Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2013, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.12.2013, Blaðsíða 11
RANNSÓKN Faraldsfræði stunguóhappa á Landspítalanum á árunum 1986-2011 Lýsandi rannsókn Ásdís Elfarsdóttir Jelle' hjúkrunarfræðingur, Elín J. G. Hafsteinsdóttir1 hjúkrunarfræðingur og hagfræðingur, Ólafur Guðlaugsson1'2 læknir, Már Kristjánsson2 læknir ÁGRIP Inngangur: Verði heilbrigðisstarfsmenn fyrirstunguóhappi, líkamsvessa- mengun eða biti (óhappi) tengt smitandi sjúklingi (áhættuóhappi) geta þeir smitast af lifrarbólguveiru B (HBV), lifrarbólguveiru C (HCV) eða HIV. Smithættan er mest í tengslum við stunguóhöpp af völdum holra nála. Markmið rannsóknarinnar var að lýsa faraldsfræði tilkynntra óhappa starfsmanna Landspítala og greina vanskráningu þeirra. Aðferð: Afturskyggn lýsandi rannsókn. Unnið var úr tilkynningum óhappa frá starfsmönnum Landspítala tímabilið 1986-2011. Hlutfall óhappa var reiknað eftir aldri og starfsstéttum og dreifing óhappa eftir tildrögum og deildum fundin. Hlutfall áhættuóhappa var fundið og hlutfall starfsmanna sem voru bólusettir gegn HBV þegar óhapp varð. Hlutfall vanskráðra óhappa var áætlað fyrir tímabilið 01.01.2005-31.12.2011. Niðurstöður: Á tímabilinu urðu að minnsta kosti 4089 óhöpp en 3587 þeirra voru tilkynnt og blóðrannsókn framkvæmd hjá 2578 starfsmönnum. Nálægt þriðjungur óhappa tengdist því að ekki var unnið samkvæmt grundvallarsmitgát og holar nálartengdust stunguóhöppum í 54,7% tilvika. Hlutfall tilkynninga frá læknum og læknanemum var lágt, eða 17,9%. Á tímabilinu reyndust 50,3% starfsmanna bólusettir gegn HBV þegar óhapp varð. Áhættuóhöpp voru 2,6% tilkynntra óhappa, oftast tengd sjúklingi með HCV. Tveir starfsmenn smituðust af HCV á tímabilinu. Áætluð vanskráning óhappa reyndist 28,0% á árunum 2005-2011. Ályktun: Þar sem mörg óhöpp tengjast röngum vinnubrögðum má vænta þess að fræðsla um grundvallarsmitgát og rétta umgengni við beitta og oddhvassa hluti fækki óhöppum. Þar sem holar nálar tengdust rúmlega helmingi stunguóhappa má vænta þess að innleiðing öryggisnála og öryggishlutafækki stunguóhöppum tengdum holum nálum. Hvetja þarf enn frekar til HBV-bólusetningar og tilkynninga á óhöppum. Inngangur ’Gæöa- og sýkingavarnadeild, 2lyflækningasviði Landspítala Fyrirspurnir: Ásdís Elfarsdóttir Jelle asdiself@landspitali.is Stunguóhöpp, líkamsvessamengun og bit eru meðal algengustu óhappa sem starfsmenn sjúkrahúsa verða fyrir. Starfsmenn geta smitast af lifrarbólguveiru B (HBV), lifrarbólguveiru C (HCV) eða HIV í kjölfar áhættuóhapps (þegar sjúklingur er smitandi).1-2 Er- lendar rannsóknir hafa lýst þeim hópi starfsmanna sem tilkynnir óhöpp, tildrögum óhappanna og afleið- ingum. Þessar rannsóknir sýna að hjúkrunarfræðingar og hjúkrunarnemar tilkynna flest óhappanna3'7 en að nýgengi þeirra er hæst meðal lækna og læknanema.8'9 Ungt starfsfólk og starfsfólk með starfsaldur undir 5 árum tilkynnir oftar óhöpp en eldra og reyndara starfsfólk.10-11 Bólusetning gegn HBV veitir góða vörn gegn smiti1 og áætlað er að um 70% heilbrigðisstarfs- manna í Evrópu séu bólusettir gegn HBV.12 Hlutfallið er misjafnt milli Evrópulanda, frá 40% til 86%13'15 en í Bandaríkjunum og Ástralíu er hlutfall bólusettra starfsmanna yfir 90%.16'17 Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unin ráðleggur að allir heilbrigðisstarfsmenn sem eru í hættu á því að verða fyrir óhappi séu bólusettir gegn HBV.1 Greinin barst 15. maí 2013, samþykkt til birtingar 21. október 2013. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Algengast er að starfsfólk á skurðstofum tilkynni óhöpp en þar er mikil notkun á beittum og odd- hvössum hlutum og oft lítil notkun á öryggisnálum og öryggishlutum (nálar og hlutir sem eru sérstaklega hannaðir til að minnka hættu á stunguóhöppum).7'8'18 Rannsóknir styðja að notkun á öryggisnálum og öryggishlutum fækki stunguóhöppum, sérstaklega þeim sem tengjast holum nálum.6-7'14'19'20 Smithætta í kjölfar áhættuóhappa er mest eftir stunguóhöpp tengdum holum nálum en mjög lítil eftir líkamsvessamengun á slímhúðir og bit.1-2 Erlendar rannsóknir áætla að tíðni vanskráninga óhappa sé á bilinu 25-85%. Helstu ástæður vanskrán- ingar eru að smithætta er talin lítil, tímaleysi sökum vinnuálags, vanþekking á tilkynningaferli eða starfs- maður sér sjálfur um eftirfylgd.21'24 Með tilkynningu óhappa verða til mikilvægar upplýsingar sem nýtast til að bæta öryggi á vinnustaðnum auk þess sem tilkynn- ingin bætir réttarstöðu starfsmanns sýkist hann í kjölfar áhættuóhapps.525 Markmið rannsóknarinnar var að lýsa faraldsfræði tilkynntra stunguóhappa, líkamsvessamengunar og bita meðal starfsmanna Landspítala og reyna að greina van- skráningu óhappanna. Efni og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn lýsandi rannsókn á óhöpp- um starfsfólks Landspítala. Þátttakendur voru starfs- menn spítalans, Borgarspítalans, Sjúkrahúss Reykja- víkur og Landakots sem tilkynntu sjálfviljugir óhöpp á tímabilinu 01.01.1986 til 31.12.2011. Óhappatilkynningar voru aðgengilegar fyrir þetta tímabil og var gagna aflað úr þeim. Framvegis verða Borgarspítalinn, Sjúkrahús Reykjavíkur og Landakot innifalin í „Landspítala" í þessum texta. LÆKNAblaðið 2013/99 559
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.