Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2013, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.12.2013, Blaðsíða 38
UMFJÖLLUN O G GREINAR Hjálækningar, kukl og heilsusvindl ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson „Það er því miður engin ein algild skil- greining á fyrirbærinu óhefðbundin heilsustarfsemi enda fjölmargt sem rúmast undir þeim hatti," segir Svanur Sigurbjörnsson lyflæknir sem fjallaði nýverið um hinar ýmsu birtingarmyndir kukls og hjálækninga í fyrirlestri á Fræðadögum Heilsugæslunnar á höfuð- borgarsvæðinu. Óhefðbundin heilsustarfsemi er þýðing á orðasambandinu „Alternative medicine" og segir Svanur að þar sé ýmislegt gagn- legt að finna en einnig margt sem nútíma- þekking ætti fyrir löngu að vera búin að henda út í hafsauga. „Sumt af því sem eru hjálækningar og kukl í dag var hefðbundið áður og því hafa sumir áhangendur þess kallað lækna nútímans „óhefðbundna" og lyf þeirra „eiturbras". Þekkingarheiminum er snúið á hvolf og það er furðuleg þversögn að samhliða gríðarlega góðri vísindalegri þekkingu skuli gerviþekking og kukl blómstra sem aldrei fyrr." Svanur segir mikilvægt að gera greinar- mun á því sem kalla má hjálækningar og getur gert tilkall til vísindalega sannan- legs árangur og svo hins sem hann segir hreinlega kukl og svindl og gengur út á fullyrðingar um virkni og lækningamátt sem stenst enga nánari skoðun. „Á 19. öld tíðkuðust fjórir flokkar alþýðulækninga; grasalækningar, and- legar athafnir eins og særingar og bænir, andalækningar þar sem miðlar sóttu látna lækna og smáskammtalækningar (hómeó- patía) sem þá var nýtilkomin. Vísindaleg læknisfræði útrýmdi þessu nánast á fyrri hluta 20. aldar en á síðustu áratugum aldarinnar reis upp ný bylgja undir öðrum formerkjum samhliða því sem opinber for- ræðishyggja lét undan, nýaldartrú og nátt- úrutrú, sem byggir á fullyrðingunni um að það sem er náttúrulegt sé eðli málsins samkvæmt hollt, sjálflærdómur í gegnum netið og nýjar öflugar aðferðir til markaðs- setningar. Allt hefur þetta hrundið af stað bylgju gerviþekkingar og kukls." í besta falli skaðlausar Á ráðstefnu sem efnt var til í apríl á þessu ári til heiðurs Magnúsi Jóhannssyni pró- fessor, flutti fyrirlestur læknirinn Edzard Ernst sem er jafnframt höfundur met- sölubókarinnar Trick or Treatment.* Ernst er fyrrverandi prófessor í óhefðbundnum meðferðum við Exeter-háskóla í Bret- landi og hefur ritað fjölda bóka og greina um óhefðbundna heilsustarfsemi, kukl og heilsusvindl af ýmsu tagi. Sjálfur er hann upphaflega menntaður í hómeópatíu og nálastungumeðferð og þekking hans á þessu sviði er óumdeild. Kjarni fyrir- lestrar Ernst var að hrekja algengustu fullyrðingar og haldvillur (fallacies) sem uppi eru um gagnsemi óhefðbundinnar heilsustarfsemi og rakti hann niðurstöður vísindalegra rannsókna sem gerðar hafa verið á ýmsum óhefðbundnum meðferð- um og að í langflestum tilfellum hafi þær fallið á prófinu. Þær geri einfaldlega ekki það gagn sem þær eru sagðar gera, í besta falli séu þær skaðlausar, í sumum tilfellum valdi þær skaða og í nokkrum tilfellum valdi þær dauða. Meðal þess sem hann nefndi gagnslaust voru lithimnugreining, smáskammtalækningar, nálastungur gegn reykingum, hnykkingar við astma, svæðameðferð, ristilhreinsun, eyrnakerti, *Singh S, Emst E. Trick or Treatment? Alternative Medicine On Trial. Bantam Press, London 2008. Áhrif lyfleysunnar Anna Ragna Magnúsardóttir næringarfræðingur Á málþingi um óhefðbundnar lækningar í Háskóla íslands í byrjun apríl kom fram að kvíðið fólk er einn stærsti hópurinn sem leitar óhefðbundinna lækninga. Kvíði veldur líkamlegum einkennum, t.d. frá stoðkerfi og meltingu, auk andlegrar vanlíðanar. Ég þekki kvíða vel af eigin raun og hef prófað allt milli himins og jarðar í þeirri von að öðlast betri líkamlega og andlega líðan. Ef græðaranum tekst að vekja mér væntingar og vonir finn ég fyrir lyfleysuáhrifum. Líðanin batnar, andlega og stundum líkamlega. En lyfleysuáhrifin endast aldrei. Þau dvína og hverfa á stuttum tíma og ég stend uppi nokkrum þúsundköllum fátækari, og með engu betri heilsu eða líðan. Nú, þá er alltaf hægt að fara aftur til græð- arans, eða leita til annars græðara sem býður öðruvísi meðferð, prófa aðra remedíu. Þannig fór ég milli alls kyns græðara, tók fæðu- bótarefni, blómadropa og remedíur, prófaði nálastungur og alls konar mataræði, heilun og höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun og guð má vita hvað. Ég sé eftir á að ég var að reyna að endurvekja og viðhalda lyfleysuáhrifunum, halda í væntingar og von um bata. Hvað skyldi ég hafa eytt miklum pening- um í þetta samtals? Ég hef ekki hugmynd um það. Eitt er víst að ekkert af þessu minnkaði kvíða minn og tilheyrandi líkamlegan vanda, þó heilun og höfuðbeina- og spjaldhryggs- jöfnun hafi vissulega haft tímabundin slak- andi áhrif. Verst fannst mér þó þegar ég las í bókinni Trick or Treatment að ein meðferðin sem ég sótti stíft á tímabili, getur verið lífshættuleg. Þetta voru hnykkir á hálsi, framkvæmdir af útlærðum hnykkjurum (kírópraktorum). Það eru dæmi erlendis frá um dauðsföll af völdum heilablæðingar eftir hnykkmeðferð á hálsi. Æð sem flytur blóð til heilans getur rofnað við hnykkinn. Það er sem sagt ekki nóg með að stirðleiki í hálsi mínum hafi aukist tímabundið eftir hverja hnykkmeðferð. Það er ekki nóg með að heildaráhrifin af margra mánaða meðferð hafi verið aukin eymsli í hálsi. Nei, það er ekki nóg með það. Ég tók bókstaflega áhættu með líf mitt í hvert skipti sem hnykkt var á hálsi mínum. http: / /upplyst.org/hjalaekningar/ edzard-emst/ 586 LÆKNAblaðið 2013/99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.