytsamleg. Nýlega lofuðu okurlánafyrirtækin að afskrifa allar skuldir hjá geðsjúkum. Mikill fjöldi fyrr- verandi og núverandi sjúklinga hefur haft samband og beðið um töfravottorð til að galdra burt slíka skuldsetningu. Úttnr í uppistandsstellingum á sýningu sinni á Söguloftinu í Landnámssetrinu. Sýningin fékkfjórar stjörnur í DV hjá ]óni Viðari jónssyni, einum strangasla leikdómara landsins. Fyrirhugaðar erufleiri sýningar eftirjól. Mynd: jóliann Páll Valdimarsson. Geðgreining er á stundum eins og kær- leikurinn; hún fyrirgefur allt, trúir öllu, breiðir yfir allt, umber allt og fellur aldrei úr gildi. A íslandi eru 17.000 manns á örorku. Það lætur nærri að geðgreining komi við sögu hjá 11-12.000 manns af þeim hópi. Þegar sölutölur geðlyfja eru skoðaðar má ætla að 50-60.000 manns séu með ein- hverja slíka greiningu í sjúrnalakerfum spítalanna, heilsugæslunnar og sjálfstætt starfandi lækna. Þetta er stór hópur og margir hafa fengið geðgreiningu vegna einhverra tilfinningalegra vandamála og eðlilegra geðshræringa. Læknar koma til móts við kröfur sjúklinga sinna í nýjum heimi þar sem heilbrigðið er einfaldlega leiðinlegt og óspennandi. Kannski má segja að verið sé að skrifa Islandssöguna upp á nýtt með nýjum greiningum og persónusögu fólks með geðlyfjum. Þegar greiningakerfi geðlækninga er beitt á hetjur íslendingasagna blasa við brenglaðar manneskjur. Ég fann marga sem falla undir greiningarskilmerki pers- ónuleikaraskana og má þar frægastar telja «borderline» kvenskörunga eins og Hall- gerði Langbrók, Guðrúnu Ósvífursdóttur og Bergþóru Skarphéðinsdóttur. Margar karlhetjur eru illa haldnar af sjálfhverfum narsissisma eins og Gunnar á Hlíðarenda, Kári Sölmundarson, Gunnlaugur orms- tunga o.fl. Aðrir eru siðblindir eins og Grettir Ásmundsson, Skarphéðinn Njáls- son, Mörður Valgarðsson og Gísli Súrsson. Rauður þráður Njálssögu eru átök tveggja borderline kvenna, Hallgerðar og Bergþóru. Þær eru sveiflóttar í lund, öfundsjúkar, afbrýðisamar, hégómlegar og barnalegar. Þegar þeim lendir saman er fjandinn laus eins og gerist á geðdeildum þegar tvær konur með þessa röskun lenda inni samtímis. Þær stöllur linna ekki látum fyrr en bæði Fljótshlíðin og Land- eyjarnar eru blóði drifnar. Hjónaband þeirra Gunnars og Hall- gerðar á Hlíðarenda er eins og martröð hvers hjónabandsráðgjafa. Fjölskyldan er klofin í einingar sem berast á banaspjót- um. Rannveig móðir Gunnars leggur sitt að mörkum með því að standa með syni sínum í blíðu og stríðu og hata tengda- dóttur sína. Á Bergþórshvoli söfnuðu Njáll og Berg- þóra í kringum sig öllum sínum börnum og tengdabörnum og komu í veg fyrir að nokkur flytti að heiman. Andrúmsloftið einkenndist af spennu, flokkadráttum, öfundsýki og vænisýki. Skarphéðinn og Bergþóra sverjast í bandalag gegn Njáli og skjólstæðingum hans. Brennan sjálf er eins og katharsis að gömlum sið þar sem borinn er eldur að þessu pestarbæli sam- særa og illmælgis. Meira að segja ofbeldismaðurinn og sykkópatinn Skarphéðinn er látinn deyja eins og dýrlingur kaþólsku kirkjunnar 674 LÆKNAblaöið 2012/98

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.