Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.2013, Side 44

Læknablaðið - 15.12.2013, Side 44
UMFJÖLLUN O G GREINAR í ljósi. Fullorðinn einstaklingur sem ekki er hæfur til að sam- þykkja skal taka þátt í heimildar- ferlinu, að svo miklu leyti sem unnt er. Taka skal mið af skoðun þess sem er ófullveðja í hlutfalli við aldur og þroska; v. viðkomandi andmælir ekki. 2. Þegar niðurstöður rannsóknarinnar geta ekki mögulega orðið að raunveru- legu og beinu gagni fyrir heilbrigði við- komandi, má í undantekningartilvikum og með skilyrðum sem lög mæla fyrir um leyfa slíka rannsókn og skal hún háð skilyrðunum í fyrstu málsgrein, stafliðunum ii, iii, iv og v hér á undan, svo og aukaskilyrðunum hér næst á eftir: i. rannsóknin hafi að markmiði að bæta marktækt vísindalegan skilning á ástandi, sjúkdómi eða röskun einstaklingsins, í því skyni að afla afgerandi niður- staðna sem gætu orðið til hags- bóta fyrir viðkomandi einstakling eða aðra í sama aldursflokki eða sem eru haldnir sama sjúkdómi eða röskun eða búa við sama ástand; ii. rannsóknin feli aðeins í sér minniháttar áhættu og minni- háttar álag fyrir viðkomandi einstakling. Álit um hugsanlega aukið gagn af rannsókninni skal ekki notað til þess að réttlæta aukna áhættu eða álag. 3. Mótbárur gegn þátttöku, neitun um að heimila þátttöku eða þegar heimild er dregin til baka skal ekki leiða til neins konar mismununar gagnvart við- komandi og sérstaklega ekki að því er varðar rétt til heilbrigðisþjónustu. 16. grein (upplýsingar gefnar áður en heimild er veitt) 1. Þeim aðilum sem óskað er eftir að heimili þátttöku einstaklings í rann- sókn skulu veittar fullnægjandi upp- lýsingar á auðskiljanlegan hátt. Þessar upplýsingar skulu vera skrifle'gar. 2. Upplýsingarnar skulu ná yfir tilgang, skipulag og hugsanlega áhættu og hagsbætur af rannsókninni og þeim skal fylgja álit siðanefndarinnar. Þeir skulu upplýstir um þau réttindi og þær varúðarráðstafanir sem mælt er fyrir um í lögum, til verndar þeim sem ekki eru hæfir til að samþykkja þátttöku í rannsókn og sérstaklega um rétt til þess að neita eða draga heimild til baka hvenær sem er, án þess að viðkomandi aðili verði fyrir nokkru formi mismun- unar, sérstaklega að því er varðar rétt til heilbriðgisþjónustu. Sérstaklega skal upplýsa í samræmi við eðli og tilgang rannsóknarinnar um þau atriði sem talin eru upp í 13. grein. 3. Þessar upplýsingar skulu einnig afhentar einstaklingnum sem í hlut á nema hann/hún sé ekki í ástandi til að taka við upplýsingunum. 17. grein (rannsóknir semfela í sér minni- háttar áhættu og álag) 1. Að því er varðar þennan Viðbótar- samning er talið að rannsókn feli í sér minniháttar áhættu ef höfð er hliðsjón af eðli og umfangi íhlutunarinnar og ætla má að hún hafi í mesta lagi lítil- fjörleg og tímabundin neikvæð áhrif á heilbrigði þess er í hlut á. 2. Talið er að hún feli í sér minniháttar álag ef búast má við því að óþægindin verði í mesta lagi tímabundin og mjög lítilfjörleg. Þegar það á við skal einstak- lingur sem nýtur sérstaks trúnaðar- trausts þátttakandans fenginn til meta álagið fyrir viðkomandi. SJÖTTI KAFLI - Sérstakar aðstæður 18. grein (rannsókn á meðgöngu eða meðan á hrjóstagjöf stendur) 1. Rannsókn á þungaðri konu, sem felur ekki í sér möguleika á að gefa árangur sem gæti komið heilbrigði konunnar að beinu gagni, eða fósturvísinum, fóstrinu eða barninu eftir að það fæðist, má því aðeins gera að eftirtöldum við- bótarskilyrðum sé fullnægt: i. rannsóknin hafi það markmið að stuðla að því að afgerandi árang- ur náist, sem gæti orðið öðrum konum til góðs að því er varðar æxlun eða fyrir aðra fósturvísa, fóstur eða börn; ii. engar jafn virkar rannsóknir verði gerðar á konum sem ekki eru þungaðar; iii. í rannsókninni felist aðeins minniháttar áhætta og minni- háttar álag. 2. Þegar rannsókn er gerð á konu sem hefur barn á brjósti skal þess vandlega gætt að valda ekki neinum skaðlegum verkunum á heilbrigði barnsins. 19. grein (rannsóknir á einstaklingum í neyðartilvikum) 1. Með lögum skal ákvarða hvort, og þá við hvaða viðbótarskilyrði, megi gera rannsóknir í neyðartilvikum: i. þegar einstaklingur er ekki í ástandi til þess að gefa samþykki sitt og ii. vegna þess hversu aðkallandi staðan er, reynist ómögulegt að fá í tæka tíð heimild málsvara við- komandi eða yfirvalda eða ein- staklings eða hóps sem leitað yrði til um að veita heimildina ef ekki væri um neyðartilvik að ræða. 2. Lögin skulu fela í sér eftirfarandi sér- tæk skilyrði: i. engar jafn virkar rannsóknir verði gerðar á einstaklingum sem ekki eru í neyðaraðstæðum; ii. rannsóknina megi því aðeins framkvæma að hún hafi verið samþykkt sértækt fyrir neyðartil- vik af til þess bærum aðila; iii. virða skuli hverjar þær mótbárur sem viðkomandi hefir áður látið í ljós og rannsóknaraðilinn veit um; iv. feli rannsóknin ekki í sér færi á því að gefa niðurstöður sem orðið gætu að beinu gagni fyrir heil- brigði viðkomandi einstaklings, en hafi það að markmiði að bæta marktækt vísindalegan skilning á ástandi, sjúkdómi eða röskun ein- staklingsins, í því skyni að afla afgerandi niðurstaðna sem gætu orðið til hagsbóta fyrir viðkom- andi einstakling eða aðrar í sama aldursflokki eða eru haldnar sama sjúkdómi eða röskun eða búa við sama ástand, og að rann- sóknin feli aðeins í sér minnihátt- ar áhættu og minniháttar álag. 3. Einstaklingum er þátt taka í rannsókn í neyðartilvikum eða málsvara þeirra, ef það á við, skal svo fljótt sem verða má, veita allar upplýsingar er máli skipta varðandi þátttökuna. Samþykkis eða heimildar skal leitað svo fljótt sem auðið er. 20. grein (rannsóknir á peim sem sviptir eru frelsi) Þar sem lög leyfa rannsóknir á einstak- lingum sem sviptir eru frelsi, mega þeir taka þátt í rannsókn þegar niðurstöðurnar 592 LÆKNAblaðið 2013/99

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.