Læknablaðið - 15.12.2013, Blaðsíða 7
RITSTJÓRNARGREIN
Fjárfesting í þekkingu er
fjárfesting til framtíðar
Magnús Karl
Magnúson
prófessor og forseti
læknadeildar Háskóla íslands
magnuskm@hi.is
Fjárlagafrumvarp hverrar ríkisstjórnar
markar með eindregnum og nákvæmum
hætti hvert sú stjórn hyggst halda. í fjár-
lögum birtist hin raunverulega stefna. í
þeim er tækifæri til að sýna í verki hvort
loforðaflaumur kosningabaráttu eða há-
stemmdar hátíðarræður eiga við rök að
styðjast. í fjölmiðlaumræðu síðustu vikna
hefur sjónum einkum verið beint að grafal-
varlegri stöðu heilbrigðiskerfisins og þeirri
neyð sem blasir við ef núverandi fjárlaga-
frumvarp fer óbreytt í gegnum þingið. Þar
hefur staða Landspítala vakið mestan ugg.
En það er á fleiri sviðum sem núverandi
stjórnvöld hafa komið óþægilega á óvart
með illa ígrunduðum tillögum. Samkeppn-
issjóðir Vísinda- og tækniráðs eru skornir
niður um 16% og lögð drög að áframhald-
andi niðurskurði til þriggja ára um tæplega
40%. Þetta kemur sem rothögg á vísinda-
og nýsköpunarstarf í landinu og kemur sér
afar illa fyrir heilbrigðis- og lífvísindafólk,
sérstaklega þá sem fremst standa.
Vísindaumhverfi á íslandi er veikburða
borið saman við okkar helstu nágranna.
Innviði skortir á mörgum sviðum og fjár-
magn til metnaðarfullra verkefna er af
skornum skammti. Síðastliðinn áratug
hefur Vísinda- og tækniráð þó unnið
vandaða greiningarvinnu þar sem fram-
tíðarsýn hefur verið vörðuð. Þessi vinna
birtist meðal annars í skýrslunni Ný sýn og
þar er skýrt leitt í ljós að veikasti hlekkur
í vísinda- og nýsköpunarstefnu stjórnvalda
er illa fjármagnað styrkjakerfi. A Islandi
er hlutfall svokallaðra samkeppnissjóða af
heildarfjármögnun vísindastarfs innan við
15%. í okkar helstu samanburðarlöndum er
hlutfall slíkra sjóða 30-50% af vísindafjár-
mögnun hins opinbera. Rannsóknarsjóður
Vísinda- og tækniráðs er langsterkasti og
mikilvægasti sjóður sem styrkir vísinda-
starf á landinu. Sá sjóður, ásamt Tækniþró-
unarsjóði, er nú verulega skorinn niður
eins og að ofan var greint. Styrkleiki sjóða
af þessu tagi er sá að þar er á skipulagðan
og ígrundaðan hátt veitt fjármagni til
þeirra verkefna sem skara fram úr. Leitað
er umsagna bestu vísindamanna um allan
heim til að leggja mat á gæði umsókna.
Þannig fá allar umsóknir jafningjamat
tveggja erlendra umsagnaraðila. Að loknu
slíku mati er fjármunum úthlutað og þann-
ig er stöðugt og vandað gæðamat lagt til
grundvallar. Með stefnumörkun Vísinda-
og tækniráðs síðustu ára hefur skapast víð-
tæk pólitísk sátt um uppbyggingu þessara
grundvallarsjóða. Slíkt kerfi fjármögnunar
hvetur vísindastofnanir með metnað til að
skapa sínum sterkustu vísindamönnum
sem best umhverfi. Kerfið skapar einnig
tækifæri til nýliðunar og hvetur til vaxtar
þeirra sviða sem framúr skara.
Það er engin tilviljun að nágrannalönd
okkar leggja ríka áherslu á stuðning við
vísindi. Efnahagskerfi Vesturlanda byggja
í sívaxandi mæli á rannsóknartengdri
nýsköpun. Nýsköpun byggð á framförum
og skilningi innan heilbrigðisvísinda hafa
þar verið ofarlega á blaði. Á íslandi höfum
við ekki farið varhluta af fjárfestingum og
atvinnusköpun á sviði heilbrigðisvísinda.
Nýleg fjárfesting lyfjarisans Amgen í þekk-
ingarsköpun vísindamanna Islenskrar
erfðagreiningar sem nemur 52 milljörðum
króna er stærsta erlenda fjárfestingin í
íslensku atvinnulífi frá hruni. Slík fjár-
festing ætti að leiða í ljós með afgerandi
hætti virði vísinda og þekkingarsköpunar.
Fjölmargir sprotar nýsköpunar eru að vaxa
úr þessu sama nýsköpunarumhverfi heil-
brigðisvísinda. Einar Stefánsson, prófessor
í augnlækningum við læknadeild, hélt í
síðasta mánuði fyrirlestur í fyrirlestraröð
Háskóla íslands, Fyrirtæki verður til. Þar
fjallaði hann um þrjú fyrirtæki, Risk,
Oculis og Oxymap, sem öll hafa sprottið
úr frjóum jarðvegi rannsókna Einars og
hans samstarfsmanna í augnlækningum.
Fjölmörg önnur fyrirtæki eru að vaxa úr
grasi vísinda og nýsköpunarstarfs. Rann-
sóknarstofnunin Hjartavernd hefur einnig
skapað mikla þekkingu og atvinnu og
dregið hundruðir milljóna króna til lands-
ins í erlendum vísindastyrkjum. Það sama
gildir um vísindastarf læknadeildar og
Landspítala. Atvinnusköpun sem þannig
vex úr hinni ótæmandi auðlind sem þekk-
ingin er, gefur af sér mikinn arð. Hún er
ekki bundin kvóta og hún gengur ekki
nærri náttúruauðlindum okkar lands. Hún
skapar atvinnutækifæri fyrir vel menntaða
kynslóð sem nú vex úr grasi. Hún laðar til
sín vel menntaða einstaklinga sem auðga
samfélag okkar.
Sú þekking sem íslenskt vísindasamfé-
lag hefur skapað leggur einnig grunn að
tækifærum fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi.
Þannig hefur yfirgripsmikil og einstæð
þekking á erfðamengi íslenskrar þjóðar
myndað einstök tækifæri til að nálgast
á nýstárlegan hátt forvarnir og meðferð
byggða á einstaklingsmiðari nálgun. Slík
ný og spennandi skref eru þó háð því að
heilbrigðiskerfinu verði veitt viðspyrna í
fjárlögum.
Það ríður á að vanda til verka þegar til
framtíðar er horft. Þar dugar ekki að tjalda
til einnar nætur. Ríkisstjórn sú sem nú
leggur fram sitt fyrsta fjárlagafrumvarp
hefur misstigið sig. Hún hefur lagt fram
áætlun sem felur í sér grundvallarstefnu-
breytingu frá þeirri leið sem vönduð vinna
síðustu ára innan Vísinda- og tækniráðs
hafði markað. Við íslensku samfélagi blasa
fjölmörg tækifæri á sviði nýsköpunar í at-
vinnulífi og framfara í heilbrigðisþjónustu.
Fjárfesting í þekkingu er forsenda vaxtar
og slík fjárfestingarstefna er öruggasta
leiðin til vaxtar þegar til lengri tíma er litið.
Investing in knowledge for the future
Magnus K. Magnusson, MD. Professor and Dean, Faculty of
Medicine, University of lceland
LÆKNAblaðið 2013/99 555